Month: október 2004

Jan Mayen, Búdrýgindi & Lada Sport í Hinu húsinu

Jan Mayen
Búdrýgindi
Lada Sport

Hvar? 
Hvenær? 2004-10-28
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Hljómsveitin Jan Mayen mun spila í Hinu Húsinu í kvöld ásamt hljómsveitunum Búdrýgindi og Lödu Sport. Eru þessi tónleikar ætlaðir yngri aldurshópum sem ekki geta komist inná útgáfutónleika hljómsveitarinnar Jan Mayen annað kvöld í Leikhúskjallaranum.

Húsið opnar kl.20 og er aðgangur ókeypis.

Einnig mun fyrsta plata Jan Mayen – HOME OF THE FREE INDEED vera til sölu á staðnum á 1500 kall. Og svo glænýjir Jan Mayen bolir einnig á 1500 kall.

Event:  
Miðasala: 

Hellirinn í TÞM

Búdrýgindi
Lada Sport
Isidor
Heróglymur
Kingstone

Hvar? 
Hvenær? 2004-10-30
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Næstkomandi laugardag, 30. október, mun framlína ungu rokkbyltingarinnar spila á glæsilegum tónleikum í Hellinum í Tónlistarþróunarmiðstöðinni. Sveitirnar eru Búdrýgindi, Lada Sport, Isidor, Heróglymur og Kingstone. Allar eiga þær sameiginlegt að hafa mikið látið á sér kveða undanfarið, Lada Sport og Isidor með glænýjum plötum, Búdrýgindi með eina á leiðinni í nóvember og Heróglymur með eina í vinnslu. Allar eiga þessar fínu hljómsveitir sameiginlegt að rista þverskurð í rokkinu og eiga þær óneitanlega eftir að móta landslagið áður en fram líða stundir.

Það kostar einungis 500kr inn og gamanið hefst kl 20.00

Event:  
Miðasala: 

Still not fallen gefur út nýtt efni

Still not fallen eru nú loks að vakna frá löngum dvala. Sveitin hefur verið upptekin undanfarið að taka upp sína nýjustu EP plötu en hún mun bera nafnið “We Have Developed A Serious Drinking Problem”.

Af tilvonandi plötu verða 6 lög og tracklistinn hljómar eftirfarandi;

01. (Intro)
02. I and the Ravenous
03. Yeah…That Monroe Syndrome
04. Apocalypse Might Rescue Us
05. Vegas Vendetta
06. Hitchhiking Delacroix

Hægt er að ná í 4 af þessum lögum með því að smella á tenglana. EP platan mun fljótlega koma út á plasti. Einnig ber að nefna að Still Not Fallen munu spila á Grand Rokk með Nevolution, Klink og kanadísku sveitinni Into Eternity næstkomandi fimmtudag.

Brain Police: Electric Fungus – Hlustunarteiti

Hljómsveitin Brain Police mun bjóða jafnt bransa og bol til teitis annað kvöld, þriðjudaginn 12. október. Teitið verður haldið á efri hæð Gauks á Stöng kl 21:00 og mun óútkomin þriðja breiðskífa Brain Police, “Electric Fungus” verða þar leikin fyrir gesti. Gestum eldri en 18 ára verður vel tekið og boðnum veigar á góðum prís.

Frítt inn, að sjálfsögðu.

Vonandi sjá sem flestir sér fært að mæta og hlýða.

Jeba jeba hei!

Kveðja,

Brain Police.

www.brainpolice.net

Fimtudagur í hellinum

Innvortis
Hryggjandi Sannleikur
Fighting Shit
Jericho Fever (nýja noisecore bomban)
(hugsanlega bætist eitt við)

Hvar? 
Hvenær? 2004-10-08
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

BYRJAR 19:30 – 500 íslenskar krónur inn
Strætóleið 2 brunar alla leið að dyrum TÞM

Event:  
Miðasala: