Madrid, Amfiteatro de Leganés 11. júli
Slayer,Narco,Hora zulu
Fór með vini mínum Pablo í úthverfi Madrid í hálfskrýtið útileikhús með bratta steinpalla/tröppur og blómapotta fyrir framan sviðið.
Lókal upphitunarböndin fengu um 40mínútur hver.
Hora zulu, ungt rapmetalband frá Andalúsíu hóf leikinn, með skratzara, og söngvara sem rappaði 20 orð á sekúndu. Ekki alslæmt; nokkur góð riff og hraðar trommur, áhorfendur sátu samt sem fastast. Tóku þeir m.a. slagarann “Andaluz de nacimiento”
Að því loknu komu Narco; með rosalega dimmraddaðan og massaðan söngvara, spiluðu þeir einskonar rap- grindcore, nokkuð skemmtilegt. Lögin “La puta policia” & “la cucaracha” voru grípandi.
Eftir dágóða bið hlupu Kóngarnir í lemjimálminum skyndilega á svið. Þeir spiluðu í um 1 og hálfan tíma
Ég skrifaði flest niður það sem þeir spiluðu en týndi mér stundum í trylltum dansi…set þetta krónólógíska tímaröð:
af eldgamla efninu tóku þeir allavega “Die by the sword” & “Hell awaits”
Kerry King var með hökuskeggið vafið í teygju, skemmtilega töff hreyfingar hjá kallinum.
Tom Araya gantaðist við áhorfendur og benti á þann sem var brjálaðastur hvert skipti. Hann hefur grennst, en hann var með bumbu fyrir nokkru, og ójá maðurinn getur öskrað eins og honum einum er lagið… og haldið “ræðu” sem var eitthvað á þessa leið: there are many ways to achieve death…there are many ways to devastate one´s soul… með grimmdarröddu
af massaskífunni þekktu var “Postmortem“, að sjálfsögðu “Raining Blood” og “Angel of death” framreitt af einskærri eðalmennsku
af samnefndri plötu var “South of heaven” & “Mandatory suicide” látin líta dagsins ljós
og af þeirri flögu sem kemst ansi nálægt því að vera uppáhalds Slayer platan mín var boðið uppá:
“War ensemble“( djöfull var slammað þá)!,“Born of fire“, “Dead skin mask“,“Spirit in black”
Var ég óviðbúinn því “Seasons in the abyss” væri tekið… en viti menn!
tóku eitt lag af Divine intervention, minnir að það hafi verið “Mind control”
af Diabolusinum var hið grípandi “Stain of mind” látið fóðra eyrað
af nýju plötunni komu eftirfarandi ballöður “Disciple“
( fyrsta lagið sem þeir tóku),“God sent death“ “Treshold“,“Exile“,“Bloodline“, “Payback” (bjóst varla við því brjálæði heldur)
eitt sinn komst einn vitleysingur á sviðið og dillaði sínum afturenda en honum var umsvifalaust vísað burt
Þakkað var undir lokin þeim 1500 sem komu, Dave Lombardo með þessa fínu derhúfu henti trommukjuðum og King/Hanneman köstuðu ótal gítarnöglum í mannhafið.
Stórvel gert hjá gömlu kempunum í alla staði þó að stemningin og hefði mátt vera eilítið betri og ef fleiri hefðu látið sjá sig. .. afhverju er ég samt að kvarta?
Bessi