Month: september 2003

Tónleikar Evergrey 9/9/2003

Gaukur á Stöng, 9/9/2003

Sign, Dark Harvest, Evergrey

Ég vissi ekki mikið um Evergrey, var búinn að ná i nokkur lög með þeim eftir að ég frétti að þeir væru að koma til íslands. Enda gaf landið Svíþjóð til kynna að hérna væri á ferðinni nokkuð rokkuð og þung sveit. Mætti þarna ásamt félaga mínum og þegar við komum var Sign að spila, með Ragga Zolberg þarna fremstan í flokki. ‘Eg hef ætíð haft gaman að Sign á sviði finnst lögin þeirra flott, spái þá aðallega í spilinu , enda finnst mér textarnir þeirra ekkert sérstakir. Félaga mínum fannst ekkert til þeirra koma og ég sá að það voru aðrir sem biður eftir að því að þeir hættu. ‘Eg var sáttur við þá spilamennskan þeirra var þung og það nægði mér

Dark Harvest voru næstir á svið og það eina sem ég vissi um bandið var að þeir voru spilandi band með Gulla Falk í fararbroddi, ásamt bassaleikarnum úr að ég held Forgarðinu og trommaranum úr Sólstöfum. Og ég verð að segja að það var algjör snilld að hlusta á þá, þvílík keyrsla á þeim, og Gulli leyfði öllum spilurunum að taka sitt sóló, flott sólóið sem bassaleikarinn tók. Síðan sagði Gulli að hann ætlaði að taka smá “blús” til að leyfa trommarnum að spreyta sig, og vá ég hef sjaldan séð jafn geggjaðan trommara, og hann virtist ekkert hafa fyrir þessu að hamra húðirnar. Þeir enduðu á klassísku lagi með gamla EXIZT. Frábært band og ég sá að meðlimir Evergrey voru hrifnir af spilamennskunni þeirra.

Eftir að hafa rölt og fengið okkur pulsu á bæjarins bestu komu Evergrey á svið, og ég verð að segja að þeir komu mér á óvart lögin þeirra voru allt frá því að vera mjög melódísk með annaðhvort einsöng eða rólegu hljómborðspili uppí harðasta dauðarokk. Spilamennska þeirra var flott, og fengu þeir marga hausanna til að hristast og búkanna til að svitna. Félaga mínum fannst þeir frábærir og við keyptum okkur sitthvorn diskinn með þeim.
Flott framtak að flytja inn svona Svíarokksveit, hann Þorsteinn sem stóð fyrir þessu fær hrós frá okkur fyrir það

Gísli Reynisson
gis@gi.is

Gísli Reynisson

Anathema

nýja platan með ANATHEMA “A Natural Disaster”kemur út þann 20. október . diskurinn verður í rólegri kantinum. lögin eru:

01. Harmonium
02. Balance
03. Closer
04. Are You There?
05. Childhood Dream
06. Pulled Under
07. A Natural Disaster
08. Flying
09. Electricity
10. Violence

Hatebreed

lagalistinn fyrir komandi plötu “The Rise Of Brutality” er :
1. “Tear It Down”
2. “Straight To Your Face”
3. “Facing What Consumes You”
4. “Live For This”
5. “Doomsayer”
6. “Another Day, Another Vendetta”
7. “A Lesson Lived Is A Lesson Learned”
8. “Beholder Of Justice”
9. “This Is Now”
10. “Voice Of Contention”
11. “Choose Or Be Chosen”
12. “Confide In No One”

Life of agony

Búast má við nýjum disk frá hljómsveitinni Life of agony seint á næsta ári, eða svo segir að minnstakosti trommari sveiarinnar Sal Abruscato í nýlegu viðtali. Sal bætti því að lögin yrðu væntanleg í líkingum við lagið “This time” (sinnum 10). Í næsta mánuði er svo von á bæði DVD og tónleika CD frá bandinu sem hefur hlotið nafnið “River Runs again: Live 2003”.

Hopsefall

Heppnin virðist ekki vera hljómsveitinni Hopesfall í hag þetta árið, en fyrir nokkrum vikum var öllum þeirra búnaði stolið. Þar endar þetta ekki því að fyrir 2 dögum var síðan bíl sveitarinnar (ásamt vagni og öllum hljóðfærum) einnig stolið.

Korn

Von er á því að hljómsveitin Korn sendi frá sér diskinn “Take a Look in the Mirror” 18. nóvember næstkomandi. Fyrsta smáskífa plötunnar mun innihalda lagið “Right now”, en búast má við því að lagið verði farið að hljóma í útvarpinu snemma í október. Þetta er að ég held í fyrsta skiptið sem hljómsveitin pródúsar plötuna sjálf (að öllu leiti). Eins og alltaf, þá á þessi plata að vera hrárri, harðari og betri en allt fyrra efni sveitarinnar að sögn Jonathan Davis, söngvara sveitarinnar. Hann sagði einnig að þessi plata ætti að vera tónlistarleg blanda af fyrri plötum sveitarinnar alveg frá byrjun að “Untouchables”, sem gefin var út í fyrra.

Strike Anywhere

Á sérstakri heimasíðu sveitarinnar Strike Anywhere (sem finna má hér: http://www.exitenglish.com ) er hægt að hlusta á alla nýju plötu sveitarinnar (Exit English) í heild sinni. Útgáfudagur plötunnar er 30. september næstkomandi, en hægt er að for panta plötunna núna á heimasíðu Jade Tree Records ( www.jadetree.com )

Madball

Martyr Records hefur hlotið þann heiður að gefa út 7″ vínil útgáfu nýju Madball plötunnar sem væntanleg er á næsta ári. Þessi EP plata mun innihalda nokkur ný lög með madball eins og áður hefur verið sagt frá hér í fréttum.