Month: desember 2003

I ADAPT – UK tour

Já…. fyrir áhugasama

Setti inn alveg helling af myndum af i adapt túrnum (bæði tónleikar og hangout)
þær eru í frekar lélegri upplausn til að létta 56k notendum að skoða þetta og til þess að adsl fólkið klári ekki kvótann..

ath. það á eftir að bæta við kommentum um myndirnar en það ætti að koma inn á næstu dögum

er í i adapt möppunni -> uk tour.. skiptist niður í dagana..

Gleðileg Jól

Við hér á harðkjarna vefnum viljum óska öllum kristnum og andkristnum rokkurum gleðilegra jóla um leið og við þökkum ykkur fyrir að kíkja á síðuna okkar núna í ár. Kærar þakkir og vonum bara að næsta ár verði jafn fjölbreytt í tónleikahaldi og það sem nú er að líða.

Góðar stundir

Katatonia

sænsku drengirnir ætla að fara í lítinn skandinavíutúr í febrúar og vinna að DVD
sem inniheldur hljómleika frá pólsku borginni Kraká frá apríl 2003
Einnig verða 2 óútgefin lög frá síðasta disk Viva Emptiness á mynddisknum

nýtt frá My dying bride

ensku dómsdagsmetalhausarnir nefna nýju plötu sína og þeirra áttundu breiðskífu “Songs of Darkness, Words of Light” plötukoverið var hannað af Andy Green (sem gerði einnig koverið fyrir Like Gods of the Sun)
tvö hljóðdæmi af plötunni má finna hér
my wine in silence
the price of beauty
og á þessum link má sjá stórt kover af plötunni
http://www.mydyingbride.org/releases/images/sleeves/sodwol.jpg