Month: júní 2004

Snapcase

Sögur eru í gangi um að hljómsveitin Snapcase sé hætt, en þrír meðlimir sveitarinnar hafa núþegar stofnað nýtt band. Þetta eru þeir Frank Vicario (gítar), Ben Lythberg (Trommur) and Dustin Perry (bassi). Hljómsveitin hefur núþegar samið 9 lög og má búast við því að sveitin fari að spila á tónleikum fyrir lok sumarsins.

Lamb Of God

Hægt er að hlusta á hráar upptökur af laginu “Laid to rest” af tilvonandi hljómplötu hljómsveitarinnar Lamb of god. Lagið er langt frá því að vera klárað og segja má að þetta sé demo útgáfa af því sem heira má á plötunni sjálfri. Hægt er að hlusta á lagið með því að smella hér. Platan “Ashes Of The Wake” er væntanleg í búðir 31. ágúst næstkomandi og er hún gefin út af Epic útgáfunni.

Zao

Hægt er að downloada nýju lagi hljómsveitarinnar Zao frá heimasíðu ferret útgáfunnar. Lagið heitir “Truly, Truly, This Is The End” og verður að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar “The Funeral Of God”, sem gefin verður út13. júlí næstkomandi. Lagið er að finna hér

Full Blown Chaos

New York bandið Full Blown Chaos hefur lokið upptökum á nýrri plötu ásamt hinnum illræmda pródúser Zeuss (Hatebreed, Shadows Fall). Platan hefur fengið nafnið “ake the Demons” og verður væntanlega gefin út5. október næstkomandi af Stillborn útgáfunni. Full blown Chaos fer svo væntanlega í tónleikaferðalag með The Discipline og 100 Demons í júlí/ágúst mánuði.

Lamb Of God

Ákveðið er að næsta plata hljómsveitarinnar Lamb of God verður gefin út 31. ágúst næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið “Ashes Of The Wake” og lét trommuleikari sveiarinnar þetta flakka um upptökferlið:

“The tracking sessions are very intense and the vibe in the studio is exciting to say the least. My drum tracks were done in Jersey in May and Randy is set to get up on the mic towards the end of this month. It’s like a giant sonic puzzle and as Willie, Mark, John and Randy are layered onto the basic drum mix – you can feel the hairs on the back of your neck stand up. It’s like feeling the ground as a train approaches, you can tell how massive it is – and its coming fast. It’s surreal at times – I think everyone involved knows we have a fucking monster on our hands.”

Machine Head

Hljómsveitin Machine Head heldur til evrópu fyrir árslok og ætlar að koma við bæði á bretlandi og á meginlandinu. Hljómsveitin er með þessarri tónleikaferð að kynna seinustu plötuna sína “Through the Ashes of Empires” sem var gefin út í október í fyrra.

Meshuggah

Hljóðdæmi af nýjasta Meshuggah disknum er komið á netið! Diskur sveitarinnar hefur fengið nafnið “I” og inniheldur 1 lag sem er um 21 mínúta. Tóndæmi sem finna má á netinu er um 3 og hálf mínúta og er því næstum því eins og heilt lag. Platan er gefin út á “Fractured Transmitter Records” útgáfunni sem er í eigi söngvara hljómsveitarinnar Mushroomhead. Næsta alvöru plata sveitarinnar er samt ekki væntanlega fyrr en á næsta ári og mun hún bera nafnið Catch 33. Tóndæmið má finna hér.