Month: maí 2002

Tool í london

Brixton Academy, 13. maí 2002

Tool, Pablo

Helsti kosturinn við að búa í stórborg er að geta farið á tónleika eins og þessa, Tool, hversu cool er það. Fyrri tónleika sveitarinnar seldust upp nánast strax og því tel ég mig heppinn að það var ákveðið að halda aðra tónleika daginn eftir. Þetta eru fyrstu tónleikar sem ég fer á í Brixton Academy, og hlakkaði mér mikið til að sjá þennan fræga tónleikastað. Upphitunar band kvöldsins var pablo, en þeir voru ekkert voðalega mikið að heilla mig. Þetta var samt ágætis band, þeir voru svona í létt rokkaðri kanntinum með smá Alice in chains raddfíling á köflum.

Ég held að ekkert hafi geta undirbúið mig fyrir það sem ég átti eftir að sjá þarna um kvöldið. Fyrst á sviðið kom Danny Carey trommuleikari. Hann byrjaði að þvílíkum krafti að strax þá varð ég orðlaus. Bak við trommarann voru 2 stórir skjáir sem sýndu myndbönd sveitarinnar, en þau voru ekki eins og maður er vanur að sjá þau, því að myndirnar voru alveg í “sink” með tónlistinni og má segja að myndböndin hafi verið Live útgáfur af því sem maður sér í sjónvarpinu. Næstur á svið var bassaleikari sveitarinar, hann byrjaði á hráum og einföldum bassaleik sínum í blandi við trommurnar, eftir það kom snillingurinn Adam Jones með gítarinn sinn og fór að spila með. Adam var ekki bara með gítar, heldur var hann einnig með lítið piano, og bassa pedala (eins og er á gömlu orgelum). Maynard var næstur á sviðið og kom það heldur betur á óvart. Allan tíman var hann mjög aftarlega á sviðinu, hann var við sérstöku sviði við hliðina á trommaranum og var þar allt kvöldið. Hann var allur málaður og var held ég aðeins kælddur í pungbindi (eða eitthvað álíka). Að vísu var hann með belti.. Ég held að hann hafi verið málaður grænn öðru meginn á líkamanum en fjólublár hinumegin. Hreyfingar kappans voru einstakar og minntu mig á fólkið í Stinkfist myndbandinu.

Þvílíka snilldar hljóðfæraleik hef ég held ég aldrei upplifað áður, í blandi við draumkennda söng rödd Maynard sem var algjörlega galla laus. Að sjá allan þennan fjölda af fólki var gaman, ég var upp á svölum allan tíma, en náði að kíkja á slammandi aðdáendur bandins sem voru fyrir framan sviðið. Það var hörku slamm þarna, sem mér fannst frekar sniðugt.

Hérna fyrir neðan er lagalisti kvöldsins, eitt er víst að þetta eru tónleikar sem ég mun aldrei gleyma og tel ég þetta eina af allra bestu tónleikum sem ég hef séð, þeir voru allt öðru vísi en ég átti von á, og ekki sambærilegir við þau metal og hardcore bönd sem ég hef séð.

1. Triad
2. The Grudge
3. Stinkfist
4. Parabol
5. Parabola
6. Schism
7. Sober
8. H.
9. Disposition
10. Reflection
Hér gengu meðlimir bandins af sviði og þá hófst sýning á myndbandi sveitarinnar Parabol/parabola. Þetta er mjög flott myndband, og að mínu mati flottasta myndband sem ég hef séð með sveitinni. Eftir myndbandið gengu þeir aftur á sviðið og spiluðu eftirfarandi lög:
11. Flood
12. The Patient
13. Lateralus

Valli

Sick of it all í London

4. maí 2002 – Mean Fiddler London

Sick of it all, Rise Against, Waterdown, Misconduct

Sænsku pönkararnir í Misconduct byrjuðu kvöldið á sannarlega skemmtilegan máta. Þetta band spilar old school hardcore af bestu gerð. Hvort sem maður sé toughguy, pönkari eða fyrir þunga tóna þá ná þeir að halda manni við efnið. Eftir nokkra Oi-ara.. var komið að Minor Threat coverlagi sem virtist fara vel í hópinn (og mig þar á meðal).

Þýsku rokkararnir í Waterdown voru næstir á sviðið og er þetta í annað skiptið sem ég sé þá í London. Það sem er svo skemmtilegt við þetta band er að annar söngvari sveitarinnar eru svo svakalega góður söngvari (einn syngur en hinn öskrar), að hið hálfa væri miklu meira en nóg. Maðurinn er rosalega góður söngvari.. Hljómsveitin er rosalega góð og ég get vel ímyndað mér að þessi hljómsveit geti meikað það.. þeir gætu vel verið spilaðir á útvarpsstöðvum.. þetta er góð blanda af hardcore öskruðum lögum í blandi við emo slagara.. þetta er bara einfaldlega gott band.

Chicago bandið Rise Against var næst á sviðið, þeir spila einnig old school hardcore en í anda Sick of it all. Ég tel mig vera ferkar óheppinn að hafa ekki hlustað á þetta band áður og því þekkti ég ekkert af lögunum þeirra. Tónlistin sem þeir voru að spila var alveg rosalega góð, vægast sagt eðal hardcore.

Þegar maður fer á tónleika með Sick of it all þá veit maður að maður á eftir að skemmta sér. Þetta er í 5 skiptið sem ég sé bandið en í hvert skiptið skemmtir maður sér alltaf alveg frábærlega vel. Það er svo skemmtilegt að geta sungið með fullum sal af fólki, lög sem maður kann alveg rosalega vel. Það er gaman að vera hluti af þessu öllu saman. Þegar Craig bassaleikari bandsins tók lagið “Busted ” þá bara gat ég ekki staðist freystinguna lengur og ég hljóp inn í pittinn og var þar það sem eftir er tónleikanna. Ég öskraði svo mikið með öllum lögum sveitarinnar að ég held að ég hafi misst röddina á kafla. Pete söngvari sveitarinnar var í einkar góðu skapi og var sífellt að spjalla við liðið í salnum, um allt. Hann talaði um allt frá nýliðnum úrslitaleik í fótboltanum (sem hann vissi ekkert um) og hversu gaman væri að koma til London síðastliðin 10 ár. Í lok tónleikanna stökk Pete út í salinn og lenti beint á mér, það var fyndið.. það er alltaf gaman að sá Sick of it all, og ég ætla rétt að vona að ég sjái þetta band sem oftast.

Valli

Dillinger Escape Plan og Nasum í London

3. maí 2002 – Mean Fiddler London

The Dillinger Escape Plan, Nasum, Sikth

Ég kom inn á tónleikasvæðið þegar Sikth voru að spila, ég var nú ekkert að fylgjast mikið með bandinu, þar sem ég var búinn að sjá þá áður. Þetta er svosem ágætis band, en ég var bara ekki í neinu svakalegu numetal stuði þetta kvöldið. Hljómsveitin spilar blöndu af Incubuslegu Slipknotmetalli með 2 söngvurum. Ég þora veða að þeir verði stórir, enda eru þeir núþegar orðnir mun stærri en þegar ég sá þá fyrst sem var ekki fyrir svo löngu síðan.

Ég hef ekki hlustað mikið á Nasum, en ég hef samt tekið Human 2.0 diskinn þeirra í gegn. Það var að vísu fyrir of löngum tíma síðan. Þetta tríó kom mér heldur betur á óvart, ég bjóst við pura grind brjálaði allan tíma, en hljómsveitin er miklu meira en bara það. Hljómsveitin er í rauninni miklu betri en ég átti mögulega von á, þeir voru helvíti flottir á sviði og ég þori að veðja að bassaleikari bandins sé rosalega hálsvöðva þar sem hausinn á honum var á fullu allan tímann. Hljómsveitin bar vissan sænskan keim og heyrðist það þokkalega vel í rólegri lögum sveitarinnar (sem teljast kannski varla róleg að venjulegum mælikvarða). Ég skemmti mér rosalega vel að þeim og hugsaði að það væri nú erfitt að fylgja þessu eftir….

…. á fyrstu sekúntu tónleika dillinger escape plan var ég viss um að þeir væru betri en flest öll bönd sem ég hafði séð áður. Nokkrum sekúntum síðar var ég orðlaus og vissi ekki hvernig ég átti að taka því sem ég var að horfa. Þvílíka brjálaði og þvílíkan sjúkleika hef ég aldrei séð. Þessi hljómsveit er svo rosaleg á sviði að ég þori að veðja að hver einasta manneskja í heiminum hefði orðin heltekin af bandinu þegar þeir voru að spila. Vá vá vá… ég hef bara ekki séð svona ótrúlegheit.. Söngvari sveitarinnar var í áberandi flottum bol með mynd af Britney Spears, ég veit nú ekki hvort að þetta hafi yfirlýsing frá honum, eða ekki.. þetta var að minnstakosti fyndið. En hvernig fara þessi menn að vera svona brjálaðir á sviði og hvernig í anskotanum fara þeir að því að spila svona djöfulli vel í allri þessarri brjálæði. Ég held að engin manneskja sem ég þekki geti haldið út svona brjálaðri sviðsframkomu í svona langan tíma. Söngvari sveitarinnar ákvað að klífa upp á tæplega 3 metra háann hátalara stæðu sem stóð uppi á sviðinu. það leit út fyrir að hann ætlaði að hoppa á liðið sem hefði verið eins og að hoppa af stökkbrettinu í sundhöllinni ofan í pakkaðann salinn.. hann gerði það ekki sem betur fer kannski? Eftir að hafa klárað öll lögin sem þeir ætluðu að spila fóru þeir af sviði. Bandið var að sjálfsögðu kallað upp aftur. “This song is by a guy from around here, you might know him”, úr þessu fóru þeir beint yfir “Rebel Yell” með Billy Idol og ég (sem í gamladaga var mikill aðdándi hans) hef aldrei heyrt lagið jafn flott.. þvílíkur rokk slagari. Ef einhver hefur möguleika á því að sjá þetta band spila, þá vona ég ykkar vegna að þið nýtið ykkur tækifærið.. jafnvel þótt að þið fílið ekki bandið sjálft… það er algjör snilld að horfa á þá.

Ég held að ég hafi aldrei verið jafn heltekinn á einum tónleikum, þetta band er rosalegt… þeir eru frábærir! frábærir!!

Valli