Month: ágúst 2002

Wacken 2002

N-Þýskaland 1-3 ágúst

Borknagar, Bruce Dickinsson, Destruction, Children of Bodom,Blind Guardian,CannibalCorpse, Tom Angelripper,Immortal, Hypocrisy, My Dying bride… o.fl.

Við komum úr sitt hvorri áttinni, við 5 sem vorum saman; frá Köben,Berlín, Hamborg & Suður- Þýskalandi og mæltum okkur einhvern veginn mót. tjölduðum á ysta tjaldsvæðinu út í rassgati sem er korters ganga frá tónleikasvæðinu. Annar hópur af Íslendingum var líka á svæðinu, þannig að kannski voru um 10 Íslendingar þarna.

Fyrsta kvöldið (fimmtudag) breyttist festival-svæðið í einn stóran og sleipan leðjupyt eftir rigningar. Þetta ástand entist frammá miðjan föstudag( ég kom um hádegi) þegar sólin fór blessunarlega að skína og þurrkaðist drullan smám saman í mjúkan, svampkenndan leir. Hálmi var stráð yfir ört þverrandi drulluna en vinsælt var að kasta honum í loftið á tónleikum.

FÖSTUDAGUR 2 Ágúst

um kl.14
fyrst var farið í WET-stage sem er inní tjaldi og er minnsta sviðið.

Withering surface ****
danskt melódískt death metal var þar á ferð skemmtilegt & söngvarinn var algjör bolabítur. Hann talaði bara á dönsku við fólkið( kannski bara afþví hann sá danska fánann..) & gæti hafa sagt e-ð á þessa leið “sgu vi ikke få södmælk i kaffeeet, forhelvede !” aðal-gítarleikarinn var mjög flinkur. Tóku mörg lög af “Walking on Phantom ice” sem er góð skífa.

svo var haldið á risasviðið sem er tvöfalt: Black stage og Truemetal stage

Dying Fetus ****
Eitt intensífasta showið á hátíðinni: mikið um öskur, hraðabreytingar og dúndur-riff. Algjört kaos… en samt skipulagður hávaði. það var ómögulegt ekki að dilla hausnum! Flinkir öfgametal-kanar…

Borknagar *****
Þeirra músík er erfitt að framkvæma live. En þeim tókst það! þetta eru atvinnumenn og vita hvað þeir eru að gera! mikill samsuða af ólíkum tónstílum. Samt var ég hálfóánægður með hljóðið til að byrja með; alltof lágir gítarar.
Söngvarinn Vintersorg var allt í öllu! hvatti áhorfendur þegar allt virtist dauft. frábær skipti hjá honum yfir í Black og clean rödd. Gömlu lögin þeirra komu mjög vel út í hans flutningi
lagalistinn innihélt m.a.: “Genuine pulse, Gods of my world,Ruins of the future, Colossus, Oceans rise, Ad Noctem ”

Megaherz ****
Ekki var ég viðstaddur en þetta ku hafa verið mjög áhugavert band og gott andrúmsloft á gigginu. Ekki allsendis ólíkt Rammstein, grand viðlög en kannski meira um techno áhrif. Varla þarf að minnast á að þeir syngja á þýsku. Þeir spiluðu á Party-stage.

Destruction *****
við komum aðeins of seint á þessa en þegar við komum ruddumst við fremst og fórum hamförum Vési(motorhedfan) bjó til moshpitt upp úr þurru en fáir þorðu í hann og hans gadda. Síðan hjálpuðumst við að lyfta hver öðrum upp í crowdsörf oftar en einu sinni! Ég hitti Spánverja sem ég þekki fyrir hreina tilviljun. Honum fannst við vera dýrvitlausir! Bandið sjálft er rosalegt :class A speed metal!! Hvernig í andsk. geta 3 menn gert svona mikinn hávaða?! & hver efast um lagaheiti eins og ‘The Butcher Strikes Back’? Bandið ætlar að gefa út myndband af þessum svakatónleikunum

Bruce Dickinson ****
Það er undravert hvernig þessi maður á fimmtugsaldri getur hlaupið fram og aftur hægri vinstri í 1 & 1/2 tíma, vælandi eins og brunabjalla. Gaman að fylgast með kempunni sem tók meiraðsegja nokkur Iron Maiden lög t.d. “Revelations” “Ghost Of the Navigator” & “Powerslave”. og svo Tom Jones lagið Delilah!” samt var mest um sóló stöffið eins og “Tattooed Millionaire”

Children of Bodom *****
skollið var á myrkur þegar hér var komið við sögu og viðeigandi fyrir þessa súper-flinku Finna sem spila melodiskt- teknískt-death-metal og skipa Hljóðfæraleikara sem eru ekki hægt! mörg lög tekin af hinni frábæru plötu “Follow the reaper”= Bodom after midnight, Hate me! Kissing the Shadows, Every time I die og eldri lög t.d. “lake Bodom”
frábærir tónleikar.

My Dying Bride ****
það verður ekki annað sagt en að þeir eru mjög flottir á sviði. Drungalegir voru þessir ensku doom/gloom/death metal risar því þeir virtust vera 3 metrar á hæð uppi á sviðinu! bandið er eins og Jekyll og Hyde með þunglamalega parta hins vegar og dauðarokksparta annars vegar.
það eina sem ég hef að setja út á sveitina að þeir geta verið dálítið langdregnir, stundum er bara #gling,glong# í 5 mínútur og þá byrjar lagið fyrir alvöru!
lagalisti = My Hope The Destroyer ,The Cry of Mankind,She is the Dark,The Raven and the Rose,Turn Loose the Swans,The Return to the Beautiful,The Dreadful Hours

J.B.O. **1/2
The James Blast Orchestra þýskt ‘party metal’ band. Gott til að byrja með en ekkert sérstaklega frumlegt, spilar ábreiður m.a. með Britney Spears & ABBA, Enter Sandman á þýsku. Fyndið fyrst en verður leiðinlegt.

Candlemass ** gamalt sænskt Doom-metal, fengum leið á þeim mjöög fljótt

In extremo
þýskt miðaldametal, missti sjálfur af þeim en samkvæmt heimildum tóku þeir “Krummi svaf í klettagjá” á íslensku! þeir syngja á hinum ýmsum tungumálum og eru með sekkjapípu innanbands

LAUGARDAGUR

rétt fyrir 11 spiluðu
Criminal ****
sem er death-Trash metall frá Chile. Minnir nokkuð á Sepultura(Chaos AD-era) þeir komu virkilega á óvart! gnægð af chuggy-chuggy-riffum. Synd að það var illa mætt.

Evergrey****
sænskt prog-metal. fyrst vorru vandræði með hljóðið en það lagaðist fljótt. Þeir eiga margbreytileg lög og notkun hljómborðs kryddar lagasmíðarnar. Söngvarinn er með ráma og blúsaða rödd, hann kom vel út en ég hafði ekkert sérstakar mætur á honum áður fyrr.

Amon Amarth ***
kraftmikið víkinga metal. kannski of kraftmikið þannig að það hljómar einhæft til lengdar, samt fín afþreying…

Kalmah ****1/2
Þeir eru hluti af NWOFMDM (New Wave Of Finnish Melodic Death Metal!)Sambærilegir við Children of Bodom en hraðari & öfgafyllri, einkum söngurinn. Ég hafði einkar gaman að laginu “Principal hero!” (Mindless zero!) frábær frammistaða af melódísku extreme-metal

Nuclear Assault **
old school speed metal, aðrir virtust hafa meira gaman þessu en við þannig að við hypjaðum okkur fljótt

Falconer *****
blanda af folk-músik & powermetal. ég dýrka þetta band allavega! Söngvarinn er með mjög mjúka rödd og aðal gítarleikarinn hefur næmt eyra fyrir melódíu í sólóum sínum þetta var mikil stemning! sprautað var vatni á áhorfendur sem sungu með í mörgum viðlögum eitt skemmtilegasta lagið var Mindtraveler… (jájá ég veit að þetta hljómar gay!)

Immortal ****
náði í endann á þeim, virkuðu rosa evil & meiköppið sást langt að veit ekki alveg nóg um bandið en skilst að m.a. lögin Tyrant & Sons of northern darkness voru spiluð Mér finnst samt eitthvað skrýtið við það að horfá Blackmetal í sólskini, hefði fílað það betur í rökkri ágætasta afþreying. hef svosem ekkert meira um það að segja

Hypocrisy ****
þá voru það svenska döderokks-kungarna sem sérhæfa sig í tónlist um geimveru-brottnám
Þeir spiluðu auðvitað Final Chapter + nýtt & gamalt Foringinn Peter Tägtgren var ánægður með viðtökur og kvaðst djúpt snortinn að fólk nennti enn að styðja við bakið á þeim. ég er enginn megafan en þeir eru vissulega góðir. samt fór ég þegar þriðjungur var eftir, já sveiattann en varð að komast í hraðbanka!

Suidakra ***** & Mörk Gryning ****
þessi tvö bönd léku þjóðlegt black metal í Wet-stage. topp efni hér á ferð; fyrra bandið er þýskt en hitt sænskt

Cannibal Corpse ****
algjör klikkun,nokkrir Íslendinga í moshpitti og crowdsörfi, gítarsólóin voru geekkkt hröð & Corpsegrinder hljómaði eins og barkakýlið hefði verið barið uppí kjaft “this one’s dedicated to the ladies: Fucked with a knife!! af einhverjum ástæðum mega þeir ekki spila elsta efnið sitt í Þýskalandi sem er bara vitleysa! þarna var líka skoppandi risasundbolti..sælla minninga

Blind Guardian ****
Power metal eins og það gerist best. rífandi stemning. ljósasýning og flugeldar og það troðið að maður komst ekki áfram þótt maður væri 30 metra frá sviðinu!
Eins færir og bandið sjálft er í sínu eru 2 tímar bara fyrir allra hörðustu áhangendur. Þeir eiga nokkur stórgóð lög eins og“Into the storm”,“Mirror, mirror”, ”“Script for my requiem”, Nightfall… en sumt er bara “filler” Þannig að við fórum eftir hálft showið

Kreator ****1/2
thrash metal konungar Þýskalands. Vorum mættir framarlega og skemmtum okkur vel. Þeir spiluðu því miður aðeins í 3 korter og stóðu sig með afburðum lög af nýju plötunni = “Violent Revolution” “All of the same blood”,“Servant in heaven, king in hell”, gömul lög fengu að sjálfssögðu að hljóma t.a.m.“Extreme Agression” & “Pleasure to kill”

Green Carnation ***
Við nenntum varla að líta á þennan fyrrverandi Emperor kall spila ambient-melodic-symphonic-dark eitthvað. orðnir þreyttir í fótunum og svangir

U.D.O. ****
Óvænt uppákoma hér á ferð hjá Accept söngvarinn Udo Dirkschneider sem er eins konar svar Þjóðverja við Rob Halford. hann lítur út eins og áttræður maður en öskrar með eindæmum! hlustuðum aðallega á hann sitjandi og étandi í góðu chilli meðan “Balls to the Wall” og “Metalheart” héltu stuðinu lifandi

Onkel Tom Angelripper *****
klukkan var orðin rúmlega 2 að nóttu þegar Onkel Tom byrjaði ( söngvari thrashbandsins Sodom). Við mættum mjög tímanlega og allra fremst því við erum miklir aðdáendur þessa manns sem tekur klassísk þýsk drykkjulög og setur þau í thrash metal búning. Þvílík Snilld! Brátt varð mjög troðið og allt morandi í crowdsörfi. fólk öskraði milli laga á “Frei Bier” það var ekki vandamál fyrir Onkelinn sem varpaði dósum til áhorfenda. þegar líða tók á tónleikana varð sviðið að stóru teiti: troðið af 50 manns dansandi og drekkandi með hljómsveitinni! lagalistinn innhélt m.a.“Immer wenn ich traurig bin”,“In München steht ein Hoffbrauhaus”, “Schnaps das war sein letzte Word”, Trink! Brüderlein Trink! Bier her,Bier her…

önnur skemmtun:

oft vorum við að týnast og hittast fyrir tilviljun, vonandi að Gemsinn yrði ekki batteríslaus.
Á tjaldsvæðinu var fenginn sopi með Þjóðverjum og Svíum og bullað í þeim

ekki má gleyma:

-Metalmarkaðnum sem var stærri sem aldrei fyrr, reglulega tróðu upp stripparar þar!
-Bjórgarðinum Paulaner Biergarten, þar sem setið var að sumbli.
-mat eins og Víkingaborgurumr, Hunangsmiði í Drykkjarhorni!

Þetta var hörkufjör og gaf hátíðinni í fyrra lítið eftir.

Bessi = Berserkur
(með aðstoð Vésteins = motorheadfan)

Bessi & Vésteinn