Month: ágúst 2004

TURMOIL

Hljómsveitin Turmoil mun koma saman aftur eftir 4 ára fjarveru (en hljómsveitin hætti árið 2000). Hljómsveitin ætlar að spila eina tónleika í tilefni að það er verið að fara að gefa allt efni sveitarinnar út aftur á tveimur diskum. Í viðbót við allt gamla efni verður að finna 3 endurgerðar útgáfur á nokkrum óúgefnum demoum sveitarinnar. Í sveitinni eru þeir Jon Gula (The Kiss Of Death), Jonathan Hodges (The Deadly), Jeff Hydro (The Kiss Of Death), Wayne Miller, og Jon Pushnik (The Deadly). Ekki er víst hvort að hljómsveitin geri meira en að spila á þessum einum tónleikum, en það fer allt eftir því hvort að þeir fái einhvern stuðning frá útgáfufyrirtækinu sínu.

Korn

Hljómsveitin Korn mun senda frá sér plötuna “Greatest Hits Vol. 1” um miðjan október mánuð. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01. “Word Up (Cameo cover)”
02. “Another Brick In The Wall, Parts 1, 2, 3 (Pink Floyd cover)”
03. “Y’All Want A Single”
04. “Right Now”
05. “Did My Time”
06. “Alone I Break”
07. “Here To Stay”
08. “Trash”
09. “Somebody Someone”
10. “Make Me Bad”
11. “Falling Away From Me”
12. “Got The Life”
13. “Freak On A Leash”
14. “Twist”
15. “A.D.I.D.A.S.”
16. “Clown”
17. “Shoots And Ladders”
18. “Blind”
19. “Freak On A Leash (Dante Ross Remix) (Bonus Track)”

My Ruin

Hljómsveitin My Ruin er þessa dagana að vinna í að losna undan útgáfusamningi við Century Media útgáfuna. Sveitin og útgáfan hafa ekki átt gott samstarf að sögn sveitarinnar og því tilvalið að ljúka samstarfinu. Í viðbót við það ákvað sveitin að skilja við Meghan Mattox bassaleikara og hefur sveitin fengið bassaleikara Systematic (Johnny Chow) í staðinn.

Gods

Hljómsveitin Gods, (sem inniheldur fyrrum trommuleikara Zao, Jesse Smith) hefur nú skrifað undir útgáfusamning við Hand of hope records. Von er á fyrstu plötu sveitarinnar í byrjun næsta árs og verður það Andreas Magnusson (Scarlet, Murder Weapon) sem mun pródúsera plötu sveitarinnar. Á næstu vikum er samt von á 5 laga EP plötu frá sveitinni sem verður gefin út frá heimasíðu sveitarinnar eða á www.cultofgods.com.

Norma Jean

Hljómsveitin Norma Jean hefur hefur lokið upptökum á nýja laginu “What Is This, Some Sort Of Freaking Burt Reynolds Convention?”, en lagið verður að finna á sérstökum safndisk Solid state útgáfunnar, og er það 5 safndiskur útgáfunnar í sérsakri “This is SOlid State” diskaröðinni. Á næsta ári er svo von á nýrri plötu frá sveitinni, sem fengið hefur nafnið “O God, The Aftermath”.

Jonah Matranga

Hljómsveitin Onlinedrawing hefur ákveðið að hætta. Hljómsveitin er eins og margir vita sólóverkefni Jonah Matranga fyrrum söngvara hljómsveitarinnar far. Jonah hefur samt ákveðið stofna nýja sveit að nafni Jonah Matranga og mun það að hans sögn gera það auðveldara fyrir sjálfan sig að spila efni frá öllum fyrri verkefnum sveitarinnar. www.jonahmatranga.com

Deftones

Hljómsveitin deftones hefur nú samið allt efni fyrir sína næstu plötu. Í viðbót við það er von á heljarinnar tónleikaferðalagi með sveitinni í október/nóvember. Á nýju plötu sveitarinnar er von á einhverjum gestasöngvurum, en strax og það er komið í ljós hverjir það verða verður það að sjálfsögðu tilkynnt hér í fréttum.