Ancienne Belgique – Brussel, Belgíu – 5 og 6. apríl 2002
Deviate
Segja má að ég sé gamall aðdáandi hljómsveitarinnar Deviate. Það eru mörg ár síðan að ég heillaðist að bandinu fyrst eftir að hafa hlustað á disk með bandinu. Hljómsveitin er ein vinsælasta hardcore sveit belgíu og er búin að vera í gangi í meira en 10 ár. Eftir nokkrar vikur er von á nýjustu plötu sveitarinnar “Red Asunder” og var verið að halda upp á útgáfu disksins með því að halda þessa útgáfutónleika. Upphaflega átti bara halda 1 tónleika, en þar sem það seldist strax upp á tónleikana var ákveðið að halda auka tónleika daginn áður. Ég var á báðum tónleikunum.
Fyrir þá sem ekki þekkja þá spilar hljómsveitin Deviate hardcore í harðari kanntinum, í gegnum tíðina hafa þeir þeir spilað um nánast allan heim og þykja afar vinsælir í Japan. Meðlimir Biohazard, Backfire og Madball hafa sungið með þeim á fyrri útgáfum og nýlega spiluðu þeir ásamt Slayer og Pantera á stóru festivali í japan.
Hljómsveitin var ekki með neina stjörnustæla, heldur byrjuðu án upphitunarhljómsveitar á sínu prógrami. Fyrstu 2 lög sveitarinnar komu manni strax í góðan fíling. Ég þekki best efnið af plötunum State Of Grace og Thorn Of The Living og var því glaður að heyra lög sem ég þekki strax í upphaf tónleikanna. Sviðsframkoma sveitarinnar er ótrúlega skemmtileg, og fremur augljóst að hérna eru vanir menn á ferð. Söngvarinn er ekkert smá cool gaur en fremur öðruvísi en ég bjóst við… minni.. En þvílík stökk og læti í einum gaur. Röddin á honum er rosaleg… Það er ekki ósanngjart að lýsa tónlist sveitarinnar sem samanblöndu af Hatebreed, Biohazard (old school) og jafnvel Madball… nema bara með smá Belgíu fíling. Báðir tónleikarnir voru frekar svipaðir nema að seinni tónleikarnir voru kannski heldur betri. Hljómveitin tók 2 ný lög, titil lag nýju plötnnar og eitt annað 7mín. lag sem er ólíkt öðrum lögum sveitarinnar. Ég hélt að gítarleikari (Michel) ætlaði gjörsamlega að tjúllast í laginu og enda var hann á fullu allan tíma. Lagið var samt mun hægara en önnur lög sveitarinnar… gott lokalag á frábærum tónleikum.
Bæði kvöldin voru afarskemmtileg eftirpartý… það var djammað frameftir nóttu, ég held að ég hafi verið eini Straight edge gaurinn á svæðinu.. það var mikið dansað og mikið skemmt sér. Þvílíkt stuð..
Ef þið hafið áhuga á að kynna ykkur bandið þá endilega downloadið nýjasta lagi sveitarinnar af heimasíðu þeirra: http://www.deviate.net/RedAsunder.MP3
Valli