Month: júlí 2002

Slayer

Madrid, Amfiteatro de Leganés 11. júli

Slayer,Narco,Hora zulu

Fór með vini mínum Pablo í úthverfi Madrid í hálfskrýtið útileikhús með bratta steinpalla/tröppur og blómapotta fyrir framan sviðið.

Lókal upphitunarböndin fengu um 40mínútur hver.

Hora zulu, ungt rapmetalband frá Andalúsíu hóf leikinn, með skratzara, og söngvara sem rappaði 20 orð á sekúndu. Ekki alslæmt; nokkur góð riff og hraðar trommur, áhorfendur sátu samt sem fastast. Tóku þeir m.a. slagarann “Andaluz de nacimiento”

Að því loknu komu Narco; með rosalega dimmraddaðan og massaðan söngvara, spiluðu þeir einskonar rap- grindcore, nokkuð skemmtilegt. Lögin “La puta policia” & “la cucaracha” voru grípandi.

Eftir dágóða bið hlupu Kóngarnir í lemjimálminum skyndilega á svið. Þeir spiluðu í um 1 og hálfan tíma

Ég skrifaði flest niður það sem þeir spiluðu en týndi mér stundum í trylltum dansi…set þetta krónólógíska tímaröð:

af eldgamla efninu tóku þeir allavega “Die by the sword” & “Hell awaits”

Kerry King var með hökuskeggið vafið í teygju, skemmtilega töff hreyfingar hjá kallinum.
Tom Araya gantaðist við áhorfendur og benti á þann sem var brjálaðastur hvert skipti. Hann hefur grennst, en hann var með bumbu fyrir nokkru, og ójá maðurinn getur öskrað eins og honum einum er lagið… og haldið “ræðu” sem var eitthvað á þessa leið: there are many ways to achieve death…there are many ways to devastate one´s soul… með grimmdarröddu

af massaskífunni þekktu var “Postmortem“, að sjálfsögðu “Raining Blood” og “Angel of death” framreitt af einskærri eðalmennsku

af samnefndri plötu var “South of heaven” & “Mandatory suicide” látin líta dagsins ljós

og af þeirri flögu sem kemst ansi nálægt því að vera uppáhalds Slayer platan mín var boðið uppá:
“War ensemble“( djöfull var slammað þá)!,“Born of fire“, “Dead skin mask“,“Spirit in black”
Var ég óviðbúinn því “Seasons in the abyss” væri tekið… en viti menn!

tóku eitt lag af Divine intervention, minnir að það hafi verið “Mind control”

af Diabolusinum var hið grípandi “Stain of mind” látið fóðra eyrað

af nýju plötunni komu eftirfarandi ballöður “Disciple“
( fyrsta lagið sem þeir tóku),“God sent death“ “Treshold“,“Exile“,“Bloodline“, “Payback” (bjóst varla við því brjálæði heldur)

eitt sinn komst einn vitleysingur á sviðið og dillaði sínum afturenda en honum var umsvifalaust vísað burt

Þakkað var undir lokin þeim 1500 sem komu, Dave Lombardo með þessa fínu derhúfu henti trommukjuðum og King/Hanneman köstuðu ótal gítarnöglum í mannhafið.
Stórvel gert hjá gömlu kempunum í alla staði þó að stemningin og hefði mátt vera eilítið betri og ef fleiri hefðu látið sjá sig. .. afhverju er ég samt að kvarta?

Bessi

Strife í London

The Garage, London 30. júní 2002

Strife, Skarhead, Incoherence

Við mættum snemma til að redda okkur miða á tónleikana. Það var gott að mæta snemma því að þá fékk maður góðan tíma til að kíkja á distro og svoleiðis. Það er alltaf gaman að koma á tónleika sem eru að selja eitthvað cool efni. Hljómsveitirnar sjálfar voru að því í þetta skipti og var það enginn annar en söngvari Strife Rick Rodney sem var einn að selja boli og peysur fyrir hönd bandins, seinna komu Skarhead liðarnir með sitt efni. Incoherence voru á svæðinu einnig að selja boli og diska.

Fyrstir á viðið voru Bretarnir í Incoherence. Þetta er að ég held í 4 eða 5 skiptið sem ég sé bandið, sem er ekkert nema gott. Bandið spilar metal blandað hardcore sem minnir mann á köflum á Shelter en aftur á móti koma nokkrir harðir metal kaflar inn sem heilla mig persónulega mest. Hljómsveitin stóð sig afar vel þetta kvöldið, og ekki er verra að hafa svona gott sound eins og mér fannst vera þarna inni. Verst var hvað liðið á tónleikunum var lítið að hreifa sig, en ætli fólk hafi ekki verið að slappa af fyrir hin böndin.

Næstir á svið voru New York búarnir í Skarhead. Ég hlustaði einu sinni helvíti mikið á diskinn þeirra Kings At Crime, enda eðal gripur fyrir alla þá sem fíla óld skúl jaawk hadko. Það var óskup fyndið að hlusta á introið þeirra þegar bandið steig á svið. Eitthvað jesúlag sem var helvíti fyndið. Það kom mér skemmtilega á óvart að fyrrum bassaleikari Madball var kominn í bandið og gladdi það mig alveg ákvaflega mikið. HOYA er maðurinn!! Ég held að ég hafi aldrei séð band skemmta sér jafn mikið á sviði og þetta band, það var bara rosalega gaman að horfa á þá. Lord Ezec og Myke 9 voru helvíti góðir og fíla ég þá röddina í Lord Ezec alveg einstaklega mikið. Þeir voru mikið að gríanst í hvorum öðrum og fengu alla á svæðinu til að öskra á HoYA að fá madball aftur saman. Ég tók að sjálfsögðu vel undir í þeim öskrum. “20.000 $” var víst svarið þeirra.. Þeir komu mér virkilega á óvart og voru þrusu góðir.

Strife voru næstir á svið. Shit. Ég hef haldið upp á þetta band í þó nokkurn tíma núna og var því alveg frábært að fá að sjá þá spila. Ég hef lengi talið að það sé oftast betra að sjá band spila á tónleikum í staðinn fyrir á festivali. Nálægðin og samskiptin við bandið eru oftast meiri og bara tilfinningin fyrir því að flestir (ef ekki allir) eru einmitt þarna til að sjá bara þetta band. Það var mikil orka í loftinu þegar þeir hljómar sveitarinnar byrjuðu. Hvílíkur kraftur! Ef þessi hljómsveit er ekki hardcore þá veit ég ekki hvað. Inn á milli laga kvatti söngvari sveitarinnar Rick Rodney til Samheldni innan senunnr, þar sem það skipti ekki máli hvaðan við vorum komin, við gætum alltaf fundið eitthvað sameignlegt. Það var augljóst að bandið var að skemmta sér vel, enda öskruðu meðlimir bandins á milli laga “you guy’s are awsome!” “best gig on this tour” ofl. Ég hafði mikið álit á bandinu þegar ég fór á tónleikana en núna hefur það aukist til muna. Það var eitt nýtt lag (held ég) sem ég heyrði þarna og var það vægast brjálað. Það byrjaði með vélbyssu hljóm sem síðan fékk undirspil frá restinni af bandinu. Brjálað. Þetta voru góðir tónleikar. Rispan á andlitinu á mér var vel þess virði að hafa upplifað þessa einstöku tónleika.

Valli