Month: maí 2004

Megadeth

Hljómsveitin Megadeth mun senda frá sér nýja plötu 14. september næstkomandi í Sanctuary útgáfunni. Ekki er enn komið nafn á plötuna, en það er örugglega stutt í að nánari upplýsingar um plötuna verði komnar á netið.

Meshuggah

Hljómsveitin Meshuggah mun senda frá sér EP plötu 13.júlí næstkomandi. Platan hefur fengið nafnið “I” og er gefin út af Fractured Transmitter Records (sem er í eigu söngvara hljómsveitarinnar Mushroomhead). Á næsta ári er svo von á stórri plötu frá sveitinni sem fengið hefur nafnið “Catch 33”.

Mondo Generator

Hljómsveitin Mondo Generator er sögð hafa tekið upp nýtt efni nýlega ásamt Gene Trautmann (Sem áður hefur unnið Queens of the stone age). Von er á því að Mondo Generator fari í tónleikaferðalag ásamt hljómsveitinni MC5 (sem er nýlega komin saman aftur). Frontmaður sveitarinnar Nick Oliveri er einnig byrjaður að vinna að sólóefni fyrir sína fyrstu sólóplötu.

Life of agony

Hljómsveitin Life of agony hefur skellt stuttu sýnishorni af laginu “Love to let u down” á heimasíðu sína. Lagið er eitt af fjórum sem sveitin tók upp nýlega og verður gefið út seint á þessu ári eða snemma á því næsta. Heimasíðá sveitarinnar er http://www.lifeofagony.com/

The dillinger escape plan

Hljómsveitin the dillinger escape plan mun gefa út plötuna Miss Machine 20.júlí næstkomandi á Relapse útgáfunni.
01 – “Panasonic Youth”
02 – “Sunshine The Werewolf”
03 – “Highway Robbery”
04 – “Van Damsel”
05 – “Phone Home”
06 – “We Are The Storm”
07 – “Crutch Field Tongs”
08 – “Setting Fire To Sleeping Giants”
09 – “Baby¹s First Coffin”
10 – “Unretrofied”
11 – “The Perfect Design”

Gaddur metal distró

Gaddur distro er kominn á laggirnar. Hér er á ferðinni dreifing á eðal-metal sem eigi er fáanlegur hér á Skerinu. Áherzla verður á blackmetal, progmetal,thrash, svíametal, dauðarokk, melódískan metal og jafnvel eitthvað metalcore. Síðan er www.gaddur-distro.tk og geta áhugasamir sent póst eða skráð sig í fréttabréf. Ætlunin er að vera á einhverjum tónleikum og í Kolaportinu samhliða Gagnauga þegar fram líða stundir.

Crowbar á fullt

Hljómsveitin Crowbar hefur ákveðið að halda tónleika í New Orleans í fyrsta skipti í tæp 3 ár, en hljómsveitin mun senda frá sér nýja plötu á næstu viku eða mánuðum. Nýja platan hefur fengið nafnið Life’s Blood For The Downtrodden” og var hún tekin upp af þeim Warren Riker (sem hefur tekið upp með DOWN) og Rex Brown (bassaleikara Pantera og Down). Uppröðum hljómsveitarmeðlima hefur eitthvað breyst á síðastliðinum árum og eru eftirfarandi meðlimir í bandinu í dag:

Kirk Windstein (DOWN) – Gítar og söngur
Patrick Bruders (GOATWHORE) – bassi
Steve Gibb (ex-BLACK LABEL SOCIETY) – gítar og bakraddir
Tommy Buckley (SOILENT GREEN) – trommur

Á nýju plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01. New Dawn
02. Slave No More
03. Angels Wings
04. Dead Sun
05. Strained
06. Holding Something
07. P.D.R.
08. Take All You’ve Known
09. Moon
10. The Violent Reaction