Month: febrúar 2003

Pönk show í Hinu Húsinu

Hitt Húsið, 27 febrúar 2003

Prank, Lunchbox, Nögl, Molesting Mr. Bob, Innvortis

Fokk já! Þetta var góður dagur hjá mér. Damn. Um leið og ég kom úr skólanum skellti ég mér á mótmæli gegn Kárahnjúkavirkjun. Eftir það var ég kominn úi verulega góðan fíling þegar ég fór á tónleikana í Hinu Húsinu um kvöldið.

Ég mætti nokkuð snemma og ræddi bara við fólkið og “socialized” þangað til að fyrsta bandið steig á sviðið. Það band hét Prank (held ég, þeir kynntu sig ekki en ég beitti útilokunaraðferðinni þar sem ég þekkti öll hin böndin eða þau kynntu sig eða eitthvað…). Þeir spiluðu svona létt mid-tempo popp-pönk. Greinilega Blink 182 fans enda tóku þeir eitt lag eftir þá. Mér fannst þeir ekkert sérstakir en þeir gætu nú alveg átt bjarta framtíð fyrir sér. Samt tóku þeir nú eitt gott instrumental lag í byrjuninni sem mér fannst mjög skemmtilegt. Næstir voru Lunchbox, hljómsveitin sem ég hlakkaði mest til að sjá. Þetta voru þeirra fyrstu tónleikar en samt voru þeir þéttir og kröftugir. Þeir spiluðu popp-pönk með dálitlum emo-fíling. Ég er búinn að vera með þetta band á playlistanum í tölvunni í nokkurn tíma og ég varð ekkert fyrir vonbrigðum þegar ég sá þá live. Hlakka til næstu tónledika með Lunchbox. Á eftir Lunchbox komu Nögl. Ég var ekki að heyra í Nögl í fyrsta skipti, ég hafði náð í eitthvað lag á netinu sem mér fannst crap. Ég samt vissu að þeir höfðu þróast svolítið frá því þannig að ég var spenntur að heyra í þeim.´Þeir stóðu sig mjög vel. Verð bara að segja það. Tónlistin var hressandi skate/popp pönk með öskur bakröddum sem komu mjög vel út. Eina sem mér fannst ekki passa var að trommarinn var svolítið heaví á double kickernum. Það gerði trommurnar mun svona metalkenndari heldur en lögin sjálf voru. Þannig að það kom ekkert sérlega vel út. Fuck svo kom eitt af mínum uppáhalds noise-core böndum ever. Fuckin’ A! Molesting Mr. Bob. Þeir spila noise-core-ið sitt ofur pönkað og hatt og upbeat. Mér finnst þetta band alveg stórkostlegt. Goddamn. Hef ekkert út á þá að setja. Samt þar sem böndin hin voru öll frekar létt þá tók svolítinn tíma til að mynda almennilegann mosh pit. Svo var hápunktur kvöldsins að mínu mati: INNVORTIS. Innvortis er pönk band, og þeir spila pönk! Frábært pönk. Það var mjög góð stemning þegar þeir spiluðu og fólk söng með þegar það kunni textana. Fullt af brosum, sælustund. Innvortis enduðu síðan showið á að taka Ace of Spades eftir Motörhead. Það var frábært.

Frábærir tónleikar, endalaust frábærir. Meira svona.

Fannar öXe

God Forbid

Sögur eru í gangi um að hljómsveitin God Forbid hafi sagt skilið við Byron Davis, söngvara sveitarinar. Sögurnar enda ekki þar því að í framhaldi segja sögur að fyrrum söngvari Five Pointe O, Daniel Struble, hafi gengið til liðs við bandið.

Jason Newsted og OZZY?

Það virðist vera möguleiki að fyrrum Metallicu refurinn Jason Newsted, muni spila með hljómsveit Ozzy Osbourne á tilvonandi ferðalagi sveitarinnar með Ozzfest. (sem þykir einkar fyndið þar sem bassaleikari Ozzy er nú byrjaður að spila með Metallicu). Jason mun spila með hljómsveit sinni Voivod á Ozzfest hátíðinni og vonast Ozzy að Jason geti spilað fyrir báðar sveitir á meðan á tónleikaförinni stendur. Möguleiki er samt á að Voivod fari í tónleikaferðalag með hljómsveitinni Sepultura í mánaðarlangt tónleikaferðalag.

The Dillinger Escape Plan

Hljómsveitin The Dillinger Escape Plan eru búnir að vera uppteknir við að semja nýtt efni fyrir næstu plötu, sem sveitin vonast til að geta tekið upp seinna á árinu. Ef það gengur allt upp er von á nýrri plötu frá sveitinni seinna á árinu og er það að vanda Relapse útgáfan sem gefur út efni sveitarinnar. Meðal laga sem væntanlega má finna á tilvonandi plötu sveitarinnar verða:
“Troy”
“Panasonic Youth”
“Bipolar Bear”
“Apollos Creed”
“Universal Beauty”
“Sunshine The Werewolf”
DEP eru á leiðinni í tónleikaferðalag í apríl mánuði þar sem þeir munu meðal annars spila með hljómsveitunum Every Time I Die, End Of The Universe, Hopesfall, Norma Jean, Since By Man og Converge.

Mínus

Hljómsveitin Mínus eru í hljóðveri þessa dagana að vinna að nýrru plötu. Það er Ken Thomas (sem unnið hefur með Sigur Rós) og Bibbi Curver sem pródúsa plötuna að þessu sinni. Hægt er að skoða myndir af hljómsveitinni í hljóðverinu á heimasíðu Sýrlands með því að smella hér. Platan hefur fengið vinnu titilinn “…so much laxness” og mun innihalda eftirfarandi lög:
Romantic Exorcism
The Long Face
I Go Vertigo
The Ravers
Ambience of Hilarity
Angel in Disguise
Here Comes the Night
Who’s Hobo
Wedding dress
My Soft Core
Boys of Winter
Medal
Hljómsvitin er þessa dagana að skrifa í dagbókina á heimasíðunni sinni til að láta fólk vita hvernig upptökur ganga. Heimasíða sveitarinnar er að finna á http://www.noisyboys.net

Hatebreed

Hljómsveitin Hatebreed hefur tekið upp mynband við lagið Perseverance. Hægt verður að nálgast myndbandið á heimasíðu sveitarinnar og á heimasíðu útgáfu sveitarinnar í þessarri viku.
http:\\www.Hatebreed.com
http:\\www.Stillbornrecords.com