The Garage – 24. júní 2002
Hatebreed, Stampin’ Ground, Knuckledust
Eftir mikið vesen að redda miða á tónleikana gat maður loksins slappað af og undirbúið sig fyrir kvöldið. Við Lísa mættum snemma og komum við í distroinu og keyptum ýmislegt dót af liðinu. Klukkan 20:00 steig fyrsta band kvöldins á sviðið. Hljómsveitinni Knuckledust var bætt við á síðustu stundu við þessa tónleika, og er þetta örugglega meðal hörðustu tónleika sem ég hef farið á. Knuckledust spila hart metalblandað hardcore með hálf-geltandi öskri söngvarnas. Mér finnst gítarleikari bandins ansi skemmtilegur á sviði, enda alltaf brosandi og í góðu skapi. Bandið er helvíti fínt, en þetta er toughguy core frá helvíti og frá fyrstu nótu myndaðist brjálaður pittur sem ég ákvað að halda mér frá um sinn.
Næstir á svið eftir frekar langa pásu frá spileríu voru íslandsvinirnir í Stampin’ Ground. Ég á erfitt með að líta á þetta band sem hardcore band því að þetta er bara pjúra metall! Fyrstu tvö lögin hefðu þessvegna verið gömul slayer coverlög spiluð á gríðarlegum hraða. Trommari sveitarinnar var alveg að brillera, enda hraðinn alveg brjálaður. Ég held að þetta hafi verið ný lög. Eftir þetta var komið að Officer Down, sem er lag sem allir virðast þekkja alveg helvíti vel. Í miðju lagi var allt stoppað þar sem það var slagur í pittinum.. Bandið sagði öllum að hætta og að vera ekki með þetta rugl, því að þetta væri niðrandi helvíti sem eigi ekki að sjást á hardcore tónleikum. Fólk er þarna til að skemma sér, ekki til að vera með einhverja aula stæla. Hljómsveitin var mun þyngri en ég hef séð þá áður, þannig að það má búast við nýja plata sveitarinnar þyngri en fyrra efni.
Hatebreed voru næstir á svið. Það var mikill spenningur í loftinu og allir stæðstu og hörðustu pittaranir voru mættir inn í miðjuna. Ég stóðst ekki freistinguna og fór að sviðinu. Eftir einhver vandræði með hljóðfæri byrjaði bandið loksins að spila. Það varð að sjálfsögðu allt vitlaust á svæðinu. Ég ákvað að halda mig við sviðið um sinn og söng með á fullu. Ég bjóst enganvegin við að hljómsveitin gæti spilað svona lengi, það er ekki langt frá því að hljómsveitin hafi tekið allt efni sem gefið hefur verið út á plötu. Í byrjun hélt bandið sig við nýtt efni en fór síðan í “Satisfaction is the Death of desire” efnið. Vá þeir voru góðir. Eftir smástund í pittinum fór ég aftar í salinn og horfði á restina af tónleikunum aftan úr sal. Þeir eru rosalega þéttir live.. ef þú fílar hatebreed á annað borð þá er þetta eitthvað sem þú átt alveg 100% eftir að skemmta þér vel við.
Frábær band.
Valli