Month: apríl 2002

Deviate – Útgáfutónleikar

Ancienne Belgique – Brussel, Belgíu – 5 og 6. apríl 2002

Deviate

Segja má að ég sé gamall aðdáandi hljómsveitarinnar Deviate. Það eru mörg ár síðan að ég heillaðist að bandinu fyrst eftir að hafa hlustað á disk með bandinu. Hljómsveitin er ein vinsælasta hardcore sveit belgíu og er búin að vera í gangi í meira en 10 ár. Eftir nokkrar vikur er von á nýjustu plötu sveitarinnar “Red Asunder” og var verið að halda upp á útgáfu disksins með því að halda þessa útgáfutónleika. Upphaflega átti bara halda 1 tónleika, en þar sem það seldist strax upp á tónleikana var ákveðið að halda auka tónleika daginn áður. Ég var á báðum tónleikunum.

Fyrir þá sem ekki þekkja þá spilar hljómsveitin Deviate hardcore í harðari kanntinum, í gegnum tíðina hafa þeir þeir spilað um nánast allan heim og þykja afar vinsælir í Japan. Meðlimir Biohazard, Backfire og Madball hafa sungið með þeim á fyrri útgáfum og nýlega spiluðu þeir ásamt Slayer og Pantera á stóru festivali í japan.

Hljómsveitin var ekki með neina stjörnustæla, heldur byrjuðu án upphitunarhljómsveitar á sínu prógrami. Fyrstu 2 lög sveitarinnar komu manni strax í góðan fíling. Ég þekki best efnið af plötunum State Of Grace og Thorn Of The Living og var því glaður að heyra lög sem ég þekki strax í upphaf tónleikanna. Sviðsframkoma sveitarinnar er ótrúlega skemmtileg, og fremur augljóst að hérna eru vanir menn á ferð. Söngvarinn er ekkert smá cool gaur en fremur öðruvísi en ég bjóst við… minni.. En þvílík stökk og læti í einum gaur. Röddin á honum er rosaleg… Það er ekki ósanngjart að lýsa tónlist sveitarinnar sem samanblöndu af Hatebreed, Biohazard (old school) og jafnvel Madball… nema bara með smá Belgíu fíling. Báðir tónleikarnir voru frekar svipaðir nema að seinni tónleikarnir voru kannski heldur betri. Hljómveitin tók 2 ný lög, titil lag nýju plötnnar og eitt annað 7mín. lag sem er ólíkt öðrum lögum sveitarinnar. Ég hélt að gítarleikari (Michel) ætlaði gjörsamlega að tjúllast í laginu og enda var hann á fullu allan tíma. Lagið var samt mun hægara en önnur lög sveitarinnar… gott lokalag á frábærum tónleikum.

Bæði kvöldin voru afarskemmtileg eftirpartý… það var djammað frameftir nóttu, ég held að ég hafi verið eini Straight edge gaurinn á svæðinu.. það var mikið dansað og mikið skemmt sér. Þvílíkt stuð..

Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur bandið þá endilega downloadið nýjasta lagi sveitarinnar af heimasíðu þeirra: http://www.deviate.net/RedAsunder.MP3

Valli

Stormfest 2002

Antverpen 7. apríl 2002

Do or Die, Arkangel, Angel Crew

Það hefur verið draumur lengi að sjá hljómsveitina Arkangel á sviði. Loksins var kominn tími til að sjá þetta frábæra band spila. Maður hefur heyrt margar sögur um bandið og hlakkaði því ennmeira til að sjá hvað myndir gerast. 2 tónleikumm fyrr slasaðist gítarleikari sveitarinnar eftir að hann fékk hljóðnema í hausinn og varð að fara með hann á sjúkrahús….

Stormfest hóst daginn áður en ég kom aðeins undir lok hátíðarinnar. Því miður þá missti ég af heilum helling af eðal böndum, en maður mun líklega sjá þau bönd bara seinna í staðinn. Við ákváðum að mæta í fyrra lagi, en fréttum seinna að tónleikunum hefði verið flýtt og því misstum við af nokkrum böndum á seinni dagi Stormfest. Fyrsta bandið sem við sáum var Do or Die. Ég held að “Toughguy” eigi einna best við þetta band. Flest allir í bandinu voru rosalegir jakar sem maður myndi ekki vilja lenda uppi á móti. Þetta var þungt toughguycore eins og það gerst allra best. Í sveitinni eru 2 söngvarar sem rífast um að öskra á líðinn.. slammið var hart. Það kom mér á óvart að það var fullt af gellum í pittinum. Þessar gellur voru ekkert smá harðar, þær voru rosalegar, gaurarnir voru eins og smábörn þegar þær tóku sína þyrluspaða og læti… þær voru að sjálfsögðu frá Bretlandi þar sem pittarnir þar eru örugglega með þeim harðari í Evrópu.

Næstir á dagskrá voru Arkangel. Þvílík snilld. Loksins fékk maður að sjá þá spila og þeir gáfu sko ekkert eftir. Baldur er brilliant söngvari og frábær frontmaður á þessu snilldar bandi. Ég skemmti mér alveg rosalega vel enda ekki verra að þekkja öll lög sveitarinnar. Ég var greinilega ekki sá eini þar sem það virtust allir vera syngjandi með textum sveitarinnar. Baldur er ekki einn af þeim söngvurum sem lætur lítið fara fyrir sér á sviðinu, hann stendur framarlega… fremst réttara sagt og gefur sko ekkert eftir. Hann ávarpaði liðið á milli laga sagði öllum þeim sem enn eru að segja lygasögur um bandið að fara til anskotans og þakkaði íslendingunum á svæðinu fyrir að mæta á svæðið… hehehe var að bæta þessu við. Arkangel voru klappaðir upp og tók aftur lagið From heaven we fall… sem er eitt af bestu lögum sveitarinnar. Eftir þetta langar mér að sjá þetta band spila á Íslandi… vonum bara að það takist sem fyrst.

Síðasta band kvöldins var Angel Crew. Það var einstaklega gaman að sjá bandið spila þetta kvöldið því að stemmingin eftir Arkangel var rosaleg. Angel Crew spiluðu mikið af coverlögum og voru bara í partý stuði. Það var Slayer lag, Crumbsuckers, Hatebreed og margrt margt meira… fyrir utan lögin sem er að finna á Another Day Living in Hatred. Upphaflega ætlaði hljómsveitin Backfire að ljúka tónleikunum, en löggan kom í veg fyrir það daginn áður og bannaði allt tónleikahald eftir klukkan 22:00. (Sem var mjög skiljanlegt, þar sem þetta var inni í miðju íbúðarhverfi…). Frábærir tónleikar.

Það var einnig gaman að kíkja í Goodlife búðina sem var á svæðinu með diska á sérstöku verði vegna hátíðíarinnar…

Valli

Fimmtudagsbræðingur

Hitt Húsið – 4.04.2001

Heróglymur, Citizen Joe & Fake Disorder

Við Pönkarinn löbbuðum okkur niður í Hitt Húsið í gærkvöldi til að kíkja á “fimmtudagsforleik” með Heróglym, Citizen Joe og Fake Disorder. Þar var mættur ágætis slæðingur af liði, eins og venjulega, til að fá heilsusamlegan skammt af hávaða og látum.

Heróglymur voru fyrstir á svið. Þeir hafa þróast ágætlega síðan ég sá þá síðast (í mússíggtilraunum í fyrra) og eru bæði þéttari og þyngri (sem er gott mál). Fyrsta lagið þeirra var alveg helvíti gott bara – en ég fór að missa fókusinn upp úr miðju prógrammi. Skemmtilega fönky pælingar hjá bassaleikaranum í byrjun á einu laginu – ég ætla bara rétt að vona að þeir fari ekki að spila eitthvað “rapp-rokk” í framtíðinni. Nei, ætli það sé hætta á því.

Næstir voru Citizen Joe. Fyrir algeran aulahátt missti ég af þeim á styrktartónleikum dordinguls.com og hlakkaði því til að heyra í bandinu. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum, því þarna er á ferðinni bráð skemmtileg hljómsveit. Þeir kynntu fyrsta lagið afsakandi, því þeir kláruðu að semja það í soundtest’inu og þar af leiðandi kynnu þeir það varla (rokk að láta það samt flakka!), enda þurfti söngvarinn að telja á fingrum sér til að vita hvenær hann þyrfti að öskra. Þeir keyrðu lagið samt ágætlega í gegn og þurftu bara að stoppa einu sinni til að ráða ráðum sínum um hvernig restin af laginu væri. Afgangurinn af prógramminu var samt betur æfður og Joe’s eru heldur betur að stimpla sig inn í senuna. Mest áberandi við bandið eru hressilegar og frumlegar barsmíðar trommuleikarans í takt við skemmtilegar riffa-pælingar gítars og bassa. Í stuttu máli sagt, efnilegt band sem sparkar í rass.

Fake Disorder voru næstir. Ég hef heyrt marga dissa sándið í þessum nýja tónleikasal, en ég er harður á því að Bibbi Curver og ”Hljóðmaður dauðans” eru að gera gott djobb. Að minsta kosti heyrði maður loksins almennilega pælingarnar hjá Disorder gaurunum (þó var sándið heldur síðra en það var hjá hinum böndunum og mér sýndist Casper vera í einhverju tjóni með magnarann hjá sér). Þeir voru vel þéttir og rúlluðu í gegn um settið sitt af öryggi. Og talandi um sett og öryggi, þá er það eitthvað sem Óli trommari er með á hreinu. Bandið hefur þróast mjög frá því á Tilraununum í fyrra og lagasmíðarnar eru flóknari og betri. Tónlistin er skemmtilega metal-skotin og þar með er athygli minni náð.

Góð skemmtun og ég sá bara ekkert eftir bíóferðinni sem ég frestaði til að geta mætt þarna.

Maddi