Month: nóvember 2003

Mínus

Bretlandstúr Mínus manna hefur gengið vonum framar. það hefur verið uppselt á alla tónleika mínus í brtelandi so far og óhætt að segja að áhugin á bandinu hafi aldrei verið meiri. Í nýjasta hefit Metal hammer er heilsíðu grein um Bassafantinn sjálfann, má þar með segja að hann sé orðin þungarokksstjarna á heimsmælikvarða. Þetta metal Hammer blað fer að koma til Íslands á komandi vikum.

Meira af mínus

Tilkynnt hefur verið að hljómsveitin Mínus hitar upp fyrir Muse í Laugardalshöllinni sunnudaginn 7. desember nk. Mínus eru á tónleikaferðalagi um Bretland sem stendur með hljómsveitunum Million Dead og Jarcrew. Síðustu tónleikarnir í þessari ferð verða á Kerrang hátíð í Garage í London þirðjudaginn 2. desember nk. Hljómsveitin lýkur ferð sinni til Bretlands með útvarpsupptökum á XFM á miðvikudaginn í næstu viku og koma til Íslands á fimmtudaginn.

Í desember hefti Metal Hammer eru Mínus lofaðir fyrir tónleikahald sitt á Airwaves hátíðinni og hljóta 9/10 í einkunn. Í dómnum segir meðal annars að kvintettinn fá eyru fólks (og hjörtu stúlkna) um víðan heim til að blæða. Gagnrýnandi klikkir út á þeim orðum að þessir svölu óþekktu skandínavar séu eldfimari en stórstjörnum Bandaríkjanna í þessum geira.

Þá lofar Metal Hammer framlag Mínuss á European Unionsem er 6 laga diskur gefinn út af nýju bresku neðanjarðarfyrirtæki sem nefndist Captain of Industry. Mínus eiga þar þrjú lög og Svissneska hljómsveitin Faves á 3 lög. Gagnrýnandi segir Mínus áhugaverðari hljómsveitina af þessum tveimur.

Talað er um þá sem týnda hlekkinn á milli Deftones og Sigur Rósar en þó með óendanlega mikið meiri orku.

Fyrsta smáskífa Mínuss verður gefin út janúar nk. í Bretlandi.

Aðventukvöld Andkristnihátíðar

Tónleikar verða haldnir á Boomkikker undir þessu nafni á laugardagskvöldið 29.11. nk. Fram koma

FORGARÐUR HELVÍTIS
SÓLSTAFIR
WITHERED

Forgarður og Sólstafir munu leika nýtt efni í bland við gamalt. Withered er ungt black metal band sem er að gefa út sitt fyrsta demo. Meðlimir voru áður í sveitunum Níðheggi og Myrkraöfl.

Frítt inn

18 ára aldurstakmark og ætti hávaðinn að byrja uppúr 22.00

Sub Dub Micromachine í kvöld

Þýska metal sveitin Sub Dub Micro Machine mun spila á leika á Grand Rokk ásamt íslensku stoner snillingunum í Brain Police. Sveitin er hingað komin í tengslum við frumsýningu á myndinni Achung-wir-kommem sem fjallar víst um rokkmenningu í austur þýskalandi fyrir sameiningu Þýskalands. Miðasala er hafin í Dogma á Laugarvegi og kostar litlar 2000.kr inn. Fyrstu 200 sem versla sé miða á þessa tónleika fá einnig miða á myndina Achung-wir-kommem sem verður sýnd í Háskólabío frá 29. nóvember. Hægt er að hlust á tóndæmi með sveitinni á eftirafrandi heimasíðu http://www.sdmm.de/ Þetta ætti að vera hörku fjör, sérstaklega fyrir fólk sem fílar hljómsveitir á borði við Sepultura, Soulfly, Fearfactory og Rammstein.

Töfluvesen

Heljarinnar vesen er búið að vera á töflunni í dag vegna of mikils álags. Svo virðist vera að síðan ráði bara ekki við álagið. Orsökin er að öllum líkenum að of mikið af fólki er á töflunni að hverju sinni og möguleiki er að eitthvað að fólki þarna úti séu með meira en einn glugga opinn í einu, en svoleiðis rústar síðunni og framtíð töflunnar. Möguleiki er að töflunni verði lokað með þessu áframhaldi bara svo hægt sé að halda uppi dordingull.com vefnum sem heild. Einnig er mögulegt að ég finni einhvern íslenskan server sem mun þá væntanlega sjá um töfluna og aðeins töfluna sem hluta af síðunni.

Give up the Ghost og Hope Conspiracy á Íslandi

Tónabær 25.nóvember 2003

Fighting Shit, Dys, Andlát, Iadapt, Give up the Ghost og Hope Conspiracy

Það er alltaf gaman þegar erlendar hljómsveitir koma við á landinu, það myndast yfirleitt svo skemmtileg stemming meðal tónleikagesta, sem gerir tónleikana mun skemmtilegri fyrir vikið.

Fyrsta band á svið voru trúðarnir í Fighting shit og var greinilega takmarkið hjá sveitinni að láta að taka eftir sér. Meðlimir sveitarinnar voru klæddir í allskonar búninga, og sýnir það kannski að þrátt fyrir hraða og hráa takta sveitarinnar þá eru þeir að minnstakosti með húmor. Persónulega finnst mér aðeins hægari lögin skemmtilegri með þeim, að minnstakosti koma þau best út á tónleikum. Hljóðið í salnum var ekki upp á sitt besta á meðan þeir spiluðu, það var eins og græjurnar væru stilltar allt of hátt og takmark kvöldsins væri að sprengja eyrun á fólkinu. Það hafði nú samt ekki mikil áhrif á flesta tónleika gesti þar sem fólk var þarna til að skemmta sér og var þetta mjög góð byrjun á þessum skemmtilegu tónleikum. Hávaða vandamálið var enn ekki komið í lag þegar DYS stigu á svið, og ákvað ég því að vera frammi til að ná hreinlega að heyra almennilega í tónlistinni. Eins og alltaf voru Dys íslenskri rokk/pönk menningu til sóma. Textar og læti sveitarinnar virðast alltaf ná að gera tónleikagesti ánægða og það er að sjálfsögðu ekkert nema gott mál. Þriðja band á svið voru metalkóngar íslands: Andlát. Andlát er eitt af mínum uppáhalds sveitum hér á landi og var því mikil tilhlökkun að sjá þá (eins og alltaf). Þar sem hver sveit spilaði stutt sett held ég að Andlát hafi ákveðið að hafa “best of” sett hjá sér, því að sveitin spilaði hvern slagarann á eftir öðrum. Siggi T söngvari náði að gera gott úr gítarveseni sveitarinnar og fékk fólkið til að mynda tvær raðir í salnum eins og vinsælt hefur verið í rokkinu. þegar sveitin byrjaði svo aftur þá trylltist salurinn með stæl. Andlát voru einstaklega þéttir þetta kvöldið. Síðasta íslenska band kvöldsins (I adapt) var næst á svið og var komið að harcore tónlist eins og hún gerist hvað best. Ég held að ég hafi aldrei séð Birki jafn trilltan á sviði (ja nema kannski þegar hann slasaði sig á thomsen á sínum tíma). Krafturinn í sveitinni var einstakur og var sveitin vægast sagt góð í þetta skiptið.

Fyrri aðal hljómsveit kvöldsins var Boston bandið Hope Conspiracy (sem meðal annars innihaldur fyrrum meðlimi Harvest og Piecemeal). Eftir að hafa hlustað þó nokkuð á bandið fyrir tónleikana þá bjóst ég ekki við neinu öðru en góðri skemmtun frá bandinu, og það fékk ég heldur betur. Hope Conspiracy voru frábærir að mínu mati og vægast sagt band kvöldsins. Krafturinn. lætin og lagaval sveitarinnar var frábært. Sérstaklega fannst mér skemmtilegt þegar sveitin tók lög á borð við “Fallen”, “Violent and grey” og “Deadman” (circle pitturinn var flottur) af Endnote í viðbót við flest allt af sem sveitin spilaði af Cold Blue plötunni. Gaman að sjá svona mikla spilagleði og skemmtun hjá bandi sem er að ljúka tónleikaferðalagi.

Loka band kvöldsins var svo hljómsveitin Give up the Ghost. Hljómsveitin spilar hraða hardcore tónlist og var því kominn tími fyrir flesta að hreyfa sig enn meira í pittinum, en ég held að flest allir tónleikagestir (sem voru á annaðborð að dansa eða hreyfa sig) hafi verði ansi þreyttir eftir tónleikana. Ég hafði áður séð hljómsveitina spila (þá sem American Nightmare), en í þetta skiptið fannst mér þeir fínir ( en fyrra skiptið heillaði mig ekkert sértaklega). Hljómsveitin var í þetta skiptið mun orku meira og var söngvarinn mun “spastískari” í þetta skiptið. Það vantaði ekki kraftinn í bandið og held ég að flestir hafi skemmt sér mjög vel, þá sérstaklega aðdáendur sveitarinanr sem virðast vera þó nokkrir hérna á landi.

Ég hef lagt það í vana að mæta snemma á tónleika, enda sæki ég ekki tónleika einungis tónlistarinnar vegna. Það fer í taugarnar á mér þegar tónleikastaður er ekki opnaður á auglýstum tíma. Tónleikastaðurinn opnaði hálftíma og seint og meðan maður beið úti í kuldanum. Loksins þegar opnað var þá gekk greiðlega að koma fólkinu inn í hús sem er að sjálfsögðu ekkert nema gott. Í heildina voru þetta mjög góðir tónleikar. Ég skemmti mér hvað best við andlát, i adapt og snillingana í Hope Conspiracy, og ætla ég rétt að vona að ég sái Hope Conspiracy einhverntíman aftur á tónleikum þar sem þetta er frábært band, afbragðs skemmtun.

Valli

Dálkarnir

Rétt í þessu var að ég að skella in tveimur nýjum dálkum eftir Snorra nýjasta dálkahöfund harðkjarna. Í dálkunum sínum, dálkarnir nýju bera nöfnin “anticon” og “daugthers”. Einn dálkahöfundur ákvað nýlega að hætta skrifum sínum á síðuna, og er því nóg pláss fyrir ykkur sem viljið skrifa dálk á síðunni.

Seemless

Hljómsveitin Seemless hefur skellt laginu “The Wanderer” á mp3 formatti á heimasíðu sína. Lagið verður að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar sveitarinnar sem gefin verðu út af Losing Face útgáfunni í byrjun næsta árs. Hægt er að hlusta á lagið með því smella hér

Unearth

Unearth hafa valið snillinginn Adam Dutkiewicz (úr Killswitch Engage) til að pródúsera sína næstu plötu. Upptökur hefjast í febrúar á næsts ári og er ætlunin að gefa diskinn út í Júní af Metal blade útgáfunni.