Hljomsveitin Violent Femmes mun spila hér á landi þann 22.apríl næstkomandi, hverjir eru með?
Month: febrúar 2004
Rokkið xinu í kvöld
Munið dordingull.com á xinu 977 í kvöld. þátturinn hefst klukkan 23:00 og stendur til klukkan 01:00. Það verður rokkað.
Alabama Thunderpussy komnir með níjann söngvara
Eins og allir ættu að vita í fullkomnum heimi, hætti Johnny Throckmorton söngvari Alabama Thunderpussy til 6 ára nílega í bandinu. Nú hafa suðurríkja rokkararnir tilkinnt að níji söngvarinn þeirra heiti John Weills, sem að ég kann nú ekki meiri skil á, nema þau að hann kemur frá Colombus, Ohio.
Taflan í smá pásu.
Tafan verður því miður að fara í nokkra daga pásu vegna mikils álags á allan dordingull.com vefinn. Ekki örvænta því að von er á því að taflan komi upp aftur og þá ætla ég að vona að hún gangi eitthvað betur eftir breytingar.
Þar sem þetta álag á töfluna er svo mikið, hefur allur dordingull.com vefurinn verði af og til niðri. Út af þessu var ákveðið að taka allan vefinn í gegn og því var taflan tekin burt um stundarsakir. Taflan mun samt sem áður opna aftur (óbreytt væntanlega), en einn stór og mikill kostur er við þetta að hún mun síðan (vonandi) ekki hafa áframhaldandi áhrif á restina af dordingull.com vefnum.
Fyrir ykkur sem notendur töflunnar ætti þetta að breyta litlu, en fyrir allar þær hljómsveitir og aðra vefi sem geymdir eru á dordingull.com þá breytir þetta mjög miklu.
Harum Scarum Myndir
Setti loksins inn myndirnar af þessum tónleikum
Harum Scarum (erlendar sveitir á Íslandi)
Hrydjuverk
Hölt Hóra
Innvortis
Heiða og Heiðingjarnir..
rosaaaaaaaaa fjör
Paul Bostaph í Testament
Paul Bostaph fyrrum trommari Slayer(og fleiri) hefur komið til liðs við Testament og fyllir þar í skarðið fyrir John Tempesta sem hættir störfum. Ný plata er í smíðum hjá bandinu og kemur hún út í sumar.
In Flames myndband
hér gefur að líta myndbandið við lagið Quiet place
http://www.standablaze.de/download/In_Flames_-_The_Quiet_Place-javis-HDP.mpg
Headbanger’s Ball túrinn 2
Það sittist í nýja tónleikaröð undirnafni Headbanger’s Ball þáttarins, en í þetta skiptið hafa hljómveitirnar Hatebreed, Damageplan og Drowning Pool ákveðið að taka þátt. Ekki er enn vitað hvenær þessi tónleikaferð hefst an ég mun væntanlega skella því hér í fréttir þegar þær fregnir berast.
Ozzfest
Sögur eru í gangi um að hljómsveitirnar Slayer, Judas Priest og Slipknot muni fara verða á Ozzfestinni þetta árið, en sjálfur Ozzy Osbourne mun vera aðal númerið þetta árið. Þessi tónleikaröð hefst í júlí og má eiga von á því að hún verði að mestu haldin í bandaríkjunum.
Queens of the stone age framhald…..
Svo virðist vera að fréttastofa MTV hafi haft rangt fyrir sér varðandi framtíð hljómsveitarinnar Queens of the stone age. En fréttastofan sagði frá því að fyrrum meðlimir Screaming Trees væru nú komnir í bandið, en það virðist vera rangt. Samkvæmt seinustu fréttum er Josh Homme einn eftir í bandinu, og hafa því margir farið að efast um framtíð sveitarinnar.