Month: júní 2003

Sick of it all – Fimmtudagur

Gaukur á stöng – 26. júní 2003

Mínus, Botnleðja, Sick of it all

Þá er komið að seinni tónleikum hljómsveitarinnar Sick of it all hér á landi. Þessir tónleikar voru allt öðruvísi en þeir tónleikar sem haldnir voru daginn áður þar sem það er 20 ára aldurstakmark í þetta skiptið. Það var augljós munur á milli þessa tónleika þar sem strax og maður kom inn var andrúmsloftið allt annað. Mun meiri reikingarbræla í viðbót við leiðinlega fullt fólk. Það var einnig frekar leiðinlegt að þessir tónleikar byrjuðu miklu seinna en tónleikarnir daginn áður og steig fyrsta band ekki á sviðið fyrr en klukkan 22, og var maður þá orðinn frekar leiður á því að bíða.

Mínus voru fyrstir. Það er langt síðan að ég hef séð mínus spila á tónleikum. Sviðsframkoma sveitarinnar hefur batnað til munar (ekki að það hafi neitt verið að henni til að byrja með), en í þetta skiptið voru engar pásur vegna slitinna strengja eða eitthvað álíka, hljómsveitin virtist kunna vel að halda þessu gangadi. Mér finnst nýju lögin hljóma helvíti vel á tónleikum, og í rauninni mun meira catchy heldur en fyrra efnið að mörguleiti. Engu að síður finnst mér alltaf skemmtilegra að heyra gamla efnið með sveitin og væri það algjör draumur að heyra sveitina spila eitthvað af demoinu, já eða Kolkrabbann (þá með Guðna!). Kannski næst… aldrei að vita (held í vonina). Mínus voru helvíti þéttir og hljómuðu helvíti vel, ekkert út á þetta að setja, nema það hefði kannski mátt vera meira læti í salnum, en mest brjálæðin var á sviðinu (þá aðalega hjá Johnny).

Botnleðja voru næstir á svið og fannst mér þeir betri í þetta skiptið (miðað við daginn áður). Enn og aftur komu þeir mér á óvart þar sem þeir rokkuðu mun meira en ég átti von á. Söngvarinn öskraði mjög skemmtilega (sem ég hélt að væri bara í fortíð sveitarinanr), en sembetur fer eru þeir mun skemmtilegri (að mínu mati) í dag en síðastliðin ár. Nýja efnið sem sveitin spilaði var alveg brilliant og er skemmtilegra að heyra það í seinna skiptið. Fólkið í salnum gekk of langt á köflum og var eitthvað um slagsmál og læti, alltaf leiðinlegt að vera á tónleikum með svona rugli.

Sick of it all voru næstir á svið. Ég held því fram að hljómsveitin hafi spilað betur þetta kvöldið, þó svo að tónleikar gærdagsins hafi verið mun skemmtilegri, (aðalega útaf því af fólkinu í salnum). Lagalisti kvöldsins var annar, það er að segja upptöðunin var önnur, þó svo að þeir hafi aðalega verið að spila sama efnið (ekket að því). Þeir bættu við nokkrum lögum (Rat Pack og Sanctuary) sem var ansi skemmtilegt, sérstaklega þar sem þeir taka lög á borð við Rat Pack ekkert voðalega oft. Eins og fyrra kvöldið ákvað hljómsveitin aðeins að leika sér með aðdáendum og skipti sveitin salnum í 2 hópa og lét þá hlaupa að hvorum öðrum (ala Braveheart). Það voru nokkrir í salnum sem virtust bara enganvegin skilja þetta, en loksins þegar þeir gerðu það leit útfyrir að þeir vildu berja fólið á móti sér.. enganvegin sniðugt. Hljómsveitin stóð sig frábærlega (eins og við má búast). Hljómsveitin sjálf var mjög sátt við þessa tónleika, þó svo að þeir sögðu það sjálfir að tónleikarnir daginn áður hefðu verið betri, sértaklega útaf því að liðið í salnum var í mun meira stuð.

valli

Sick of it all – Miðvikudagur – All age

Gaukur á stöng – 25. júní 2003

I adapt, Botnleðja, Sick of it all

Það er alltaf gaman að fara á góða tónleika, ekki er það verra ef á þessum tónleikum spilar ein besta hardcore hljómsveit allra tíma! Sick of it all er komin til landsins og mun halda tvenna tónleika hér á landi, þrátt fyrir að ég hafi ekki verið sáttur við skipulag tónleikana (hvað þá kynningu) hlakkaði mig alveg rosalega mikið til að sjá bandið aftur. Það var að vísu alveg frábært að þessir tónleikar voru fyrir alla aldurshópa, því að krakkarnir sem geta vanalega ekki mætt á svona tónleika vegna aldurs, eru liðið sem skemmta sér yfirleitt best á svona tónleikum.

Við ákváðum að mæta snemma og vorum mætt klukkan átta, þegar húsnæðið átti að opna, það var nú mun minna af fólki mætt snemma en ég átti vona á, það sakaði ekki þar sem nýji mínus diskurinn var í gangi á staðnum og ekki er það verra. Loks var komið að fyrstu sveit og var það hljómsveitin I adapt.

Eins og allir sem mig þekkja þá er hljómsveitin I adapt í miklu uppáhaldi hjá mér og mér finnst bókstaflega alltaf gaman að sjá þá spila. Þannig var það að sjálfsögðu í þetta skipti líka. Hljómsveitin tók bæði blöndu af gömlu og nýju efni sem er auðvitað eins og á að gera þetta. Það eina sem fór í mig er þegar birkir var eitthvað að væla útaf staðnum og sviðinu, en einhvernveginn held ég að fólk sem eyddi 1900 kalli í þessa tónleika vildi ekkert láta minna sig á það og vildi frekar bara njóta þess að skemmta sér. Sama hvort staðurinn sé lélegur eða hljóðkerfið fucked þá nær sveitin alltaf að sanna sig og það þarf ekkert að segja neitt annað. Persónulega finnst mér skemmtilegast að þegar sveitin spilar slagarana því að þau lög eru bara svo góð og áberandi skemmtileg. Undir lokinn var fólkið farið að skemmta sér virkilega vel í “pittinum” og ákváðu starfsmenn staðarins eitthvað að hjálpa til, sem var langt frá því nauðsynlegt, í rauninni gerðu þeir illt verra og var augljóst hvað hljómsveitinni fannst um þetta.

Næstir á svið voru eurovision rokkaranir í Botnleðju. Fyrir tónleikana fannst mér vægast sagt asnalegt að þessi hljómsveit væri að spila þarna, en þegar þeir byrjuðu að spila þá snérist mér hugur. Hljómsveitin var góð, eitthvað sem kom mér á óvart. Veit ekki hvort það hafi verið hljóðkerfinu að þakka, en þeir voru heavy góðir og skemmtilegir. Til að byrja með tóku þeir nokkur ný lög sem mér finnst rosalega skemmtileg. Hlakka til að sjá þá aftur á morgun.. gæti verið áhugavert.

Þá var komið að kóngunum sjálfum, alveg frá byrjun fengu þeir salinn til að springa út, enda ekki við öðru að búast þegar svona hljómsveit er að spila. Þar sem ég er brákaður á rifbeini náði ég ekki að “tjútta” eins og ég vildi, en það var ótrúlega freistandi að reyna að hoppa, en þá hætti maður að syngja með og fór að kveljast í staðinn og því fór löngunin fljótlega burt. Það hlítur að vera erfitt fyrir hljómsveit eins og Sick of it all að finna hvaða lög þeir eiga að spila, þar sem stór hluti af því efni sem þeir hafa gefið út eru slagarar. Mér persónulega finnst skemmtilegast þegar þeir taka gömlu lögin, þetta eldgamla (lög á borð við Clobberin’ Time, Injustice System og Friends Like You), en það er einnig ávalt gaman að heyra ög á borð við No Cure, Scratch The Surface, Step Down og Maladjusted (af Scratch The Surface) í viðbót við restina. úff hvernig í anskotanum geta þeir valið hvaða lög þeir spila á tónleikum? úrvalið er svo rosalegt! Tónleikarnir í heild sinni voru alveg frábærir og var fólkið í salnum greinilega að skemmta sér vel. Hljómsveitin var helvíti hress og skemmtileg og því ekkert út á þetta að setja. Frábærir tónleikar!

valli

Deftones / A Perfect Circle túr

Hljómsveitirnar Deftones og A Perfect Circle hafa ákveðið að fara í tónleikaferðalag saman um Evrópu í September mánuði. Skömmu áður er vona á nýjum disk hljómsveitarinnar A Perfect Circle í búðir eða um 16. september, hér að neðan má sjá þá tónleika sem núþegar er vitað um:

20.september Leuven, BEL – Brabanthal
21.september Rotterdam, NET – Ahoy Rotterdam
23.september Munich, GER – Zenith Hall
24.september Frankfurt, GER – Jahrhunderthalle
29.september Berlin, GER – Columbiahalle
30.september Dusseldorf, GER – Phillipshalle

Figure Four

Hljómsveitin Figure Four mun taka upp myndband við lagið “Kill and Decieve” á tónleikum á morgun, en hljómsveitin mun þá spila á Cornerstone festivalinu. Nýr diskur sveitarinnar er síðan væntanlegur 8. júlí næstkomandi og er það Solid State útgáfan sem gefur út diskinn.

Give Up The Ghost

Lagið Love American með hljómsveitinni Give Up The Ghost er nú í boði á netinu. Lagið er að finna á tilvonandi plötu sveitarinnar “We’re Down Til We’re Underground” sem verður gefin út í ágúst mánuði af Equal Vision útgáfunni. Lagið er hægt að finna með því að smella hér

Cave in

Hljómsveitin Cave In hefur ákveðið að velja lagið Inspire sem næsta smáskífulagið af plötunni Antenna. Smáskífan mun innig innihalda áður óútgefið efni með sveitinni og ætti því að vera safngripur fyrir aðdáendur sveitarinnar.

From Autumn To Ashes

Hljómsveitin From Autumn To Ashes hefur gert útgáfusamning við Vagrant Records, en búist var við að sveitin myndi gefa út sína næstu plötu á Island/Def Jam útgáfunni en það virðist ekki hafa gengið upp. Meðal hljómsveita sem Vigrant útgáfan vinnur með er The Get Up Kids, Alkaline Trio og Saves the day. Nýji diskur sveitarinnar “The Fiction We Live” verður gefin út í byrjun september.

Devilinside

Seinkunn hefur verið á fyrstu EP plötu sveitarinnar Devilinside (sem inniheldur fyrrum meðlimir Disembodied). útgáfudagur plötunnar er nú óráðinn en víst er að Now or Never útgáfan mun sjá um útgáfuna. Endilega kynnið ykkur þessa brjálæðinga með því kíkja á heimasíðu sveitarinnar www.devilinsidemafia.com

SICK OF IT ALL Í KVÖLD

Jú, það er komið að því. Besta hardcoreband allra tíma er komið til landsins og mun halda tónleika bæði í kvöld og á morgun. Tónleikarnir í kvöld verða vægast sagt fyrir hardcore pakkið þar sem hljómsveitin I adapt hitar upp (ásamt Botnleðju). Tónleikarnir í kvöld eru fyrir alla aldurshópa og því er málið að troðfylla staðinn. Gaukur á stöng, 1900 kall inn..