Month: ágúst 2003

Myndir

Já ég hef ekkert að gera, sett inn myndir af..

Kveðjutónleikum I Adapt í Hólmaseli:
Hryðjuverk
Molesting Mr. Bob
I Adapt
Dys

I adapt á Ieper Prefestinu

Let It Burn á grandrokk
Molesting Mr. Bob
Dys

Let It Burn í Hinu Húsinu
Andlát
Still Not Fallen
Everything Starts Here

Let it burn myndirnar eru í Erlendarsveitir á íslandi.

Njótið vel.

Auglýsingar fyrir tónleika helgarinnar!

Jæja ég var að búa til nokkrar auglýsingar fyrir LET IT BURN tónleikana sem eru núna um helgina, og það væri frábært ef þið getið skellt þeim upp í skólunum hjá ykkur. Hérna fyrir neðan eru bæði gráskala (eða svarthvít) og lita útgáfa af auglýsingunni, þannig endilega hjálpið okkur að auglýsa þetta út um allt. Það er mjög mikilvægt að fá þessa hjálp!

LITUR:
PDF (betri gæði) SÆKJA
JPG (OK gæði) SÆKJA

Svarthvítt
PDF (betri gæði) SÆKJA
JPG (OK gæði) SÆKJA

og já ALLIR AÐ MÆTA!!!!
ps. ef þið hafið ekki hlustað á þetta band núþegar þá mun ég spila eitthvað með því í þættinum dordingull.com á Xinu 977 í kvöld!

Boomkikker

Dark Harvest
Victory or Death

Hvar? 
Hvenær? 2003-08-28
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Tónleikar á Boomkikker, fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 22:00. Aðgangur ókeypis.

Event:  
Miðasala: 

Ekkert verður að HELMET

Svo vriðist vera að hljómsveitin HELMET sé ekki á leiðinni í gang á ný, þrátt fyrir fréttir um það á öllum helstu tónlistar-fréttavefunum á netinu. Samt sem áður er Page Hamilton að vinna að nýrri hljómsveit með fyrr nefndum meðliumum (sem var talið að yrðu í nýju hinni nýju Helmet). Í viðbót hefur komið í ljós að Hamilton er hættur með hina sveitina sína Ghandi.

Seemless

Hljómsveitin Seemless mun senda frá sér sinn fyrsta disk í lok október mánaðar með hjálp Losing Face Records. Þetta er fyrsta plata sveitarinnar sem inniheldur fyrrum söngvara Killswitch Engage í viðbót við fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Shadows Fall, Overcast og Medium. Sveitin spilar þó tónlist em ekki er hægt að bera sama við þessar sveitir, heldur má segja að tónlistin minni frekar á Corrosion of Conformity (á Blind tímanum). Nánari upplýsingar um sveitina (í viðbót við tóndæmi) er hægt að nálgast á eftirfarandi heimasíðu: http://www.seemlessband.com

Faith to the ugly kid

Fyrrum söngvari Ugly Kid Joe (Life of agony og Medication) er kominn í nýtt band ásamt þeim Billy Gould (áður með Faith no more) og John Hudson (áður með Faith no more) í viðbót við Craig McFarland (sem áður var´i bandinu M.I.R.V.). Sveitin er þessa dagana að leita sér að trommuleikara, en búast má við plötu frá sveitinni á næsta ári.

Blackest of the black

Hljómsveitin Danzig hefur fengið með sér hljómsveitirnar Superjoint Ritual, Devildriver, Morbid Angel og Behemoth í tilvonandi tónleikaferðalagi sem mun bera nafnið “Blackest of the black”. Möguleiki er á því að hljómsveitin Sepultura taki einnig þátt í þessarri tónleikaröð, en von er á að nýjasti diskur sveitarinnar “Roorback” verði loks gefin út í bandaríkjunum í Októbermánuði.

Neurosis

23. september næstkomandi er von á tónleikaplötu frá hljómsveitinni Neurosis. Platan mun bera nafnið “Bootleg.02” og á henni má finna tónleikaupptökur frá tónleikum í Stokkhólmi 15. október árið 1999. Það er útgáfa svetiarinnar Neurot Recordings sem gefur út þennan disk.

Satyricon

Hljómsveitin Satyricon hefur gert útgáfusamning um útgáfu á efni sveitarinnar í bandaríkjunum. Útgáfufyrirtæki þetta er í eigu Daron Malakian, gítarleikara hljómsveitarinnar System of a down. Satyricon hefur lokið uypptökum á nýju plötunni “Volcano” og er von á gripnum fyrir lok ársins.