Month: júlí 2003

Tónleikar á eftir!!

Í kvöld verða heljarinnar tónleikar í Hólmaseli (Seljahverfi). Hljómsveitin I adapt er að kveðja landan og heldur í sinn fyrsta Evróputúr. Það er því tilvaldið að koma í kvöld til að styðja bandið (með því að borga 400 kall eða meira í inngangseyri) og kveðja þá einnig með brjálæðistónleikum! Hljómsveitirnar Dys, Innvortis, Molesting Mr. Bob og Hryðjuverk spila einnig þannig að þetta er eitthvað sem enginn má missa af. Lætin byrja klukkan 19:00 og ég þarf örugglega ekki að taka það fram að það er ekkert dóp/vín/reykingar eða eitthvað svoleiðis rugl á svæðinu. MÆTIÐ!

Slayer

Nýja stykkið þeirra er mjög hratt segir Jeff Hanneman. Hann og Kerry King eru með 5 samin lög hver. Þeir plana stúdíóferð í september. Dave Lombardo mun, eins og alþjóð veit, berja bumbur Slátraranna að nýju á þessari skífu sem kemur væntanlega út í apríl 2004.

Þar að auki er box-sett í smíðum sem inniheldur 2 diska, þ.á.m. sjaldgæft stöff og endurhljóðrituð lög. fyrirhuguð útgáfa er seint á árinu

Slayer hefja Jägermeister tourinn með Hatebreed 10 október. Vert er einnig að minna á útgáfu War At The Warfield DVD sem kemur 29. júlí

Decapitated

Pólsku piltarnir í Afhausuðum
hafa skírt nýju plötu sína “The Negation”, hún kemur síðla árs út á Earache plötunni er lýst sem um 35 mínútum af mjög aggresívri og hraðri keyrslu með undantekningu á 2 hægum lögum. Einnig mun þar líta dagsins ljós ábreiða af Deicide laginu ‘Lunatic Of God’s Creation’

Life of agony í Evrópu.

Hljómsveitin Life of agony hefur ákveðið að fara í heljarinar evrópu túr í október og nóvember mánuði. Hljómsveitin var gríðarlega vinsæl meðal evrópska rokkarra á sínum tíma og er þetta í fyrsta skipti í langan tíma sem sveitin kemur til evrópu með upprunalegri liðskipan. Núþegar hafa hafa eftirfarandi staðir verið staðfestir:
18.október – Antwerp, BEL – Hof Ter Lo
19.október – Offenbach, GER – Capitol
21.október – Dortmund, GER – Soundgarden
22.október – Hamburg, GER – Docks
23.október – Berlin, GER – Columbia Halle
24.október – Leipzig, GER – Werk 2
25.október – Wien, AUT – Planet Music
27.október – Köln, GER – Live Music Hall
28.október – Stuttgart, GER – Longhorn
30.október – München, GER – Elserhalle
31.október – Salzburg, AUT – Rockhouse
01.nóvember – Zürich, SWI – Abart
03.nóvember – Luxemburg, LUX – Kulturfabrik
04.nóvember – Paris, FRA – Elysee Montmartre
05.nóvember – Tilburg, NETH – O13
09.nóvember – London, Astoria.