Month: mars 2004

Músiktilraunir 2004 Úrslitakvöld

Austurbæjarbíó 26. mars 2004 Kl. 19:00

The Royal Fanclub, Form Áttana, Tony The Pony, Brothers Majere, Zither, Bertel, Manía, Lada Sport, Driver Dave, Kingstone & Mammút

Úrslitakvöld músiktilrauna var haldið með pompi og prakt 26. mars.

Dáðadrengir – Sigurbandið frá því í fyrra byrjuðu á að hitta upp fyrir liðið með 3 lögum. Mér finnst þeir vera ekki jafn þéttir og maður sá þá síðast þegar þeir unnu. Kannski útaf því einn þeirra var veikur, hver veit..
annars, kvöldið byrjað!

The Royal Fanclub – Þeir byrjuðu kvöldið, ágætt sound og allt það en virkaði mjög langdregið. Lögin þeirra voru einfaldlega of löng. Virtust oft vera klára lögin (enda formúlan á forminu þeirra nokkurnveginn á enda runnin) en þá kom einhver taktskipting og þeir fóru að spila e-ð allt annað. Ég hélt ekki mikilli athygli yfir þeim og orðinn strax þreyttur. Þetta virkaði eins og þeir hefðu verið að spila 5-6 lög. Ættu að stytta lögin sín og einbeita sér að fullkomna þau í stað þess að bæta nýjum og nýjum köflum í þau.

Form Áttana – Nokkuð svipað dæmi þar á ferð. Nema að þeir spiluðu sín lög ekkert það lengi eins og royal fanclub. Málið er að þeirra lagasmíðar eru ekkert fjölbreyttar. Sama hvar maður hlustar á í laginu, þá er það allt sama laglínan/takturinn. Mæli með að fólk tékki á þessu með því að downloada lögum þeirra musiktilraunir.is og spóla fram í einhverja parta af handahófi. Virkar ávallt eins. Þessir þurfa bara að vera fjölbreyttari í spili ef þeir eiga að halda athygli manns.

Tony The Pony – Þessu bandi missti ég af á tilraunakvöldi. Hinsvegar sá ég þá á músiktilraunum að þeir hafi ekki verið bara hressari þá. Hinsvegar eru þeir miklu þéttari í dag, en þessi lög voru ekkert að heilla mann neitt sérstaklega. Ég persónulega skilgreini þá sem eitt af þessum sígildu pungbindarokkböndum. Mér finnst vanta elementið í þessi bönd til að gera einhver almennileg frumleg riff í staðinn fyrir þetta hefðbundna litlausa nótnadót. (leiðréttið mig ef þeir nota ekki CGF..og þannig nótur)

Brothers Majere – Enn annað band sem ég missti af á þessum tilraunum. Ég hafði búist við miklu af þeim – fannst þeir líka vel þéttir í fyrstu 2 lögunum. Doublekickerinn var með vesen hjá sindra og var nokkurnveginn óvirkur. Þetta leiddi til þess að soundið varð eitthvað fokked (einnig e-ð þung bassaslag sem kom af og til) sem varð til þess að bandið virkaði ekki nógu þétt. Greyið þeir að lenda í svona veseni.
Þeir fá samt nokkur prik fyrir frábær gítarriff- og melódíur.

Zither – Eina pungbindarokkbandið sem er e-ð catchy. Það er e-ð við þessa gaura sem ég fíla, samt á ég erfitt með að umbera þá. Mér fannst flott hvernig samsetning á söngnum er hjá þeim. Hinsvegar eins og ég sagði með TTP, þá vantar e-ð element í gítarspilið þeirra til að ná manni. Þeir voru samt helvíti þéttir og með góða sviðsframkomu en það eru of flatar pælingar í gítarspili.

Bertel – Þetta band fannst mér vera hresst á tilraunakvöldi, en í kvöld fannst mér vanta eitthvað í þetta. Hugsanlega of þreyttur eftir frekar langdregið kvöld framan af keppni, þar sem textarnir fóru soldið í taugarnar á mér (sérstaklega laginu rokkogról). Get ekki fundið neinn jákvæðan hlut við bandið. Mín skilaboð til þeirra eru að skrifa fyndna og catchy texta – þá smellur það betur við þessa hressu músik sem þeir spila.

Hlé

Manía – Oftast hefur það verið sagt að bandið sem fær að byrja strax eftir hlé eigi besta möguleikana á að vinna? Eða hvað? Það stoppaði þá soldið að vandræði urðu með rafmagn og brunakerfi. Engu að síður fannst mér spilið þeirra vera nokkuð nett. Einnig að gítarsoundið þeirra var alveg rock solid (þökk sé Gibson?). Söngvarinn sem ég hafði einnig lofað áður skilaði sínu hlutverki nokkuð vel. Hann tók nokkrar growl/garg rispur sem vöktu smá athygli – væri til í að sjá hann taka einhvern gamlan mínusslagara og sjá síðan til. Þetta band gerði lítil sem engin mistök, samt pínu langdregið í endan en það kom ekki að sök.

Lada Sport – Nútímahippinn hann Stefnir söngvari hressir og kætir alla. Örugglega fyndnasti maðurinn á svæðinu, en það kemur tónlistinni ekkert við. Eins og ég hef sagt áður þá finnst mér Lada Sport vera mjög þéttir, en það vantar e-ð auka krydd til að skreyta lögin þeirra (gæti líkt þessu við nýbakaða köku sem væri ekki búið að setja neitt nammi á). Þeir lentu í vandræðum með annan gítarinn en það hafði engin slæm áhrif á spilið þeirra, virkaði bara jákvætt jafnvel. Annars finnst mér ekkert slæmt né gott við þessa hljómsveit. Mættu reyna finna nammi til að setja á kökuna sína.

Driver Dave – Metalband frá Hveragerði. Fílaði þetta band meira en ég gerði áður. Þeir eru alveg vel þéttir. Finnst jákvætt hvað þeir nota mörg frumlegt riff í sínum lögum, svo ekki sé talað um bassalínuna í fyrsta laginu. Söngvarinn virkaði samt e-ð óöruggur, sérstaklega þegar hann fór of nálægt monitor þegar hann tók growlin. Samt skemmtilegt hvað það koma miklar Systemofadown og tool pælingar í söng. Hef ekkert meira að segja að þetta band ætti að halda áfram á sömu braut, þeir eru á leiðinni í rétta átt.

Kingstone – Þetta er band sem vinir mínir eru í og þessvegna ætti fólk ekkert að taka mig neitt það alvarlega. Ég fíla þeirra tónlist mjög vel, en í kvöld virkaði gítarsoundið alls ekki þétt – hverjum að kenna? hljóðmanni? magnara? gítarleikara? Ég skal ekki segja. Þetta dróg þá töluvert niður. Eiga samt alveg mjög góð lög. Þetta band er á réttri leið en voru því miður óheppnir í kvöld með soundið.

Mammút – Ég veit ekki hvað skal segja um þessar. Það var alveg ljóst að þau skiluðu sínu hlutverki vel. Fann samt ekki fyrir neinum mindblowing áhrifum á þessu bandi. Þau eru samt að gera athyglisverða hluti og er þeim líkt við sykurmolana. Þetta var bandið sem kom öllum að óvart. Ég sé ekkert neikvætt við þau né e-ð sérstaklega jákvætt. Þau eru samt á réttri braut.

– keppni lokið –

Leaves – Sá sem fékk Leaves til að spila ætti að drekka hugsanlega 2L af klósettvatni, svona aðeins til að hressa sig. Skil ekki þá pælingu að fá sefandi hljómsveit eftir svona maraþon. Fólk þarf hressleika á borð við Dark Harvest eða Búdrýgindi en ekki eitthvað rólegt efni sem Leaves bjóða uppá. Fór því bara fram, ekki mitt te sem þessir kumpánar spila.

– úrslit –

1. Sæti : Mammút … já… já..hmm..kemur á óvart..skil samt ekki pælinguna að velja þau #1. Samt eflaust góð ástæða en ég get bara ekki ímyndað mér hana(nema það sé eitthvað propaganda trick til að fá fleiri stelpur til að taka þátt?). Samt alveg ágætis band. Finnst þessi sveit bara ekki eiga það skilið miðað við önnur bönd (þá tillit tekið til músikpælinga og hljóðfæraleiks)

2. Sæti: Lada Sport …kom líka á óvart, þetta er band sem er alveg þétt en með engar flottar pælingar.

3. Sæti : Tony The Pony, mér finnst alveg skelfilegt að það sé verið að verðlauna pungbindarokk. Ég vona að þeir fari að spila einhverja öðruvísi tónlist. Þetta kom mér mjög á óvart. Ef pungbindarokk á að verðlauna – þá hefðu Zither verið fýsilegri kostur.

Athyglisverðasta bandið – Mammút…þau áttu þessi verðlaun skilið. Alveg.

Besti Trommari : Halli í Lödu Sport .. já veistu…það var ekkert um einhverja trommara sem skáru sig úr..þannig að mér er nokkurnveginn sama.

Besti bassaleikari: Árni minnir mig að hann hafi heitið og er í Driver Dave. Hann á þessi verðlaun fullkomnlega skilið.

Besti gítarleikari: Gaurinn í Feedback – hef sjaldan séð jafn skemmtilegri gítarleikara á sviði. Vel valið!

Besti söngvari/kona : Katrína í mammút. Ég veðjaði á hana eða Benna í Maníu. Þau 2 áttu þetta bæði skilið en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Fínt pikk. og eina spáin mín sem rættist…

Besti hljómborðsleikari : Gaurinn úr Hinir Eðalbornu …ekki mikil samkeppni þar eins og í trommuleiknum. Sléttsáttur með það.

Mitt álit miðað við þetta kvöld

1. Manía
2. Brothers Majere
3. Driver Dave
4. Kingstone
5. Lada Sport

Annars vil ég einnig minnast á það að þessi bönd áttu meira skilið að komast inná lokakvöldið en önnur(nefni engin nöfn)

Somniferium
Of Stars We Are
Feedback
Betúel (því þeir voru svo hressir)

Ég vil þakka pent fyrir mig og fyrir ykkur sem nenntuð að lesa bullið mitt.

Hafsteinn Bergmann Valgeirsson

haffeh

Músiktilraunir 2004 5. tilraunakvöld

Tjarnarbíó 24. mars 2004 Kl. 19:00

Melmi, Tvítóla, Hinir Eðalbornu, Rýrð, Haraldur, Driver Dave, Form Áttana, Feedback, Betúel & X-Factor

Jæja, mætti á síðasta tilrauna kvöldið, 4. hjá mér en 5. hjá dómnefnd.

Í heildina fannst mér þetta vera frekar slappt kvöld. Fáein bönd sem voru þétt en sum hver mjög skemmtileg.

Melmi – Eitt af þessum klassísku (californiapunk)rock böndum eða tæplega það. Eru á einhverskonar level fyrir neðan Offspring ef maður ætti að líkja þeim við einhverja. Söngurinn var áberandi, áberandi fyrir hvað hann var misjafn, í fyrra laginu var söngurinn mjög góður en það fór að halla undan fæti í seinna laginu. Hvað varðar spil voru þeir ekkert sérstaklega þéttir en skiluðu þó ágætis vinnu af sér. Málið er að ekkert sérstakt var við þetta band – bara ágætis “grunnur” í svona spili – en það vantaði allt til að byggja ofan á það til að gera það eftirtektarvert.

Tvítóla – Á erfitt með að lýsa þessu bandi. Virtust vera svona týpískt rokk – þó einhver áhrif mátti greina úr grunge – en þau voru ekki áberandi. Eitt var þó áberandi, að annar gítarinn hjá þeim sem tók pickið var e-ð falskur…ef hann var ekki falskur þá virkaði þetta sound e-ð fokkt. Ég ætla samt að hæla þeim fyrir góðan söngvara, flottur emotional söngur hjá þeim. Þeir voru líka ágætlega þéttir nema þegar það kom að gítarpikkum og sólóum, fannst virkilega vanta metnaðinn í sólóin en það þarf að fínpússa pikkin þannig að þau soundi betur.

Hinir Eðalbornu – Þetta band reyndist torskilt að skilgreina í einhverjar tónlistarstefnur. Í heildina virtist þetta vera poppuð útgáfa af Jet Black Joe(hljómborðsorgelið þá sérstaklega) með ágætlega funkuðum bassalínum. Söngvarinn var þó enginn Páll Rósinkrans og það dróg bandið doldið niður. Samt flott að þeir eru með efnilegan trommara og í seinna laginu kom flott gítarsóló. Þetta band er með góða möguleika á að verða e-ð stórt, en þeir þurfa að koma með eitthvað ferskt element inní spilið sitt (áberandi catchy gítarlínur svo eitthvað sé nefnt)

Rýrð – Enn eitt bandið sem kom mér alveg gjörsamlega á óvart. Byrjaði rosalega þungt hljómborð sem minnti soldið á intróið í 5. sinfóníu Beethovens – samt algjörlega kraftlaust. Annað sem kom þeim ekki að góðum notum að effectinn hjá gítarleikaranum klikkaði þannig að maður var ef till vill ekki að fá þeirra rétta sound. Þeir virkuðu fyrir vikið alls ekki þéttir þó að söngvarinn sem sat við hljómborðið steig upp og var að fíla sig vel í þessum vampýrublús. Ef þetta er þeirra sound, þá mæli ég með því að þetta band hætti og finni sér e-ð annað gera. En þar sem effectinn fór hjá gítarleikaranum er ekki hægt að dæma þetta nema að þeir voru andskoti tjónaðir í þéttleikanum.

Haraldur – Hresst band frá selfossi. Sá strax í byrjunar riffinu að þeir voru að stæla Botnleðju. Söngurinn var mjög sérstakur…og bara nokkuð áhugaverður …eins og maður myndi setja Robert Smith(The Cure) á skynörvandi geðlyf. Annars voru þeir ekkert þéttir, en fá samt prik fyrir það að hafa ekki sóló í lögunum sínum (eitt af öööörfáum böndum sem þorðu að sleppa sólóum). Þeir þurfa þétta sig – vinna með samspil bassa og gítars.

– HLÉ – Jæja, fyrr hálfleikur búinn… fannst ekki mikið til koma og var bara hissa á að þessi aldursflokkur væri svona slæmur so far.

Driver Dave – Jæja, smá metall kominn í spilið. Þetta band var samt alveg skuggalega líkt hinum fornu Elexír(sem komust langt í MT fyrir nokkrum árum). Nema hvað þessir eru eiginlega meira undir áhrifum frá Tool en ekki Sepultura sem einkenndi Elexír. Fannst fyrra lagið svona ágætis lag..samt vantaði e-ð element í það, virkuðu ekki jafn öruggir í því og í seinna laginu því þar small allt saman. Bandið virkaði sem ein heild og voru klikkað þéttir. Bassaleikarinn tók mikla athygli hjá mér fyrir þéttan leik. Gott band!

Form Áttana – Þeir spiluðu nokkurnveginn rólegt blúsað rokk. Ágætt spil með prýðilegum söng – samt ekkert mindblowing. Seinna lagið kikkaði vel inn, bandið virkaði þá vel sem ein heild – kom þá eitt mjög flott gítarsóló, en mikið af öðrum “óþarfa” sólóum. Einnig var það næstum skemmandi fyrir lagið þegar það kom langt breik með trommusóló. Það passaði ekkert inní lagið og undirritaður lýsir furðu yfir því brúki. Samt flott spil hjá þessum strákum.

Feedback – Þetta band var alveg gííífurlega hresst, en þó í einhverri tímaskekkju. Þetta band hefði verið bomba í byrjun 10. áratugarins því það var augljóst að þessir menn væru keimlíkir Pantera, Guns n’ Roses og því dóti. Þeirra spil var mjög, svona suðurríkjarokk, líkt og Pantera nema hvað það var búið að skrúfa niður grófleikan um nokkur stig og setja meira stonerrock fíling í þetta. Alveg tilvalið “18hjólatrukkarokk”. Gítarleikararnir sýndu frumlegt spil á gítar, í riffum sem og sólóum. Söngvarinn þótti mér vera hlutverki sínu hæfur. Þetta band ætti að halda áfram með sitt, enda mynd ég taka með mér þeirra afurð í ferðalagið útá land. En ef það á að leggja einhvern metnað í þetta, þá þurfa þeir að kafa dýpra í stonerrokkið í leit að áhrifavöldum þar (Unida, Kyuss, Orange goblin o.s.frv.).

Betúel – Hressleikinn hélt áfram þegar Betúel frá Akureyri stigu á svið. Þeir eru svona rás2 tónlist eins og þeir segja sjálfir frá…en þeir eru bræðingur af Megas, Hörð Torfa, Súkkat og Bob Dylan. Mjög svo til svona þjóðlaga fílingur yfir þeim. Þeir notuðu mjög sérstök hljóðfæri einsog kassagítar, munnhörpu, bongótrommu og blokkflautu. Það mætti segja að þeir voru líka mjög þéttir í því sem þeir gera. Sá sem spilaði á blokkflautuna tók smá Jethro Tull takta á þetta með því að standa á öðrum fæti. Mjög skemmtilegt band á sviði. Mæli með því að þessir haldi áfram – sé þá alveg fyrir mér að troða upp á Ara í Ögri einhverjar helgar. Frábær og skemmtilegur dúett!

X-Factor – Jæja, næst var komið af numetal bandinu Xfactor frá Hvolsvelli. Fannst ekki mikið til þeirra koma – frekar flatar pælingar í gítar. Þéttleikinn var mjög skeikull – svipað og umferðaljós ..rauttgræntrauttgræntrauttgrænt….osfrv. Þeim tókst samt að koma mér óvart með því hvað söngvarinn var ekkert hræddur að sýna á sér margar hliðar. Hann tók þungt deathmetal growl, venjulegan söng og smá rapp (sem minnti óneitanlega mikið á Linkin Park). Þetta band þarf að fá ferskari innblástur í metalböndum en það sem gengur og gerist á popptíví eða x’inu.

Þá voru öll böndin búin að spila.

Úrslit kvöldsins voru að Form Áttana komust áfram á sal og Driver Dave voru pikkaðir af dómnefnd. Var ekki sáttur með val salsins, en hey – meirihlutinn ræður. Hefði viljað sjá Feedback áfram líka en það hefði verið mjög ósanngjarnt þar sem 3 bönd komust ekki áfram á 4. kvöldinu.

Hafsteinn Bergmann Valgeirsson

haffeh

Músiktilraunir 2004 4. tilraunakvöld

Tjarnarbíó 23. mars 2004. Kl. 19:00

Efnahvörf, Lada Sport, Hljóðlæti, Hydrus, Manía, Djósúa, Eden, Svitabandið, Of Stars We Are & Innovation

Jæja, loks mættur aftur! Þar sem ég var fjarverandi 3. kvöldið vegna þess að það var uppselt.

Bandið í kvöld var ágætlega hresst, skemmtilegur fyrri hálfleikur.

Efnahvörf – Efnilegt band frá Húsavík. Þeir spiluðu ákaft hresst grungerokk í anda botnleðju. Hinsvegar þótti söngurinn mjög sérkennilegur en söngvarinn söng frekar hátt, eða svona sópranbjagað. Fór soldið í taugarnar á mér en samt…ágætt þegar hann setti smá intensity í málin.
Hann átti fín öskur, sem minntu mig mikið á Heiðar í Botnleðju. Þeir virkuðu mjög þéttir á sviðinu og fengu heldur betur athyglina frá áhorfendum með því að fara úr að ofan (líka trommarinn og fær hann prik fyrir það). Eina sem mér fannst að þessu bandi voru sólóin, fannst vanta allan metnað í þau.

Lada Sport – WOWOW hvað er í gangi!??! Einstaklingum frá sjötta áratugnum kippt beint inná svið, já góðir hálsar, hippar í orðsins fylgstu merkingu voru mættir á svið.
Lada Sport er svona týpísk músiktilraunarokksveit. Þeir slaga hátt í pungbindarokkið en ná samt að halda sér frá því. Þeir voru einnig mjög þéttir en það vantaði eitthvað edge eða krydd í spilið þeirra. Einhvern herslumun. Þá helst í gítarspilið en annars voru trommarinn og bassaleikarinn að gera góða hluti.

Hljóðlæti – Næsta band var einhver tímaskekkja, þetta band hefði gert góða hluti hefðu þeir verið starfandi á “rokk í reykjavík-tímabilinu”. Þeir spiluðu einhvern bræðing af glam-punk og íslensku 80’s rokki. Þeir voru nokkuð hressir en það voru hlutir sem skemmdu fyrir eins og að bassinn var að spila aðrar línur en gítarinn og á miklu hraðara tempó. Tilraunakennt? Maybe, misheppnuð tilraun þá. Seinna lagið var líka alltof langt, hefði mátt stytta það. Hvað eru nú einn eða tveir chorusar mikið á milli vina? 😉 Annars má bandið eiga það að þeir eiga mjög efnilegan trommara.

Hydrus – Jæja, pungbindarokk mætt á staðinn í allri sinni dýrð. Gítarsoundið var e-ð fokkt hjá þeim. Vantaði einhvern kraft í það þannig að það virkaði mjög óþétt, sérstaklega í fyrra laginu. Seinna lagið var með öllu skárra móti því þar voru meiri og flottari taktpælingar – óskylt pungbindinu. Þetta band þarf að þétta sig, eflaust að fá sér þéttari gítara.

Manía – Þessu bandi spáði ég miklu. Þeir byrjuðu mjög rólega á því. Ágætis melódíu pælingar á góðum gripum (undirritaður er Epiphone/Gibson aðdáandi). Það sem var virkilega sérstakt við bandið var söngvarinn, sá eini sem ég hef séð á tilraunum sem syngur svona vel. Þessi á eftir að ná langt í framtíðinni. Seinna lagið var að nokkru leiti til betra því þar byggðu þeir upp ákveðið climax í endan þar sem söngvarinn tók mjög háan söng og bjagaðist ekkert við það. Eina sem ég finn að þessu bandi er að þeir voru soldið langdregnir á köflum, annars ágætt band.

– Hlé, fínn fyrri hálfleikur – sá besti hingað til.

Djósúa – Hresst band…í svona 10 sec. Kom eitthvað snæðingslegt gítarsóló í byrjun sem virkaði ekki vel á mann(fyrir ykkur sem vitið ekki hvað snæðingslegt þýðir, farið þá á BSÍ og étið snæðing). Vantaði mikið uppá þéttleikan. Sennilega vegna þess að gítarsoundið hjá söngvaranum var á einhverju djammi. Ekkert spes band, eiga þó e-ð potential inni.

Dark Eden – Eða öllu heldur Eden. Þeir vita ekkert hvað þeir eiga að kalla sig, en jú – þetta voru fyrrv. Necropoliz. Eitt af fáum metalböndunum. Þeir virkuðu eitthvað taugaóstyrkir í byrjun. Fannst þeir slá feilnótur í pick á gítar. Fyrra lagið var það sem dróg þá niður, í fyrsta lagi voru samt ágætar melódíupælingar en bassalínan var í einhverju öðrum pælingum, sem tók allan þéttleikan frá þeim í laginu. Auk þess voru þeir frekar daufir á því í því lagi. Í seinna laginu fengu þeir örugglega besta varamann keppninnar.

Þessi varamaður var söngkona og bætti hún bandið talsvert. Fyrir utan hvað söngurinn hennar kom vel inní lagið þá virkuðu allir hinir öruggari og þéttari fyrir vikið. Öskrin frá söngvaranum fóru nokkurn veginn í bakgrunn, sem var reyndar alveg ágætt. Þetta lag var svona 10x betra en hitt. Og já…annað sem mætti segja, chilla á hallærinu – ekki fara bak í bak ..það fokking sökkar(amk finnst mér það) en það gerðu bassa og annar gítarleikarinn. Alls ekki kúl – en endilega hafa þessa stelpu í bandinu.

Svitabandið – Þessu bandi hafði ég spáð áfram fyrir hvað þeir voru hressir á MH Sull tónleikunum. Þeir voru alveg vel spilandi og þéttir – en það vantaði ákveðin element, einkum bara pure kraft, í þetta til að gera þetta súperdúper. Þeir spiluðu hresst blúsrokk með allskonar pælingum, reyndar í lokin á seinna laginu voru þeir komnir algjörlega í jazz. Ekkert neitt við það að sakast. Voru einnig með prýðilegan söngvara sem kunni að stæla Pál Óskar á sviðinu. Mjög hresst já.

Of Stars We Are – Þessu bandi var ég búinn að spá góðu gengi. Reyndar var mitt álit hlutdrægt/lægt fyrir það leiti að trommarinn er vinur minn. Þeir gerðu þau mistök að velja ekki bestu lögin sín og byrjuðu á rólegasta laginu sínu. Ekki beint grípandi lag og passar ekkert það vel við söngstýl söngvarans. Í næsta lagi sínu fóru þeir í meiri keyrslu með sitt glassjaw-emo-deftones rokk. Kom nokk vel út, ágæt breik hér og þar en kannski of langdregið í endan. Einnig vantaði e-ð uppá þéttleikan. Söngvarinn var samt mjög öflugur og hélt bandinu uppi. Ég veit fyrir vissu að þetta band á miklu meira inni en það sem þeir skiluðu af sér þarna, mæli með að fólk fylgist með þessum.

Innovation – Fannst þessir guttar nokk hressir, samt hallærislegur söngvari þar sem hann gerði kaldhæðið grín að öðrum böndum áður en þeir fóru að spila. Þeir spiluðu samt ágætlega. Hresst pönkað rokk með vænum skammti af sólóum. Þeir voru nokkuð þéttir…en samt…höfðaði einhvernveginn ekki beint til mín. Vantaði einhvern herslumun í þetta.

Aðeins 2 bönd komust upp þetta kvöld, þó svo að ég hefði viljað sjá 3 fara áfram. Mania komust áfram(eins og ég spáði) á sal og Lada Sport komust áfram á dómnefnd og miðað við performance á þessu kvöldi er ég bara nokkuð sammála. Hefði samt viljað sjá of stars we are fylgja með.

Hafsteinn Bergmann Valgeirsson

haffeh

Músiktilraunir 2004 2. tilraunakvöld

Tjarnarbíó 19. mars 2004 kl. 19:00

Zither, Hugsun, Phantom, Screaming Glory, Copy of the Clones, Mammút, Ómíkron, Baath, Somniferium & The Lumskies

2. kvöld músiktilrauna 2004 var í heildina skárra en reynsluleysi hljómsveitanna á kvöldinu áður.

Zither – Fyrsta bandið sem steig á svið. Þessir gaurar spila svona typical pungbindarokk, þó svo að þeir skilgreindu sig sem emo rokk. Komu með ágætar melódíur inní þetta en lögin þeirra voru í því algenga formi verse-chorus-verse-chorus-verse-solo-chorus. Samt voru þeir mjög þéttir á því.

En samt frekar leiðinlegt til lengdar en þeir björguðu því með því að vera eitthvað of hressir, enduðu showið með því að bassaleikarinn skreið undir klofið á gítarleikaranum og lyfti honum upp á öxlunum á meðan þeir kláruðu síðasta lagið. Nettur endir á þessu sveitta pungbindarokki.

Hugsun – Þeir stigu fram á stokk og spiluðu líka pungbinda rokk. Samt ekki beint týpískt því trommarinn söng og það alveg ágætlega. Voru líka ágætlega þéttir, en það voru engar frumlegar pælingar, sama formið og zither ..og önnur 5 bönd voru með á þessu kvöldi.

Phantom – Enn eitt bandið sem spilaði pungbindarokk. En málið með þá að þeir voru e-ð of nervös á því, voru ekki þéttir og söngvarinn var frekar slappur. Skýring fannst við því og var hún sú að þetta band hafði æft 2x fyrir keppnina. Engu viðbjargandi þegar menn spila bjagað pungbindarokk.

Screaming Glory – Sama helvítis rusl pungbindarokkið, varð bara verra með hverju bandinu, þessir voru samt með rólegra spil ..en sama formið og bjánalega sólóið. Þeir voru frekar óþéttir í byrjun en seinna lagið virtist spilast ágætlega…samt ekki nógu gott performance.

Copy of the Clones – Nú var röðin komin af Húsvíkingum. Ég veit ekki hvað er málið með þennan bæ en það er mikil gróska af böndum þar sem er alveg frábært….verst er bara að þessi bönd þurfa að vera meira inflúenseruð af öðru efni en þessu djöfuls pungbindarokki. Þetta band var ALVEG EINS og hin á undan. Nema þessir svona hresstu mann við þar sem maður náði athygli á þeim einkum vegna þess að söngvarinn var dökkur á hörund og mjöööög hress ala “eru ekki allir í stuði”. Fyrir utan það að nokkrir þeirra voru í búningum merktum Völsung. Mér þótti söngvarinn standa sig prýðisvel og var mjög hress á sviði. Samt ekki viðbjargandi – þessi bönd þurfa e-n annan innblástur en þetta sveitta pungbindarokk.

Nú var komið hlé…og mér fannst ég vera búinn að hlusta á eitt band allan tíman …því öll böndin voru friggin eins…

Mammút – Þetta band var allavega ekki pungbindi to the bone. Þetta band var sett saman af 3 stelpum og 2 gaurum. Frábært að sjá stelpur í þessu, meira af því já. Þau voru nokkuð þétt í spili. Spiluðu soldið tilraunakennt rokk. Stelpan sem söng var líka ágæt á hljómborðið sem og í söng, enda minnti hún mig soldið á Björk. Síðan í seinna laginu unnu þau útfrá einu riffi sem var bara helvíti flott. Ágætt band.

Ómíkron – Þetta band var frá friggin Eskifirði og fá þeir kauðar big props fyrir að nenna að koma alla þessa leið. Þessir gæjar spiluðu meiri numetal en pungbindarokk, enda aðeins flottari riff. Það sem þótti merkilegast við þetta band var að trommuleikarinn er einn sá efnilegasti sem ég hef séð og ….hann er AÐEINS 12 ÁRA! Awesome að sjá svona færa spilara á þessum aldri. Söngvarinn spilaði á gítar og skilaði sínu hlutverki vel. Fannst þetta band vera pínulítið líkt þegar Offspring gáfu út Smash plötuna sína. Ágætis rokk.

Baath – Slow shit goin on, komnir í eitthvað rómó stöff, fyrsta lagið greinilega eitthvað copy paste frá Weezer. Fannst ekkert mikið koma til þessa bands…voru alveg að svæfa mig með svona kraftlausum söngi. Þurfa að bæta sig í þessu.

Somniferium – Þetta band hafði ég hlakkað mest til að sjá og spáði ég þeim að þeir myndu taka verðlaunin sem efnilegasta bandið. Varð fyrir pínulitlum vonbrigðum þar sem þeir voru ekki að spila undir getu, væntanlega e-ð stress í gangi. Þeir spila svona experimental sýrurokk, mikið af effecta dóti …frumlegt stöff…notuðu líka e-ð hljóðfæri sem ég veit ekkihvað heitir. Passaði ágætlega inní sýruna…en þeir voru samt ekki að ná að stjórna sýrunni nógu vel. Þeir voru ekki mikið að nota söng, heldur bara talmál í ljóði…sem er líka nokk töff og arty. Einnig komu þeir með smá politcal propaganda og hvöttu fólk til að mæta á verðlaunadæmið á morgun fyrir framan stjórnarráðið. En já, ég mæli með að fólk fylgist með þessu bandi í framtíðinni…tékkið líka á lögunum þeirra á rokk.is og musiktilraunir.is Þetta er öðruvísi en flest allt.

The Lumskies – Hérna var annað dæmi, einskonar tribute til Somniferium, annað svona sýrurokk dæmi. Nema þetta band var ekki jafn þétt og já…þeir þurfa að vera fleiri. Voru fjölhæfir, bassaleikarinn fór af bassanum í miðjulagi til að spila á hljómborð og trommarinn fór á bassa. Síðan í næsta lagi skipti annar gítarleikarinn við trommaran svo hann gæti farið á settið í næsta lagi. Ágætt fusion í gangi …en þeir náðu ekki að stjórna þessu almennilega. Samt alveg frumlegt stöff.

Böndin sem ég valdi voru Somniferium í fyrsta, Mammút annað og Omnikron í 3.

Dómnefndin valdi samt Zither. Þau sáu eitthvað heillandi við pungbindarokkið eða framkomuna á sviðinu – sem var reyndar góð.

Salurinn valdi Mammút og tel ég það vera gott val.

Þetta kvöld var skárra í heildina en samt frekar slakt, 1 merkilegt band komst áfram í kvöld.

Hafsteinn Bergmann Valgeirsson

haffeh

Músiktilraunir 2004 1. tilraunakvöld

Tjarnarbíó 18. mars 2004 kl 19:00

Bertel, Jemen, Costal Ice, Vipera, Touch The Tiger, The Royal Fanclub, Hopeless Regret, Enn ein sólin, Kviðsvið & Underground

Fyrsta kvöldið í Músikþolraunum er búið og stóðst maður þá “hressingu”.

Bertel – fyrsta bandið sem fór á svið, spiluðu svona hresst botnleðjurokk sem var með smá keim af punki. Textarnir þó ekki um neitt..en þeir voru hressir með ágætt stage performance. Eitt fyndið þegar að söngvarinn gargaði þá komu múturs nótur ..nokk skemmtilegt.

Jemen – næstir á svið ..voru góðir á því og byrjuðu að spila þegar annar gítarleikarinn var að stilla effecta og e-ð sem var varð til þess að þeir duttu smá úr takt. Mér fannst söngurinn vera alveg skelfilegur, eitt bætti þó bandið og það var trompetleikarinn. Hann kom með flott spil í þetta. Hinir voru ekkert að meika það.

Costal Ice – Þessir gaurar lookuðu evil darkness bitchmetallic …annar með BC Rich Warlock gítar og hinn með einhvern álíka glamgítar. Verst hvað effectinn á warlockinum var skelfilegt. Veit ekki hvort það var hljóðmanninum að kenna en þeir sounduðu mjög kraftlausir… söngurinn var líka kraftlaus…svona talmál … gerði ekki góða lukku. Reyndar í einu laginu komu þeir með 2 alveg bilað flott metal riff ..alveg good shit og grípandi en ekki við bjargandi.

Vipera … hef ekkert gott að segja um þá …ætluðu líka að vera pro þar sem hljómborðsleikarinn var með 2 hljómborð!! PRO GAUR! En samt ekki…byrjunin á fyrsta laginu hljómaði eins og e-ð led zeppelin lag…síðan fór það í einhverja þvælu.

Touch the Tiger – Jesús Kristur Satan María og Júdas….fyrsta glamrokk band sem ég hef séð á Íslandi(fyrir utan Sign). Þessir gaurar voru með þetta á hreinu, löbbuðu allir uppað örðum í spilinu bak í bakog tóku góðar pósur með gítarana á lofti…en að tónlistinni …….skelfilegt glamúr. Skelfilegt að því leitinu til að lagasmíðarnar voru alls ekkert grípandi, heldur mjög þreyatandi eftir því sem leið á lögin.

Hlé – nú gat maður tekið smá timeout til að byggja sig upp fyrir seinna roundið.

The Royal Fanclub – Eina bandið sem náði að groova e-ð á sviði, fannst söngurinn samt ekkert spes ..sérstaklega að gæjinn var ekki kominn í mútur. Bassaleikarinn var nokkuð góður á því og gaurinn á bongótrommunum. Gítarólin hjá söngvaranum gaf sig líka ..þeir náðu samt að redda sér pent úr þeim málum. Fannst þeir lang skástir af þessu.

Hopeless Regret – Okkar stríðsmaður… Loftur á vellinum – hann var í góðum gír. Samt var soundið e-ð fokkt hjá þeim ..heyrðist ekkert í bassa og gítar …söngurinn yfirgnæfði allt… og þótti það ekki fara vel í crowdið ..enda frekar gróft efni þar á ferð. Fannst þeir ekkert sérstaklega þéttir.

Enn Ein Sólin – Þessir voru svona reyna vera hressir, tókst misvel. 1 gítarleikarinn var með einhvern flying v gítar og virkilega kúl á því en hann var eins og stytta á sviðinu meðan hinir voru á amfetamínsterum og mjög virkir. Tónlistin var ágætt metalrokk samt ekkert til að hrópa húrra fyrir.

Kviðsvið – eitthvað gítarpikk dæmi út öll lögin …eða næstum því ef það var ekki kom eitthvað bilað ljótt sound á gítarinn …fór ekkert vel í mig.

Underground – eitthvað grunge band sem var ekkert grunge, vantaði líka söngkonu ….þar sem einn gaurinn þurfti að covera fyrir hana….hann var alveg skelfilegur söngvari. Þeir voru mjög rólegir á því ..samt eiginlega of rólegir..vantaði allt power í þá.

Eftir þessar þolraunir var eiginlega augljóst hverjir komust áfram og það voru The Royal Fanclub á dómnefnd og Bertel á sal. Þau voru einmitt böndin sem ég hefði kosið að sjá fara áfram og var ég því sáttur.

Hafsteinn Bergmann Valgeirsson

haffeh

Strapping young lad

Kanadíska bandið Strapping young lad hefur endurnýjað samning sinn við Century Media upp á 2 breiðskífur.
Bandið hefur lokið við DVD mynddisk sem inniheldur m.a. efni frá tónleikum í Vancouver og ýmis fíflalæti.
Ný plata er í smíðum og verður hún unnin í samvinnu við Daniel Bergstrand, sem var pródúsent á plötunni City. Efnið verður í kaótískari kantinum
og meðal lagatitla eru: Love, Imperial, Jux, Black Infinite, Zen Of Metal

dordingull.com í kvöld

Í kvöld er heljarinnar þáttur.

Meðal efnis:
Lög af nýlegum Guns ‘n Roses Tribute disk
nýtt með Killswitch Engage
nýtt með Clutch
í viðbót við heilan helling af nýlegu efni í blandi við gamalt og gott rokk.

Frá klukkan 23:00 – 01:00
á xinu 977

A Perfect Circle

Von er á því að hljómsveitin A Perfect Circle fari í dvala eftir lok tónleikaferðalags sveitarinnar í júní. Söngvari sveitarinnar ætlar að fókusa nánar að hljómsveitinni Tool á meðan Billy Howerdel ætlar að fara vinna að sólóplötu.