Month: janúar 2004

Uppfærslur á harðkjarnavefnum

Í dag skellti ég upp nýjum dálkahöfundi (það var mikið), en hann kalli (Karl Jóhann Jóhannsson) spyr í sínum fyrsta dálki hvar þið voruð árið 1943. Í dálknum fjallar hann meðal annars um kynþáttafordóma. Í viðbót vill ég endilega hvetja alla dálkahöfunda að hafa samband og skrifa jafnvel 1 dálk eða svo til að skella upp á dálkasíðuna.

Í viðbót við dálkinn þá skellti ég upp myndbandi hljómsveitarinnar Brothers Majere við Straight edge lagið, og er því hægt að hlaða því niður af myndbandssíðu harðkjarna.

Einnig var ég að uppfæra spuringuna hér á harðkjarna, fyrir nokkrum dögum uppfærði ég svo útgáfulistan.

Þar endar þetta ekki því ég skellti upp nokkrum myndum sem mér voru sendar fyrir nokkrum dögum og eru þetta myndir af hljómsveitinni Fighting Shit og voru þessar myndir teknar í Smáraskóla (af Jóni Alfreð).

Í næstu viku vonast ég svo til að upp komi ný hljómsveit vikunnar, í viðbót við plötudómar og jafnvel eitthvað fleira..

Munið þátt kvöldsins!

Þátturinn dordingull.com er í kvöld að (eins og öll miðvikudagskvöld) og er því tilvalið að hlusta á útvarpið í kvöld frá klukkan 23:00 til 01:00. Fyrir ykkur sem ekki náið útsendingum xins í útvarpinu, kíkið þá á heimasíðu xins og hlustið á netinu með því að smella á “Xið 977 á netinu” (efst á síðunni).

Nánari upplýsingar um þáttinn og tónlistina sem í honum er spiluð er hægt að finna á eftirfarandi síðu: dordingull.com á xinu

Evergrey

Evergrey eru byrjaðir að vinna að nýrri plötu sem ber titilinn “The Inner Circle.” Tom Englund söngvari og gítarleikari prósúserar plötuna sem kemur út í vor
Einnig munu þeir endurútgefa fyrstu 2 plöturnar sínar “The Dark Discovery” og “Solitude*Dominance*Tragedy” með nýju artworki og bónuslögum.

Heaven Shall Burn

Þýsku íslandsvinirnir í Heaven shall burn hafa gert útgáfusamning við Century Media útgáfuna. Sveitin mun gefa út diskinn Antigone með hjálp útgáfunnar 26. apríl næstkomandi, en diskurinn verður einnig til í sérstakri pakkningu þar sem finna má tvö aukalög. Á disknum verður að finna eftirfarandi lög: (en fyrir ykkur sem hafið áhuga endilega athugið nöfnin á Outro lögunum á disknum)
01. Echoes (Intro)
02. The Weapon They Fear
03. The Only Truth
04. Architects Of The Apocalypse
05. Voice Of The Voiceless
06. Numbing The Pain
07. To Harvest The Storm
08. Rìsandi Von (Outro)
09. Bleeding To Death
10. Tree Of Freedom
11. The Dream Is Dead
12. Deyjandi Von (Outro)

Clutch

Í lok mars er von á nýjum disk frá hljómsveitinni Cluch. Nýji diskurinn hefur fengið nafnið “Blast Tyrant” og verður hann gefinn út af DRT Entertainment. Hljómsveitin fór að þessum disk öðruvísi en vaninn er og ákvað að nota sem minnst að hljóðrásum við upptökurnar. Í viðbót við það voru textarnir að mestu samdir í hljóðverinu til að gefa þessu svona sérstaka tilfinningu. Á disknum verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “La Curandera”
02 – “Mercury”
03 – “Swollen Goat”
04 – “Weather Maker’s Delight”
05 – “Worm Drink”
06 – “Army Of Bono”
07 – “Ribonucleic Acid Freak Out”
08 – “Ghost”
09 – “The Regulator”
10 – “Spleen Merchant”
11 – “Cypress Grove”
12 – “WYSIWYG”
13 – “Promoter”

Harum Scarum á íslandi

Í næsta mánuði er von á bandarísku kvenna pönk sveitinni Harum Scarum. Til að undirbúa ykkur fyrir þessa tónleika ráðlegg ég ykkur að kíkja á heimasíðuna http://www.dordingull.com/tonleikar en þar er að finna nánari upplýsingar um sveitina í viðbót við nokkur tóndæmi á mp3 formatti.