Í dag skellti ég upp nýjum dálkahöfundi (það var mikið), en hann kalli (Karl Jóhann Jóhannsson) spyr í sínum fyrsta dálki hvar þið voruð árið 1943. Í dálknum fjallar hann meðal annars um kynþáttafordóma. Í viðbót vill ég endilega hvetja alla dálkahöfunda að hafa samband og skrifa jafnvel 1 dálk eða svo til að skella upp á dálkasíðuna.
Í viðbót við dálkinn þá skellti ég upp myndbandi hljómsveitarinnar Brothers Majere við Straight edge lagið, og er því hægt að hlaða því niður af myndbandssíðu harðkjarna.
Einnig var ég að uppfæra spuringuna hér á harðkjarna, fyrir nokkrum dögum uppfærði ég svo útgáfulistan.
Þar endar þetta ekki því ég skellti upp nokkrum myndum sem mér voru sendar fyrir nokkrum dögum og eru þetta myndir af hljómsveitinni Fighting Shit og voru þessar myndir teknar í Smáraskóla (af Jóni Alfreð).
Í næstu viku vonast ég svo til að upp komi ný hljómsveit vikunnar, í viðbót við plötudómar og jafnvel eitthvað fleira..