Month: apríl 2003

Throwdown

Hljómsveitin Throwdown hefur reddað sér nýjum trommuleikara, og er það fyrrum trommari Walls of Jericho, Wes Keely. Wes er einnig trommuleikari Until The End og mun halda því starfi áfram þrátt fyrir að tromma líka með Throwdown.

dordingull.com í kvöld.

Það verður heljarinnar þáttur í kvöld á Xinu FM 97,7 eins og öll miðvikudagskvöld í kvöld. Það verður mikið um nýtt og skemmtilegt efni og vona ég að sem flestir hluti á þáttinn í kvöld.

Walls of Jericho

Ekki nóg með að hljómsveitin Walls of Jericho sé komin saman til að spila á Hellfest hátíðinni núna í ár, heldur er áætlunin að taka þetta skrifinu lengra og taka upp nýja plötu í leiðinni. Hljómsveitin hætti í ágúst 2001, þrátt fyrir miklar vinsældir. Nýja platan verður að öllum tekin upp núna í sumar og jafnframt gefin út stuttu eftir það á Trustkill útgáfunni.

Unearth

Hljómsveitin Unearth er á leiðinni í tónleikaferðalag á næstunni, en fljótlega eftir það heldur sveitin í hljóðver til að taka upp nýja plötu. Von er á plötunni í búðir næsta haust.

Chimaira

Hægt er að hlusta á nýja Chimaira plötuna “The Impossibility Of Reason” í heild sinni á heimasíðu sveitarinnar. Platan verður gefin út 13. maí, en ef þið getið ekki beðið, þá endilega að kíkja á www.chimaira.com til að hlusta!

Mary Beats Jane

Fyrrum söngvari The Haunted Peter Dolving, hefur ákveðið að taka upp nýtt efni með gömlu hljómsveitinni sinni Mary Beats Jane, en sveitin hefur ákveðið að koma saman aftur til að taka upp nýtt efni. Hljómsveitin heldur því fram að þetta sé ekki endurkoma sveitarinnar eða “Reunion” heldur eru þetta bara nokkrir gaura sem ákváðu að taka upp efni á ný saman. Mary Beats Jane gaf út á sýnum tíma 2 mjög góðar plötur árið 1994 og 1996, eitthvað sem vert er að athuga (og verður væntanlega spilað í næsta þætti af dordingull.com á xinu 977). Peter lætur þetta ekki þar kjurt liggja, því það nýlega sendi hann frá sér efni með nýju sveitinni sinni “Peter Dovling Band”, ef þú vilt kynna þér eitthvað af þessu nánar, líttu þá á www.dolving.org

Hatebreed

Búast má við nýjum disk frá hljómsveitinni Hatebreed í September mánuði, en sveitin er þessa dagana að taka upp plötuna ásamt pródúsernum Zeuss (sem áður hefur unnið með hatebreed og Shadows Fall og Sworn Enemy). Búast má við að sveitin taki upp 15-17 lög sem síðan verður væntanlega raðað niður á plötuna.

Tónleikar í MH í kvöld miðvikudag!

Jú þið lásuð rétt, það eru heljarinnar tónleikar í MH í kvöld frá klukkan 21:00 til 23:30. (húsið opnar klukkan 20:30). Hljómsveitir sem spila eru I adapt, Andlát, Still not fallen og diminished, semsagt algjör brálæði! Allir að mæta, 500 kall inn!

Fields of Rock

Hljómsveitirnar Stone Sour, Nile, Opeth, Progn, Metallica, Limp Bizkit, Deftones, Marilyn Manson, Disturbed, Mudwayne, Ministry, Subway to Sally og Glassjaw munu allar spila á Fields of Rokk hátíðinni á Goffertpark Fields í Nijmegen (Hollandi), 15 júní næstkomandi. Ef þið viljið kynna ykkur hátíðina nánar, kíkið þá á eftirfarandi heimasíðu: http://www.fieldsofrock.nl/

Crisis

Hljómsveitin Crisis kom saman aftur saman nýlega, en um tíma gekk sveitin undir nafninu Skullsick Nation. Crisis hafa nú sagt skilið við trommuleikarann Marshall Kilpatric (sem áðru spilaði með Today is the day) og eru nú að leita sér að nýjum trommara. Hljómsveitin skrifaði eftirfarandi á haimasíðuna sína www.crisissite.com:

“We have some disappointing news to report to our fans. Our prospective new drummer Marshall Kilpatrick did not show up by April 23rd, as was promised by him. For reasons unknown to the band, he will not be showing up at all now. With his agreement and on his urging, we had made commitments that had deadlines such as shows (4 dates) and recording the album with producer Billy Anderson (1st week in June). He has failed to keep up his end of the bargain. We are all extremely disappointed.

“We want to let all our fans know this is just a momentary setback and inconvenience that will not deter us from attaining our goal of getting CRISIS back on track, or of recording with Billy in the coming months. We are therefore actively searching for a new drummer. All serious inquiries can be made to CrisisIsBack@aol.com. Drummer must have a grasp of the CRISIS back catalog.”