Month: október 2003

Hryðjuverk

Hljómsveitin Hryðjuverk sendir frá sér sýna fyrstu smáplötu núna um helgina. Platan ber nafn sveitarinnar og má búast við því að sveitin haldi útgáfutónleika um miðjan nóvember mánuð, en nánar að því þegar allt er staðfest. Platan (sem inniheldur 6 lög) er gefin út af nýju útgáfufyrirtæki Hrydjuverk Records, sem væntanlega munu halda áfram að gefa út efni núna í vetur. Diskurinn verður til sölu á Húsavík núna um helgina, í viðbót við að vera seldur í Gagnauganu. Einnig má búast við að hann verði seldur í minni plötu búðum (plötubúð valda, 12 tónar, Þruman ofl..) á næstu vikum.

Melvins Tribute

Hljómsveitirnar Meshuggah, Strapping Young Lad, The Dillinger Escape Plan, High on Fire og Dog Fashion Disco eru meðal þeirra hljómsveita sem hafa staðfest sína aðild að tilvonandi tribute disk hljómsveitarinnar Melvins. Diskur þessi verður gefinn út af Fractured Transmitter Records útgáfunni sem er í eigu söngvara Mushroomhead, Jason Mann. Diskurinn hefur fengið nafnið “We Reach: The Music Of The Melvins” og verður það Derek Hess sem mun myndskreya plötuna að þessu sinni.

Andlát

Það eru heldur betur stórar fréttir úr herbúðum þeirra Andlát manna, þar sem hljómsveitin hefur nú gert útgáfusamning við Hopewell útgáfunna í tékklandi. Búast má við því að platan verði gefin út í byrjun næsta árs. Einnig er mögulegt að þessu fylgi tónleikaferðalag um Evrópu á næsta ári en það hefur ekki enn verði staðfest. Þessi fyrsti diskur sveitarinnar (sem mun bera nafn sveitarinnar, Andlát) mun innihalda eftirfarandi lög:
1.Painless
2.Ambition But Always Failure
3.Decades of Bloodshed
4.Turn Left to Die
5.Don’t Bet the Devil Your head
6.Feeble Minded Fools
7.What Was intended
8.Locked Away
9.You Bleed the Same Blood As I
10.Bliss
11.The Tide
12.Mors Longa, Vita Brevis

Deicide

Um daginn voru samkvæmt fréttablaðinu Buffalo News tveir meðlimir Deicide handteknir á landamærum Kanada og Bandaríkjanna sem gerði það að verkum að þeir misstu af giggi í Michigan.
til að mynda var gert upptækt byssur, nálar, marijuana, amfetamín, hnújárn, og sterar og átti þá aðallega Eric P. Hoffman þar í hlut ef marka má fréttina
útgáfa bandsins þorir ekkert að fullyrða um atvikið og segir að um misskilning hafi verið um að ræða.

Dordingull.com í kvöld

Hljómsveitin MYRK verða sérstakir gestir þáttarins dordingull.com í kvöld, spjallað verður við meðlimi sveitarinnar og efni spilað af væntanlegri plötu sveitarinnar. Þar að auki verður spilað nýtt efni með Graveslime af þeirra nýju plötu, Hatebreed (sem gáfu út nýja plötu í dag) og margt margt fleira.
Munið að hlusta, þátturinn hefst klukkan 23:00 og stendur til 01:00

ps. til hamingju með afmælið Birna

Varg Vikernes

sögur herma að Varg Vikernes(BURZUM) hafi verið með fjöldann allan af vopnum og tólum þegar hann var gripinn um daginn eftir flóttatilraun frá fangelsinu þar sem hann dvaldi.
meðal þess sem var tekið úr BMW bíl var:
AG3 sjálfvirkur riffill, handbyssa, gasgríma, hnífar, skothelt vesti, felubúningur, handhægt GPS staðsetningartæki,kort,áttaviti,GSM sími,ferðatölva…
eftir að hafa losað sig við BMW-inn rændi hann Volvo af fjölskyldu(og ógnaði með byssu) fyrir utan Oslo en var síðar gripinn eftir bílaeltingaleik. Hann ætlaði flýja til Svíþjóðar.
Lögreglan leitar nú að nokkrum einstaklingum sem ku hafa hjálpað Varg við flóttann.
Varg var fluttur frá háöryggisfangelsi í ágúst í lágöryggisfangelsi. í byrjun september fékk hann frelsi að einhverju leiti til ferða úr fangelsinu.
Varg er að afplána 21 árs dóm fyrir morðið á Oystein Aarseth(MAYHEM) (a.k.a. Euronymous)

Zao

Það er loksins komið í ljós að hljómsveitin Zao hefur gert útgáfusamning við útgáfufyrirtækið Ferret Records. Áætlað er að sveitin haldi í hljóðver í mars mánuði til að taka upp nýju plötuna og má búast við plötunni (Burn Beautiful) í búðir næsta sumar.

Healer

Fyrrum gítarleikari Strife, Andrew Kline, hefur nú gengið til liðs við fyrrum trommuleikara White Zombie, Ivan De Prume, í nýju bandi. Sveitin (sem tekið hefur nafnið Healer) er þessa dagana að leita sér að söngvara, og er hægt að komast að nánari upplýsingum um leit þeirra á heimasiðu sveitarinnar, sem finna má hér: www.healerband.com

Blood Has Been Shed

Hljómsveitin Blood Has Been Shed tók nýlega upp myndbvand við lagið “She Speaks To Me” með hjálp Jason Arambulo (Lamb Of God, The Black Dahlia Murder). Búast má við að myndbandið verið tilbúið á næstu vikum.