Month: desember 2004

Gítarleikara Nasum sópað á haf út?

Óttast er að gítarleikari Nasum Mieszko Talarczyk sé meðal þeirra 25.000+ fórnarlamba stærsta jarðskjálfta á jörðinni í 40 ár. Mieszko hafði dvalið á Phi Phi eyjum á Tælandi með unnustu sinni sem er illa særð á spítala. Bróðir hans ku hafa spurt um hann á umræðuvefnum Phuket Disaster Forum og meðlimir Nasum(Anders, Jon og Urban) staðfesta að hann sé týndur.

Hatesphere

Danskurinn hefur gert dreifingarsamning um við þýsku útgáfuna Steamhammer/SPV (sem inniheldur bönd eins og Motörhead, Saxon, Type O Negative, Monster Magnet, Kreator, Raging Speedhorn, Dio, Sepultura). Nýja smáplatan “The Killing EP” kemur út þann 31.janúar og er með þessi lög:
1. Murderous Intent
2. You’re the Enemy
3. The Will of God
4. Trip at the Brain (Suicidal Tendencies cover)

Plötunni verður fylgt eftir í febrúar/mars með hljómleikaferðalagi ásamt Kreator + Dark Tranquillity og Ektomorf.
Tékkið á myndum af Íslandsferð þeirra flödeskummere hér: http://www.hatesphere.com/billeder/island2004/index.htm

Breytingar á Andkristnihátíð!

Athugið að það hafa verðar gerðar nokkrar breytingar á Andkristnihátíð 2004. Hátíðin verður ennþá stærri en upphaflega var áætlað. Það sem breytist er;

* Ný dagsetning bætist við, 18 des

* Hljómsveitirnar Klink og Crepuscular Rays bætast við á lokakvöldið 21. des!
Í kjölfar þess byrja tónleikarnir fyrr, kl 17:30

Uppröðun hljómsveita á Andkristnihátíð 2004.

18. Desember
Grand Rokk
500kr inn
20 ára aldurstakmark

Sólstafir
Dark Harvest
Changer

20. Desember
Gaukur á Stöng
500kr inn
18 ára aldurstakmark

Sólstafir
Heiða og Heiðingjarnir
Curse

21. Desember
Hellirinn, TÞM. Hólmaslóð 2
500kr inn
Ekkert aldurstakmark

Changer
Momentum
Klink
The Saddest Day
Crepesuclar Rays
Hrafnaþing
Krakkbot
Dark Harvest
Denver
Terminal Wreckage

Athugið að þetta er föst uppröðun hljómsveita. Neðstu bönd í listunum byrja.

Sjáumst hress á Andkristnihátíð 2004

Andkristnihátíð 2004 – dagur 3

Changer
Momentum
Klink
The Saddest Day
Crepescular Rays
Hrafnaþing
Krakkbot
Dark Harvest
Denver
Terminal Wreckage

Hvar? 
Hvenær? 2004-12-21
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Svalbard music group kynnir hina árlegu andkristnihátíð. Þetta er seinni dagurinn af hátíðinni og verður hann haldinn í TÞM (ath. að strætóleið #2 stoppar hjá staðnum) þriðjudaginn 21. desember.

Event:  
Miðasala: 

Andkristnihátíð 2004

Já! Þið lásuð rétt. Nú er búið að tilkynna allar upplýsingar um hina árlegu andkristnihátíð. Þetta er í fimmta skiptið sem hátíðin er haldin og hefur hún verið aldrei áður verið jafn stór og hún er nú.

Hátíðin verður haldin frá 20. des til 21. des næstkomandi. Tónleikarnir 20. des verða haldnir á Gauk á Stöng kl 21:00. Það verður líklega 18. ára aldurstakmark og kostar ekki nema 500kr inn. Böndin sem spila þá eru;

Sólstafir
Heiða og heiðingjarnir
Curse

Seinni tónleikarnir verða haldnir í TÞM sem allir ættu nú að vita hvar er, en fyrir þá sem koma ofan af fjöllum eða úr Hafnarfirði þá er TÞM staðsett að Hólmaslóð 2, sem er úti á Granda við Reykjavíkurhöfn. Ath að strætó 2 stoppar nánast beint fyrir utan. Það kostar einnig 500kr inn og það þarf varla að taka fram að þetta eru tónleikarnir ætlaðir öllum aldurshópum Annars byrjar ballið kl 18:30 og hljómsveitirnar sem leika fyrir dansi eru;

Changer
Momentum
The Saddest Day
Hrafnaþing
Krakkbot
Dark Harvest
Denver
Terminal Wreckage

Ekki láta þetta framhjá ykkur fara og takið jólaskapið með!