Month: mars 2003

ISIS

Mean Fiddler 15.3.03.

Isis, Cult of Luna, Dj Speedranch, Johnny Truant, 27.

Við komum okkur í biðröðina snemma. Bæði til að ná góðu svæði en þó kannski frekar til að geta eytt síðustu aurunum okkar á söluborðinu. 27 voru að hefja leik sinn fljótlega eftir að við komumst inn í hús. Þetta er þriggja manna sveit sem spilar fallega melódíu með angurværð en brutal undirtón. Minna á speisaða útgáfu af PJ Harvey. “Otherwordly pop songs” sá ég þeim einhversstaðar lýst. Hafa sent frá sér tvær plötur sem vert er að tékka á. Mér fannst þetta fullchillað við fyrstu hlustun en síðan fór söngkonan/gítarleikarinn skyndilega að berja gítarstrengina fastar og traðka á distortion pedulum og ég varð sáttur.

Síðan fórum við að gera smá grín að rokktískuklónunum sem voru að koma sér fyrir á sviðinu. Johnny Truant spila sig inn í kúlismann sem fylgir því að vera mátulega dirty rokkari. Voru þetta kvöld í Iron Maiden bolum og söngvarinn með greiðslu eins og Krummi Björgvins. Samlíkingin við Mínus hættir ekki þar því Johnny Truant spila noisecore eins og Mínus gerðu það fyrir tveimur árum eða svo. Þetta varð svo bara spúkí þegar þeir fóru að spila og söngvarinn byrjaði að skaka sig á nákvæmlega sama hátt og áðurnefndur Björgvinsson gerir á sviði. Johnny eru ágætlega flottir. Skemmtilegar lagasmíðar og mikið fjör í þeim. Fannst samt vanta upp á þéttleika og kraft sem hefði væri hægt að bæta með öðrum gítarleikara.

Hið sænska ofurþunglyndi Cult of Luna kemur dásamlega út í gegnum tónlist þeirra á tónleikum. Ég hafði aldrei heyrt eða séð þetta band áður en heillaðist gjörsamlega. Ofurþungir, mid-tempo transkeyrsla, ofurþéttir og hvert lag yfir 5 mínútur í flutningi. Mikil átök og 3 gítarar sköpuðu vegg af örvæntingu og sársauka. Tékkið á þeim.

Á svið var borið borð af græjum og plöggað inn. Dúddi með síða dredda upp úr hausnum klæddur í of þröng táningastelpuföt fór að gera hávaða a la Bibbi Curver á fylleríi. Dj Speedranch var mættur. Hann var fyndinn og skemmtilegur og keyrði ýmsa ryþma inn í mannskapinn. Hver hávaðabylgja fékk þó ekki að njóta sín nema örstutta stund. Húmorinn fór þó fljótt af þessu og sviðsmaðurinn reyndi tvisvar að tækla hann á tíma án þess að Speedranch léti sér segjast. Þá var bara lækkað í honum.

Isis voru andleg reynsla. Hófu leik sinn á tveimur lögum af Oceanic plötunni. Massíf verk sem verða svo ótrúlega massíf þegar þau skella á öllum líkamanum í þéttleika sem virkar eins og mjúkar sleggjur. Síðan í inngangi að þriðja lagi gekk söngkonan úr 27 á svið og hafði með sér eigin gítar og eigin gítarleikara úr 27. Þá hófst meistaraverkið “Oceanic” með fjórum gíturum og syntha. Hvílík mögnun. Hvílíkur veggur af ryþma, hvílíkur trans. Þetta listamannagengi teygði á verkinu enn frekar. Ég var ekki að trúa því að ég væri að upplifa þetta. Söngkonan gekk af sviði og Isis skelltu í fyrsta lagið af Celestial. Annar massívur ryþmi og við fylgdumst með hvernig hálsæðar söngvarans þöndust og strekktust eins og kaðlar. Annað verk sem ég kann ekki að nefna en þekki af Celestial plötunni kom á eftir og síðan gengu Isis af sviði. Höfðu tekið fimm lög á klukkutíma. Fáeinir reyndu að klappa þá upp en þess þurfti ekki. Þetta var fullkomið sett.

Siggi pönk

Anthrax í London

London Astoria 14.3.03.

Anthrax og Bleed 77

Þegar ég kom inn á Astoria voru metalhausanir að týnast inn. Held að talan hafi náð um 2000 manns þegar mest var. Ég var aldrei mikil Anthrax maður í den en auðvitað vildi ég sjá þá úr því ég var í góðum félagsskap í London þessa helgi. Valli og Lísa bjuggu náttúrulega í London um tíma og sögðu mér til vegar.

Bleed 77 eru sætir nu-metalstrákar. Allir sólbrúnir og ótrúlega snyrtilegir. Létu mikinn og hvöttu áhorfendur til að vera í stuði. Örfáir meðal gesta tóku undir en þarna sá maður greinilega hversu sannir erkinördar thrash metal dúddar eru. Þeir fáu sem fögnuðu Bleed 77 voru snyrtilegir og vöðvastæltir og áttu lítið heima innan um illa hærðan her af þungarokkurum klæddum í leður og rifin gallaföt. Bleed 77 voru alls ekki að meika það og munu aldrei ná því vegna þess að tískumetal er fætt til að deyja snöggum og lítið eftirminnilegum dauðdaga.

Ég stóð í miðjum sal þegar Anthrax byrjuðu að spila og skyndilega stóð ég í miðjum slam-pytti. Varð í smástund skelkaður einn innanum 2000 fulla breska thrashara en skellti mér síðan með í leikinn. Siðareglur slammpyttsins voru í heiðri hafðar og öllum kippt á lappir sem duttu. Gólfið var hált af bjórsulli. Eftir um sjö lög var ég búinn að fá höfuðhögg sem virkuðu svo hávær inni í hausnum á mér að í smástund yfirgnæfði sónninn tónlistina og buxurnar mínar gauðrifnar. Ég forðaði mér upp á svalir. Þá voru Anthrax farnir að æsast upp í gömlu lögunum og smelltu í Anti-Social svo allur neðri salurinn trylltist. Nýrra efnið er að einhverju leyti melódískara fannst mér en mögulega kemur sú upplifun til af því að ég hlustaði bara á slagarana þeirra á fylleríum í gamla daga í stað þess að pæla almennilega í plötunum. Hinn fróði Sigvaldi tjáði mér eftirá að þeir hafi alltaf átt sína melódísku hlið og ég væri bara að bulla. Undir endann var smellt í Bring the Noise. Áður hafði söngvarinn tilkynnt að það þýddi ekkert að spyrja þá útí afstöðu þeirra til pólitískra mála. Þeirra væri að skemmta fólki og leyfa því þannig að losna frá ruglinu þarna úti. Eftir uppklapp spurði Scott Ian útí sal hvað fólkið vildi heyra og einhvernveginn í andskotanum tókst 2000 metalhausum að öskra samtaka og óundirbúið “I AM THE LAW,” þrisvar sinnum.

Anthrax spiluðu frá 20.30 til 22.20. Heldur betur vel af sér vikið.
www.helviti.com/punknurse

Siggi Pönk

Black label society

bandið hans Zakk Wylde( gítarleikara Ozzy) hefur fengið nýjan bassaleikara, sem er Mike Inez (Alice in Chains/Ozzy)

ný plata sveitarinnar The Blessed Hellride kemur út í lok apríl

nokkrir lagatitlar eru “Stillborn,” “Stoned and Drunk,” “We Live No More,” “Dead Meadow.” og “Blessed Hellride”

Viðbætur

Rétt í þessu var ég að bæta við nýjum dálk eftir hann Villa sem ber yfirskriftina “Eitthvað annað”. Í viðbót við það var ég að bæta við 2 nýjum tónleika umfjöllunum á síðuna eftir Sigga Pönk þar sem hann tala um þá tónleika sem hann sá nýlega í Bretlandi.

Myndir myndir myndir

Var að smella inn myndum af afmælistónleikum dordinguls part I í miðbergi, maður hefði nú viljað sjá fleiri þarna… en allavega

Denver
Andlát
I Adapt
Erlendarsveitir á íslandi ->instil

folderið heitir Afmæli dordinguls eða eitthvað í þá áttina

Tónleikar!

Jæja eins og þið ættuð öll að vita þá spilar hljómsveitin INSTIL (frá Hollandi) sína fyrstu tónleika í kvöld. Tónleikarnir verða haldnir á Grandrokk en hljómsveitirnar DYS og CHANGER munu einnig spila. Það kostar 800kr inn og það er 20 ára aldurstakmark. Daginn eftir (á morgun, laugardaginn 29. mars) veður svo haldið upp á afmæli dordingull.com með stæl. Hljómsveitin Instil mun þar spila á tvennum tónleikum. Fyrri tónleikarnir eru fyrir alla aldurshópa, og verða þeir tónleikar haldnir í MIÐBERGI (Breiðholti). Tónleikarnir hefjast klukkan 17:00 og munu hljómsveitirnar DENVER, I ADAPT og ANDLÁT einnig spila. Seinna um kvöldið er von á því öðru heljarinnar tónleikum á Grandrokk en þá spila hljómsveitirnar SÓLSTAFIR, DARK HARVEST (að sjálfsögðu í viðbót við INSTIL). Ég vona að sem flestir mæti og að sem flestir taki vini sína með sér svo að það verði nú vel mætt á þessa sérstöku tónleika.

KID DYNAMITE reunion show!

Hardcore/BlackMetal hljómsvetin Kid Dynamite hefur ákveðið að spila á 3 reunion tónleikum. 11., 12. og 13. apríl. Hljómsveitin hætti fyrir nokkrum árum eftir að hafa gefið út 2 breiðskífur. Uppselt er á fyrstu 2 tónleikana og líklegast bráðum á þá þriðju. En ástæðan fyrir því að Kiddarinn ákvað að spila núna er að þetta eru styrktar tónleikar fyrir fólk sem fær krabbamein sjóðurinn heitir The Syrentha J. Savio Endowment.

Á tónleikunum spila kid dynamite með Strike Anywhere og jafnvel einhverjum fleirum..

Nú væri ég til í að búa í USA..