Month: desember 2002

A Static Lullaby

Hljómsveitin A Static Lullaby mun senda frá sér nýjan disk í lok næsta árs. DIskurinn hefur fengið nafnið ‘…And Don’t Forget To Breathe’ og verður gefinn út af snillingunum hjá Ferret útgáfunni. Diskurinn var pródúseraður af Steve Evetts (Hatebreed, Sepultura) og mun innihalda eftirfarandi lög:
01 – “Nightmares Win 6-0”
02 – “Love To Hate, Hate To Me”
03 – “Withered”
04 – “Lipgloss And Letdown”
05 – “A Sip Of Wine Chased With Cyanide”
06 – “We Go To Eleven”
07 – “The Shooting Star That Destroyed Us”
08 – “A Song For A Broken Heart”
09 – “Annunciate While You Masticate”
10 – “Charred Fields Of Snow”
Tóndæmi er að finna hér: http://www.ferretstyle.com/astaticlullaby

Converge

Safndiskur hljómsveitarinnar Converge sem væntanlega verður gefinn út í lok janúar hefur fengið nafnið “Unloved And Weeded Out”. Diskurinn sem gefinn er út af Deathwish útgáfunni mun innihalda eftirfarandi lög:
01 – “Downpour”
02 – “Flowers And Razorwire”
03 – “Tremor”
04 – “Homesong”
05 – “For You”
06 – “Jacob’s Ladder”
07 – “Undo”
08 – “Towing Jehovah” (Demo)
09 – “The High Cost Of Playing God” (Demo)
10 – “When Forever Comes Crashing” (Demo)
11 – “The Year Of The Swine” (Demo)
12 – “Letterbomb” (Demo)
13 – “Locust Reign” (Live)
14 – “This Is Mine” (Live)

Cave In

Söngvari Cave In, Stephen Brodsky, tók nýlega upp sóló lag í viðbót við efni með hliðarverkefni sínu með Mike Law úr Euclid. Það var enginn annar en Kurt Ballou (gítarleikari Converge) sem sá um upptökur á efninu. Þetta hliðarverkefni þeirra Stephen og Mike hefur fengið nafnið New Ideas Society.

Somehow Hollow

Hljómsveitin Somehow Hollow (sem inniheldur fyrrum meðlimi hljómsveitarinnar Grade) mun senda frá sér nýja plötu á næstunni. Platan hefur fengið nafnið Busted Wings And Rusted Halos” og verður gefin út 28. jan af Victory útgáfunni.
01 – “Kamloops”
02 – “How Winter Killed Our Souls”
03 – “Darkest Day”
04 – “Halfway Gone”
05 – “Walking Clothed Foot”
06 – “A Lesson In Longing ”
07 – “Broken Chords”
08 – “Introduction To A Tragic Dream”
09 – “Never Let You Go”
10 – “The Witch Of Glen Cedar Gate”
11 – “Busted Stereos And Myself”

Loksins loksins

Loksins eftir langa bið eru dordingull.com síðurnar komnar upp aftur. Eins og fólk sér þá vantar heilan helling af því sem áður var á síðunum en þó nokkur hluti síðunnar en enn til og vonast ég bara til að ég nái að skella einhverju upp á næstu dögum/vikum. Núna vill ég biðja allt það lið sem vill endurnýja aðgang sinn að uppfærslukefi harðkjana vefsins (þar á meðal fréttir, kvikmyndaumfjöllun, plötudómar, umfjallanir og margt fleira) að hafa samband við mig ( valli@dordingull.com eða hardkjarni@dordingull.com ). Ég vill einnig biðja allar hljómsveitir að hafa samband við mig svo að ég geti komið öllum hljómsveitasíðum í lag. Gott væri ef þið senduð mér það nafn sem þið viljið nota sem notendanafn og það lykilorð sem þið óskið eftir. Góðar stundir!