Month: maí 2003

My Ruin

Hljómsveitin My Ruin, sem inniheldur hina frábæru Terrie B., mun senda frá sér EP plötuna “The Shape of things to come..” í ágúst mánuði í gegnum Century Media útgáfuna. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
“Made To Measure”
“Grotesque”
“Unmanageable”
“Sex Junkie” (The Plasmatics Cover)

Throwdown

Hljómsveitin Throwdown mun senda frá sér plötuna “Haymaker” um miðjan júlí mánuð. Á plötunni evrður að finna 14 lög, þar sem meðal annars Chad Gilbert (New Found Glory/Ex-Shai Hulud) og Scott Vogel (Terror/Ex-Buried Alive) sinna gestahlutverki. Á plötunni verður að finna eftirfarandi lög:
01 – “Intro (Never Back Down)”
02 – “Walk Away”
03 – “Nothing Left”
04 – “You Can’t Kill Integrity”
05 – “Forever”
06 – “Hopeless”
07 – “Declare Your War”
08 – “False Idols”
09 – “Slip”
10 – “Hate For The Weak”
11 – “The Only Thing”
12 – “Step It Up”
13 – “Face The Mirror”
14 – “Raise Your Fist”

NOFX

NOFX
Brain Police
Innvortis

Hvar? 
Hvenær? 2003-06-16
Klukkan? 00:00:00
Kostar?  kr
Aldurstakmark? 

 

Mánudaginn 16. júní verður haldið upp á 10 ára afmæli X-ins 977, með heljarinnar tónleikum á Gauk Á stöng.

Event:  
Miðasala: 

Haste og Himsa

Hljómsveitirnar Haste og Himsa ætla að skella sér í tónleikaferðalag saman. Báðar hljómsveitirnar eru að fara gefa út disk á næstunni og má búast við að tónleikaferðalag þeirra hefjist eftir að plöturnar eru komar í búðir, en það verður væntanlega í júlí mánuði. Nýja Himsa platan hefur fengið nafnið “Courting Tragedy And Disaster” og er væntanlega 17. júní, á meðan Haste platan heitir The Mercury Lift” og verður gefin út 1. júlí.

Courtney Love

Brjálæðingurinn og rokkarinn frægi Courtney Love hefur loks gert útgáfusamning við útgáfufyrirtækið Virgin Records og er áætlunin að gefa út sólóplötu hennar seinna á árinu.

Sólmyrkvi Metalfestival um helgina

Eins og allir ættu að vita þá verður heljarinnar Metalfestival haldið nú um helgina. Aðstandendur hátíðarinnar hafa fengið Austuríska bandið Cadaverous Condition til landsins og mun sveitin því koma fram á báðum dögum hátíðarinnar. Þar endar þetta ekki því að ný upprisnu metal kóngar íslands SHIVA munu einnig spila í kvöld og er það eitthvað sem ALLIR verða að mæta á og skoða nánar. Þar endar þetta ekki, því að Forgaður Helvítis mun loks spila á þessarri hátíð eftir þónokkuð hlé. Hátíðinni er skipt niður á tvö kvöld, og hér að neðan má sjá nánari upplýsingar um það:

Dagur 1 – GrandRokk (500 kall inn)

Dark harvest (smá auka æfingar prógram)
Myrk
Shiva
Sólstafir
Cadaverous Condition
Forgarður Helvítis

Dagur 2 – Hitthúsið

Lack of trust
Potentiam
Dark harvest
Changer
Cadaverous condition (Austurríki)
Forgarður Helvítis

Nánari upplýsingar er að fá á tónleikasíðu Harðkjarna.

Tónleikar um helgina.

Fyrir ferðaglaða tónleikagesti þá er hægt skella sér til Grindavíkur á morgun. Hljómsveitirnar Andlát og I adapt koma þar fram klukkan 17:00 í tilefni af sjómannadagshátíð bæjarinns. Strax eftir það getur fólk síðan brunað á Seinni dag metalfestivalsins í Hinuhúsinu (nánara info í fréttum hér að ofan) og þar á eftir getur fólk fengið sér að borða áður en það skellir sér á Brain Police og Coral tónleikana sem verða haldnir seinna um kvöldið. Sannkölluð ROKKARA Helgi.

Biohazard

Hljómsveitin Biohazard varð nýlega að hætta við tilvonandi Japanstúr sinn vegna vandamála við að komast inn í landið og mun því sveitin taka því rólega þangað til að Hatebreed, Agnostic Front, Throwdown og FUll Blown Chaos túrinn byrjar, en þetta ótrúlega samansafn sveita mun ferðast saman undirnafninu Jailhouse ROck Tour. Hljómsveitin er einnig byrjuð að vinna að nýju efni og er einnig að vinna að DVD disk, en meira að því síðar.

Cannibal corpse

Cannibal corpse aðdáendur geta hlakkað til nóvembermánaðar, því þá kemur út box-set er inniheldur þrjá geisladiska og einn mynddisk (DVD). Frekari upplýsingar um þennan pakka er að fá á heimasíðu bandsins og blabbermouth.net.

Porcupine tree og Opeth

Opeth og Porcupine tree eru að leggja af stað í tónleikaferðalag um Bandaríkin. Opeth munu aðeins spila lög af nýju plötunni og fyrra rólegt efni.

Jul. 15 – Toronto, ONT – Opera House
Jul. 16 – Montreal, QUE – Medley
Jul. 17 – New York, NY – Irving Plaza
Jul. 18 – Boston. MA – Berkeley Performance Centre
Jul. 19 – Philadelphia, PA – Trocadero
Jul. 21 – Washington, D.C. – 9,3
Jul. 23 – Cleveland, OH – Agora
Jul. 24 – Detroit, MI – St Andrews Hall
Jul. 25 – Chicago, IL – Vic Theatre
Jul. 26 – Minneapolis, MN – Fine line
Jul. 28 – Boulder, CO – Fox Theatre