Month: júlí 2004

the Haunted

Nýja the Haunted platan heitir rEVOLVEr og kemur út þann 18. Oktober á Century Media er inniheldur eftirfarandi lög:
1. No Compromise
2. 99
3. Abysmal
4. Sabotage
5. All Against All
6. Sweet Relief
7. Burnt To A Shell
8. Who Will Decide
9. Nothing Right
10. Liquid Burns
11. My Shadow

Lamb of god

Platan Ashes Of The Wake kemur út þann 31 ágúst með þessa slagara
‘Laid To Rest’
‘Hourglass’
‘Now You’ve Got Something To Die For’
‘The Faded Line’
‘Omerta’
‘Blood Of The Scribe’
‘One Gun’
‘Break You’
‘What I’ve Become’
‘Ashes Of The Wake’
‘Remorse Is For The Dead’
Bandið gerði myndband við lagið Laid To Rest

Iced earth

Century Media gefur best of disk með Iced earth í lok ágúst sem ber heitið the Blessed and the damned. Útgáfa þessi inniheldur 2 diska og 23 lög frá árunum 91-01.

Tónleikar í kvöld

Hljómsveit frá Boston í bretlandi eru að spila ásamt I adapt, Hryggjandi Sannleik, Hryðjuverk og Fighting Shit í TÞM úti á Granda.
byrjar 19:00
Ekkert aldurstakmark
500kr inn

Ekki missa af þessu

Myndbönd

Var að bæta við 2 myndböndum með hljómsveitinni Dead after school á myndbanda síðu harðkjarna. Hægt er að skoða myndböndin með því að kíkja á eftirfarandi síðu

http://www.hardkjarni.com/media/video/

Andlát hættir

Því miður er það hér og með staðfest að hljómsveitin Andlát er hætt fyrir fullt og allt og þetta var að finna um málið á heimasíðu sveitarinnar:

“Jæja smá update… túrinn var alveg snilld allt gekk mjög vel og má búast við smá heimildarmynd um túrinn og Andlát einhvern tíman á þessu ári.

En ætli aðal fréttin sé ekki að hljómsveitin er hætt, meðlimir skilja allir í góðu og ekkert þannig rugl í gangi. Aðal ástæðan fyrir þessu er sú að við strákarnir viljum prufa að gera eitthvað nýtt og megið þið því búast við að sjá okkur alla í nýjum hljómsveitum.
Andlát vilja þakka öllum þeim sem hafa stutt við bakið á okkur í gegnum tíðina þið vitið hver þið eruð við ætlum ekkert að vera að telja upp nein nöfn… án ykkar hefðum við aldrei komist svona langt TAKK kærlega fyrir okkur”

Hljómsveitin Mínus sendir frá sér sína þriðju smáskífu mánudaginn 19. júlí.

Smáskífan kemur út á sama tíma á Íslandi en er einungis seld í gegnum netbúð fyrstu vikuna. Smekkleysu sem er á slóð www.smekkleysa.is

Smáskífan er gefin út á CD og 7″ vínyl. CD diskurinn inniheldur endurhljóðblöndun af, The Long Face, sem Chris Sheldon, gerði, en á b-hlið er að finna Ambience of Hilarity og Skítsama. Síðastnefnda lagið hefur aldrei verið gefið út áður en er á fyrsta demóinu sem Mínus menn tóku upp árið 1998. B-hliðin á 7″ inniheldur útvarpsupptöku af Wedding Dress sem gerð var á Hróaskelduhátíðinni árið 2002.

The Long Face er valin smáskífa vikunnar í breska tónlistartímaritinu, Kerrang, í þessari viku en gagnrýnandi lýsir henni einfaldlega sem frábærri. Jafnframt er tveggja síðna mynd og 5K-a dómur um frammistöðu hljómsveitarinnar á Metallicu tónleikunum á dögunum. Blaðamaður sem var á tónleikunum segir greinilegt að Mínus eigi heima á stórviðburðum sem þessum og rísi auðveldlega undir þeirri áskorun. Í lok greinarinnar segir að viðbrögðin við lokalaginu, Chimera, staðfesti að Ísland viti að fyrstu alvöru rokk og ról stjörnurnar þeirra séu tilbúnar til að sigra heiminn.

Dead After School (UK) pt. 2

Fighting Shit (youth-thrash geðveiki!)
Hryðjuverk (crust punk/harcore!)
Kingstone (rokk og ról af gamla skólanum! Kominn tími til að þessir strákar færu að spila eitthvað í siðmenningunni!)
Hryggjandi Sannleikur (Insane thrash!)
Vera (Nýtt rock’n roll band með smá hardcore áhrifum!)

Hvar? 
Hvenær? 2004-07-24
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Bæjarleikhúsið í Mosfellsbæ (í Þverholti, frekar áberandi..)
Húsið opnar kl. 18:00, Ekkert aldurstakmark og 500 kr. inn!

Event:  
Miðasala: