Year: 2003

I ADAPT – UK tour

Já…. fyrir áhugasama

Setti inn alveg helling af myndum af i adapt túrnum (bæði tónleikar og hangout)
þær eru í frekar lélegri upplausn til að létta 56k notendum að skoða þetta og til þess að adsl fólkið klári ekki kvótann..

ath. það á eftir að bæta við kommentum um myndirnar en það ætti að koma inn á næstu dögum

er í i adapt möppunni -> uk tour.. skiptist niður í dagana..

Gleðileg Jól

Við hér á harðkjarna vefnum viljum óska öllum kristnum og andkristnum rokkurum gleðilegra jóla um leið og við þökkum ykkur fyrir að kíkja á síðuna okkar núna í ár. Kærar þakkir og vonum bara að næsta ár verði jafn fjölbreytt í tónleikahaldi og það sem nú er að líða.

Góðar stundir

Max Cavalera heldur áfram

ný plata með Soulfly ‘Prophecy’kemur út snemma vors 2004. David Ellefson fyrrum bassaleikari Megadeth gestar á nokkrum lögum. Tveir óþekktir söngvarar ásamt fjölda ásláttar og blásturhljóðfæraleikara verða þar meðal gesta.
lögin eru sem hér segir:
1. Prophecy
2. Living Sacrifice
3. Execution Style
4. Defeat U
5. Mars
6. I Believe
7. Moses
8. Born Again Anarchist
9. Porrada
10. In The Meantime
11. Soulfly IV
12. Wings

Katatonia

sænsku drengirnir ætla að fara í lítinn skandinavíutúr í febrúar og vinna að DVD
sem inniheldur hljómleika frá pólsku borginni Kraká frá apríl 2003
Einnig verða 2 óútgefin lög frá síðasta disk Viva Emptiness á mynddisknum