Austurbæjarbíó 26. mars 2004 Kl. 19:00
The Royal Fanclub, Form Áttana, Tony The Pony, Brothers Majere, Zither, Bertel, Manía, Lada Sport, Driver Dave, Kingstone & Mammút
Úrslitakvöld músiktilrauna var haldið með pompi og prakt 26. mars.
Dáðadrengir – Sigurbandið frá því í fyrra byrjuðu á að hitta upp fyrir liðið með 3 lögum. Mér finnst þeir vera ekki jafn þéttir og maður sá þá síðast þegar þeir unnu. Kannski útaf því einn þeirra var veikur, hver veit..
annars, kvöldið byrjað!
The Royal Fanclub – Þeir byrjuðu kvöldið, ágætt sound og allt það en virkaði mjög langdregið. Lögin þeirra voru einfaldlega of löng. Virtust oft vera klára lögin (enda formúlan á forminu þeirra nokkurnveginn á enda runnin) en þá kom einhver taktskipting og þeir fóru að spila e-ð allt annað. Ég hélt ekki mikilli athygli yfir þeim og orðinn strax þreyttur. Þetta virkaði eins og þeir hefðu verið að spila 5-6 lög. Ættu að stytta lögin sín og einbeita sér að fullkomna þau í stað þess að bæta nýjum og nýjum köflum í þau.
Form Áttana – Nokkuð svipað dæmi þar á ferð. Nema að þeir spiluðu sín lög ekkert það lengi eins og royal fanclub. Málið er að þeirra lagasmíðar eru ekkert fjölbreyttar. Sama hvar maður hlustar á í laginu, þá er það allt sama laglínan/takturinn. Mæli með að fólk tékki á þessu með því að downloada lögum þeirra musiktilraunir.is og spóla fram í einhverja parta af handahófi. Virkar ávallt eins. Þessir þurfa bara að vera fjölbreyttari í spili ef þeir eiga að halda athygli manns.
Tony The Pony – Þessu bandi missti ég af á tilraunakvöldi. Hinsvegar sá ég þá á músiktilraunum að þeir hafi ekki verið bara hressari þá. Hinsvegar eru þeir miklu þéttari í dag, en þessi lög voru ekkert að heilla mann neitt sérstaklega. Ég persónulega skilgreini þá sem eitt af þessum sígildu pungbindarokkböndum. Mér finnst vanta elementið í þessi bönd til að gera einhver almennileg frumleg riff í staðinn fyrir þetta hefðbundna litlausa nótnadót. (leiðréttið mig ef þeir nota ekki CGF..og þannig nótur)
Brothers Majere – Enn annað band sem ég missti af á þessum tilraunum. Ég hafði búist við miklu af þeim – fannst þeir líka vel þéttir í fyrstu 2 lögunum. Doublekickerinn var með vesen hjá sindra og var nokkurnveginn óvirkur. Þetta leiddi til þess að soundið varð eitthvað fokked (einnig e-ð þung bassaslag sem kom af og til) sem varð til þess að bandið virkaði ekki nógu þétt. Greyið þeir að lenda í svona veseni.
Þeir fá samt nokkur prik fyrir frábær gítarriff- og melódíur.
Zither – Eina pungbindarokkbandið sem er e-ð catchy. Það er e-ð við þessa gaura sem ég fíla, samt á ég erfitt með að umbera þá. Mér fannst flott hvernig samsetning á söngnum er hjá þeim. Hinsvegar eins og ég sagði með TTP, þá vantar e-ð element í gítarspilið þeirra til að ná manni. Þeir voru samt helvíti þéttir og með góða sviðsframkomu en það eru of flatar pælingar í gítarspili.
Bertel – Þetta band fannst mér vera hresst á tilraunakvöldi, en í kvöld fannst mér vanta eitthvað í þetta. Hugsanlega of þreyttur eftir frekar langdregið kvöld framan af keppni, þar sem textarnir fóru soldið í taugarnar á mér (sérstaklega laginu rokkogról). Get ekki fundið neinn jákvæðan hlut við bandið. Mín skilaboð til þeirra eru að skrifa fyndna og catchy texta – þá smellur það betur við þessa hressu músik sem þeir spila.
Hlé
Manía – Oftast hefur það verið sagt að bandið sem fær að byrja strax eftir hlé eigi besta möguleikana á að vinna? Eða hvað? Það stoppaði þá soldið að vandræði urðu með rafmagn og brunakerfi. Engu að síður fannst mér spilið þeirra vera nokkuð nett. Einnig að gítarsoundið þeirra var alveg rock solid (þökk sé Gibson?). Söngvarinn sem ég hafði einnig lofað áður skilaði sínu hlutverki nokkuð vel. Hann tók nokkrar growl/garg rispur sem vöktu smá athygli – væri til í að sjá hann taka einhvern gamlan mínusslagara og sjá síðan til. Þetta band gerði lítil sem engin mistök, samt pínu langdregið í endan en það kom ekki að sök.
Lada Sport – Nútímahippinn hann Stefnir söngvari hressir og kætir alla. Örugglega fyndnasti maðurinn á svæðinu, en það kemur tónlistinni ekkert við. Eins og ég hef sagt áður þá finnst mér Lada Sport vera mjög þéttir, en það vantar e-ð auka krydd til að skreyta lögin þeirra (gæti líkt þessu við nýbakaða köku sem væri ekki búið að setja neitt nammi á). Þeir lentu í vandræðum með annan gítarinn en það hafði engin slæm áhrif á spilið þeirra, virkaði bara jákvætt jafnvel. Annars finnst mér ekkert slæmt né gott við þessa hljómsveit. Mættu reyna finna nammi til að setja á kökuna sína.
Driver Dave – Metalband frá Hveragerði. Fílaði þetta band meira en ég gerði áður. Þeir eru alveg vel þéttir. Finnst jákvætt hvað þeir nota mörg frumlegt riff í sínum lögum, svo ekki sé talað um bassalínuna í fyrsta laginu. Söngvarinn virkaði samt e-ð óöruggur, sérstaklega þegar hann fór of nálægt monitor þegar hann tók growlin. Samt skemmtilegt hvað það koma miklar Systemofadown og tool pælingar í söng. Hef ekkert meira að segja að þetta band ætti að halda áfram á sömu braut, þeir eru á leiðinni í rétta átt.
Kingstone – Þetta er band sem vinir mínir eru í og þessvegna ætti fólk ekkert að taka mig neitt það alvarlega. Ég fíla þeirra tónlist mjög vel, en í kvöld virkaði gítarsoundið alls ekki þétt – hverjum að kenna? hljóðmanni? magnara? gítarleikara? Ég skal ekki segja. Þetta dróg þá töluvert niður. Eiga samt alveg mjög góð lög. Þetta band er á réttri leið en voru því miður óheppnir í kvöld með soundið.
Mammút – Ég veit ekki hvað skal segja um þessar. Það var alveg ljóst að þau skiluðu sínu hlutverki vel. Fann samt ekki fyrir neinum mindblowing áhrifum á þessu bandi. Þau eru samt að gera athyglisverða hluti og er þeim líkt við sykurmolana. Þetta var bandið sem kom öllum að óvart. Ég sé ekkert neikvætt við þau né e-ð sérstaklega jákvætt. Þau eru samt á réttri braut.
– keppni lokið –
Leaves – Sá sem fékk Leaves til að spila ætti að drekka hugsanlega 2L af klósettvatni, svona aðeins til að hressa sig. Skil ekki þá pælingu að fá sefandi hljómsveit eftir svona maraþon. Fólk þarf hressleika á borð við Dark Harvest eða Búdrýgindi en ekki eitthvað rólegt efni sem Leaves bjóða uppá. Fór því bara fram, ekki mitt te sem þessir kumpánar spila.
– úrslit –
1. Sæti : Mammút … já… já..hmm..kemur á óvart..skil samt ekki pælinguna að velja þau #1. Samt eflaust góð ástæða en ég get bara ekki ímyndað mér hana(nema það sé eitthvað propaganda trick til að fá fleiri stelpur til að taka þátt?). Samt alveg ágætis band. Finnst þessi sveit bara ekki eiga það skilið miðað við önnur bönd (þá tillit tekið til músikpælinga og hljóðfæraleiks)
2. Sæti: Lada Sport …kom líka á óvart, þetta er band sem er alveg þétt en með engar flottar pælingar.
3. Sæti : Tony The Pony, mér finnst alveg skelfilegt að það sé verið að verðlauna pungbindarokk. Ég vona að þeir fari að spila einhverja öðruvísi tónlist. Þetta kom mér mjög á óvart. Ef pungbindarokk á að verðlauna – þá hefðu Zither verið fýsilegri kostur.
Athyglisverðasta bandið – Mammút…þau áttu þessi verðlaun skilið. Alveg.
Besti Trommari : Halli í Lödu Sport .. já veistu…það var ekkert um einhverja trommara sem skáru sig úr..þannig að mér er nokkurnveginn sama.
Besti bassaleikari: Árni minnir mig að hann hafi heitið og er í Driver Dave. Hann á þessi verðlaun fullkomnlega skilið.
Besti gítarleikari: Gaurinn í Feedback – hef sjaldan séð jafn skemmtilegri gítarleikara á sviði. Vel valið!
Besti söngvari/kona : Katrína í mammút. Ég veðjaði á hana eða Benna í Maníu. Þau 2 áttu þetta bæði skilið en það verður ekki bæði sleppt og haldið. Fínt pikk. og eina spáin mín sem rættist…
Besti hljómborðsleikari : Gaurinn úr Hinir Eðalbornu …ekki mikil samkeppni þar eins og í trommuleiknum. Sléttsáttur með það.
Mitt álit miðað við þetta kvöld
1. Manía
2. Brothers Majere
3. Driver Dave
4. Kingstone
5. Lada Sport
Annars vil ég einnig minnast á það að þessi bönd áttu meira skilið að komast inná lokakvöldið en önnur(nefni engin nöfn)
Somniferium
Of Stars We Are
Feedback
Betúel (því þeir voru svo hressir)
Ég vil þakka pent fyrir mig og fyrir ykkur sem nenntuð að lesa bullið mitt.
Hafsteinn Bergmann Valgeirsson
haffeh