Month: nóvember 2004

Búdrýgindi gefa út nýja plötu

Unga og jafnframt umdeilda hljómsveitin Búdrýgindi hefur sent frá sér sína aðra breiðskífu. Árið 2002 unnu strákarnir músiktilraunir og gáfu út plötuna Kúbakóla hið sama ár. Platan sem þeir hafa gefið út núna ber heitið Juxtapos.

Juxtapos inniheldur eftirfarandi lög;

1. Ósonlagið
2. Hólkryppi
3. Taktlaus Hæna
4. Gleðskapur
5. Froðusnakkur
6. Orgelínufrat
7. Væmnisdella
8. Sundurskotið Rjúpurassgat
9. Hrútspungur
10. Köngulær í KúngFú
11. Tölvuheili
12. Sagan af Juxtapos

Þess má geta að í laginu “Köngulær í KúngFú” inniheldur gestina BlazRoca úr Rottweilerhundum og Dóra DNA úr Bæjarins Bestu.

Platan fæst í öllum helstu plötuverslunum landsins en einnig er hægt að nálgast hana ódýrari með því að mæta á tónleika með Búdrýgindi eða senda þeim email á budrygindi@visir.is

Nightrage

Nightrage eru bókaðir á hljómleika London sem upphitunarband fyrir Arch enemy í desember (ásamt the Haunted og Dark tranquillity). Þeir eru nú orðnir þrír Grikkirnir í bandinu því nú hefur nýr trommari bæst við. Einnig er nýr bassaleikari kominn. Ný plata(með 13 lögum) er í smíðum hjá þeim og Fredrik Nordström og ber heitið Descent Into Chaos og kemur hún út 21. mars á næsta ári
Line-öppið á henni er sem hér segir:
Tompa (Ex-At The Gates, The Great Deceiver): Öskur
Marios (Ex-Exhumation): Gítar
Gus (Ex-Dream Evil, Firewind): Gítar
Henric (Cipher System): Bassi
Fotis (Ex-Septic Flesh): Trommur

New England Metal & Hardcore festival bætir við sig

Skipuleggjendur hátíðarinnar “New England metal & hardcore festival” hafa ákveðið að stækka næstu hátíð í 3 daga. Hátíðin stendur yfir frá 22. apríl til 24. apríl næstkomandi í Palladium höllinni í Worchester.

Auk þess hafa bönd eins og Cryptopsy, Nightwish, Behemoth, King Diamond, Nile & The Black Dahlia Murder staðfest komu sína á þessa hátið. Einnig má vænta að fleiri bönd skrái sig á hátíðina á næstu mánuðum.

Kreator í barnaþætti í Þýskalandi

Mille Petrozza, frontmaður thrashmetal sveitarinnar Kreator kom fram í barnaþætti á þýsku barnasjónvarpsstöðinni KinderKanal í gær (19 nóv). Petrozza sat undir ýmiss spurningum um þungarokk. Heimildar menn segja að þáttastjórnandinn hafi verið ögn taugaóstyrkur og Mille virtist einnig vera á “útivelli” en í heildina var þetta góður þáttur fyrir börnin. Þau lærðu mikið um þungarokk. (Halló krakkar, þetta er Mille. Hann leikur í svokölluðu “þungarokksbandi”).

Krakkarnir virtust hafa mikinn áhuga á efninu og slógu því ekki uppí grín eins og venjan virðist vera en þeir sýndu þeim Metallica, Manowar, Iron Maiden og Kreator tónlistarmyndbönd og spjölluðu síðan um gítarriff o.s.frv. Í lokin spilaði síðan Mille nokkur grip með Black Sabbath. Endilega athugið skjáskotin úr þættinum hér

Auk þess má nefna að nýja platan með Kreator, “Enemy of God” er sögð koma út í Evrópu og Suður Ameríku þann 10. janúar og í Norður Ameríku þann 11. janúar á vegum SPV Records. Sérstök útgáfa disksins mun einnig koma út og með því fylgir dvd með heimildarmynd um gerð plötunnar og ýmis annara hluta.

Meira af Wacken 2005

Overkill, Axel Rudi Pell og Edguy eru þau bönd sem eru nýbúin að staðfesta komu sína á metalhátíðina Wacken í Þýskalandi, sem fer fram dagana 4-6. ágúst.

Auk ofangreindra hljómsveita sem hafa staðfest komu sína má nefna Nightwish, Accept, Sinner, Marduk, Ensiferum, Illdisposed, Endstille, Turisas & Mercenary. Fleiri bönd verða staðfest síðar.

Fylgist því vel með á www.wacken.com

Bóllaukar (hardcore, metal og drasl)

Brothers Majere
Eden
The Best Hardcoreband in the World
+ca 3 local krakkabönd úr mosó

Hvar? 
Hvenær? 2004-11-19
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Tónleikar í Félagsmiðstöðinni Bólið í Mosfellsbæ. Bólið er við Skólabraut, leið 25 stoppar beint fyrir utan. Allir velkomnir

Event:  
Miðasala: 

Rokkfest í Ölfushöll

Mínus
Brain Police
Jan Mayen
Hölt hóra
Solid Iv
Hoffman
Perfect Disorder

Hvar? 
Hvenær? 2004-11-20
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

20. nóvember – Miðaverð 1500kr. Miðasala í Verslunum Skífunar og BT. Sætaferðir frá Reykjavík, Hvolsvelli og Hellu. Verð í rútu: 500 Kr. fram og til baka. Húsið opnar klukkan 20:00 (Tónleikarnir hefjast klukkan 21:00). 18 ára aldurstakmark

Event:  
Miðasala: 

Strike Anywhere

Hljómsveitin Strike Anywhere mun senda frá sér saman safn af sjaldgjæfum og áður ótútgefnu efni í janúarmánuði. Diskurinn (sem gefinn verður út af Jade Tree útgáfunni) mun meðal annars innihalda lög tekin upp á sama tíma og “To Live In Discontent” platan. Í viðbót við það verður einnig efni frá sömu upptökum og bæði Exit English og Chours of One plötunum. Þar endar þetta ekki því á disknum veðrur einnig að finna ábreiðu á lögum eftir hljómsveitir eins og Cock Sparrer, Dag Nasty og Gorilla Biscuits.