Month: febrúar 2002

Útgáfutónleikar Down To Earth í Hólmaseli

Hólmaseli 22.2.02.

Down To Earth, Andlát, I Adapt o.fl.

Ég rataði í Hólmasel eftir símtal við Villa Militant og korti úr símaskránni. Hávaðinn var þegar farinn að hrella nágrannana (það er alltaf hægt að finna nágranna sem láta auðveldlega hrellast) því einhver peyjahljómsveit sem ég kannaðist ekkert við og náði aldrei hvað heitir, var að skella yfir mannskapinn einföldu metalcore sem bar með sér mikinn byrjendabrag, svona eins og allar þær góðu hljómsveitir sem við þekkjum í dag voru í upphafi.

I Adapt fóru að koma sér fyrir meðan fjölgaði í salnum. Óli, trommari Fake Disorder, er farinn að tromma með þeim hardcore strumpum og virtist passa vel inn í bandið. Mig grunar að hann sé líka “hard-to-the-core” eins og þeir I Adapt menn leggja mikið upp úr í sínum tónlistarflutningi og yfirleitt í því hvernig hljómsveitin gengur fyrir sig með jákvæðum skilaboðum til áhorfenda, tónleikaferðum út á land án þess að pæla í peningunum heldur ánægjunni. Þeir sköpuðu þegar góða stemningu við slagara eins og “Six feet under but still worth it” sem allir geta sungið með og slammað við. Og það var einmitt það sem margir gerðu. Birkir var eitthvað í tæknivandamálum (ekki sterka hlið nokkurs söngvara) vegna mikrófónsnúra og fékk loks svo stutta snúru að hann gat ekki hreyft sig jafn mikið og hann er vanur. En þrátt fyrir það gaf hann fólki góð ráð og kom með tillögur um bætt ástand í samgangi manna á milli og hoppaði svo um eins og snúran leyfði. Villi missti sig, eins og hans er von og vísa, grýtti frá sér bassanum í miðju lagi og hoppaði í pyttinn. Frábært tónleikaband með virkilega grípandi lagasmíðar eins og alltaf. Ég held að þeir hafi tekið a.m.k. tvö nýrri frumsamin lög sem voru hægari og þyngri lagasmíðapælingar en þeir eru orðnir þekktir fyrir. Auðvitað gott stöff samt.

Andlát voru eftirvænting kvöldsins eftir fimm mánaða tónleikahlé. Valur orðinn annar gítarleikari, og Maggi (Stegla, Porker, Gyllinæð) kominn bakvið settið. Gamlir slagarar eins og “Locked Away” gerðu lukku og áhangendur umkringdu Sigga T til að syngja með, en nýja efnið er svo ótrúlegt að ég var ekki almennilega að átta mig á bandinu (hljómurinn ekki alltaf upp á það besta heldur) og þeir verða að gera svo vel að vera duglegir að spila á tónleikum á næstunni til að kynna nýja efnið. Smástund datt mér í hug eilíf snilld á borð við EyeHateGod en það var bara í smástund því þeir Andlátsmenn láta ekki negla sig svo auðveldlega niður. Þeir hafa orðið fyrir magnaðri þróun í æfingabúðum síðustu mánaða. Maggi setur mikinn svip á lagasmíðarnar og aukinn hraði kominn í allt prógrammið þeirra án þess að sá ofurþungi sem kenndi þá við mulningsvél í upphafi hafi nokkuð látíð á sjá. Mig hlakkar virkilega til að heyra afrakstur þeirrar stúdíóvinnu sem þeir standa í núna.

Down To Earth voru að selja demoið sitt á staðnum og stóðu náttúrulega fyrir tónleikunum í upphafi. Þeir stukku á svið og hættu svo ekkert að stökkva um sviðið, fram af sviðinu og um allan sal, fyrr en einhverntímann eftir að ég var farinn af svæðinu. Þeir skelltu sínu eitilharða metalcoreafbrigði yfir tónleikagesti af mikilli ánægju og gaman að sjá hvað þeir eru orðnir öruggir með sig og hljómsveitin öll þéttari og hraðari síðan ég heyrði lauslega í þeim á Kakóbarnum í fyrra. Söngvarinn á svo hrikaleg öskur til að rödd hans verður skerandi og trommuleikarinn heldur grind köflum þéttum og hörðum. Þetta er band sem ég spái bjartri framtíð í hávaðabransanum.

Ég vil, fyrir hönd allra sem skemmtu sér vel á tónleikunum, þakka starfsfólki Hólmasels fyrir að standa fyrir þessum tónleikum og vona að framhald verði á þessháttar framtaki.

Siggi Pönk

BIOHAZARD

Amager bio Kaupmannahöfn,16 febrúar

Biohazard & Backfire

Tónleikar þessir voru haldnir í skuggalegu í húsasundi sem leit út eins og skemma að innan
maður skellti sér nú á þetta þótt mar sé nú enginn hardcore..ehm,hardcore aðdáandi.
Þar að auki var þetta Tour against terrorism: gott málefniii..
[Cranberries(uppselt) og Á móti sól (íslendingaþorrablót)voru raunar að spila á sama tíma.]

Upphitunarsveitin hét Backfire og spilaði í um 3 korter fínasta hardcore, þeir eru hollenskir að ég held og flestir með derhúfur. Lítil hreyfing var á fólki þrátt fyrir mjög góða frammistöðu þeirra, nokkrir dilluðu sér en flestir stóðu eins og þvörur og ég fór að huxa hvort þetta yrði líka svona dauflegt þegar bæóhezörd byrjuðu…rúmlega kl. 22 nei, Alls ekki!
sífellt fleiri mynduðu stóran pytt þar, og stuð varð raunin!

BH byrjuðu á ,,Sellout” af nýju plötunni (sem gefin var út 11.Sept.) og spiluðu í cirka 1 ½ tíma og tóku lög af öllum sínum breiðskífum, ég man ekki nákvæmlega öll nöfnin en samt = ,,Get away” ,,Last man standing” ,,Switchback” ,,Uncivilization” ,,A lot to learn” ,,These eyes have seen” ,,HFFK” ,,Resist”
allmikið var um Stagedæv!

30-40 manns fóru upp á svið þegar á leið og djömmuðu með bandinu,
Vöðvatattúbúntið Evan Seinfeld kyssti stúlku eina sem gerði sér ferð uppá svið og mælti við alla karlmennina: ,,hey! We don´t want you ugly guys up here”,
En Dansker kom með Biohazard-tatto á maganum og heilsaði goðunum sínum, sagði
,,æ læk ju veí mötj” Billy Graziadei gítarleikari/söngvari leyfði fólki að fikta við gítarinn sinn og syngja með.

Seinfeld bað múginn að mynda “ circle of death” þar sem hlaupið var fyrst réttsælis,svo rangsælis, og bað alla um að koma nálægt sviðinu og taka utan um næstu persónu!

….choose your friends carefully! freedom of da individual! we´re one big family.
pump your fist like this!! rapisontravsonis! Hnefum steytt í loft

í lokin voru kover af Agnostic Front (any oldschool haadkoa fans out here?)og Cypress Hill og ballaðan ,,Loss” þar sem þónokkrum kveikjurum var smellt upp í loft.

ætli hafi ekki verið í kringum 400-500 manns mættir , hörkutónleikar, stuð og frábært live band

ég tók í höndina á Seinfeld og þakkaði fyrir mig

Bessi

Iced Earth

Vega, Kaupmannahöfn, 14 febrúar

Iced Earth

Ég mætti á svæðið milli kl. 14-15 með Þorsteini ( thorokol) og í gegnum hans sambönd í Danaveldi (við Intromental management) fengum við að vinna ,,backstage” við að bera sviðs & hljóðfæradót. Náði ég stuttu spjalli við John Schaffer, Matt Barlow & Richard Christy. Þeir voru nemlig í næsta herbergi og við burðardýrin!

Það var nokkuð svalt að vera einn ásamt þýskum/bandarískum róturunum (10manns) á æfingu bandsins fyrir giggið.

Það kom mér á óvart hve salurinn var lítill og hve Danir eru smekklausir því 354 manns mættu og flestir útlendingar,(Svíar,Norðmenn,Lettar!) það þurfti reyndar 350 til að skipuleggjendurnir lentu ekki í tapi.

kl. 21 hófust tónleikanir

bandið spilaði 3 sett. Spilatíminn var alls 2 ½ tíma og var 10 mínútna hlé á milli setta.

I-SETT:
Gamla efnið frá 1990-1995, meðal annars,,Iced earth” ,,Stormrider”,,Travel in Stygian” ,,Pure evil”,, Desert rain” ,,Creator Failure” .

algjör helvítis Thrashveisla og slamm!
brjálæðingarnir sem fremst voru söngluðu samtaka ooooóóóó… úúú….óóóó í instrumental köflum.

gaman að heyra ,,Brainwashed” lag tileinkað Omega liðinu og þvíumlíkum gimpum =…lies! foolish lies! behind their brainwashed eyes!!

II-SETT
Efni frá plötunum ,,Dark Saga“ & ,,Something wicked“ (96-‘98)
Lög tekin= ,,Hunter” ,,Vengeance is mine” ,,Burning times”
,,Question of Heaven” ótrúlegt lag!… rosalega dramatískt. 🙁
,,Watching over me” (persónulegt lag um vin sem dó)

Keyrslulögin,,Stand alone” þar sem allir sungu með í viðlaginu ,,My own saviour ”

síðan í lokin Trílógían magnaða og epísku lögin ,,Prophecy” ,,Birth of the wicked” ,,The coming curse” … mjög mikið fjör uppvið sviðið! (verst að einn gaur var blindfullur og gat vart staðið í fæturna og þvældist fyrir öllum)

Matt Barlow söngvari kom með nokkur komment og hvatningar til áhorfenda á milli laga t.d.= ,,those people that don´t understand what heavymetal is about, you look’em straight in the eye and say; hey! Fuck you!”

III-SETT
Var stöffið af nýju skífunni ,,Horror show”
lög: ,,Wolf” ,,Damien” ,,Frankenstein” ,,Dracula” ,,Jekyll and Hyde” ,,Jack” & Iron Maiden ábreiðan ,,Transylvania” gamangaman; róleg og samtímis hröð lög

ég var beðinn um að vera vörður og bægja crowdsörfurum frá og aftur í áhorfendastæðið… ái! eyrun á mér!

Larry Tarnowski og Schaffer gítarleikarar grettu sig títt ,,evil” svip og spiluðu lýtalaus gítarsóló. James Macdonough margtattúveraði bassaleikarinn var þéttur og Richard Christy með bjórvömbina og fléttað hár lamdi húðirnar af ákafa.

aðalmaðurinn Schaffer mælti í lokin: ,,next time tell all your friends to come so we can play at the Big stage” hann var skilst mér mjög ánægður með hljóðið á staðnum.

Iced earth taka starf sitt alvarlega og gildir einu hvort spilað er fyrir 400 eða 4000 manns, þeir leggja sig 110% fram í sviðsframkomu og spilamennsku

ég skemmti mér konunglega… vel á minnst!

Bessi

Dream Theater og Pain of Salvation

Kaupmannahöfn 28. janúar 2002

Dream Theater, Pain of Salvation

Dream Theater og Pain of Salvation eru eins og stendur saman á tónleikaferðalagi um Evrópu og spiluðu í Kaupmannahöfn 28. janúar 2002. Ég var þar…

Giggið var frábært!

Þetta var annað skiptið sem ég sé Dream Theater live og þetta var eiginlega miklu betra en fyrra skiptið… Salurinn var pakkaður (einhver nefndi 3000 manns, en ég á eftir að heyra meira um það), stemningin góð og sándið rosalegt hjá DT!

Reyndar fékk Pain of Salvation svo miklu lélegra sánd, að ég átti erfitt með að njóta fyrstu tónanna hjá DT þegar ég uppgötvaði það að sándkerfið var bara ekki svona lélegt, heldur hafði PoS litið hálf amatörlega út vegna lélegs sánds (ég veit hvernig þeir eiga að hljóma). Samt, ég er nokkuð viss um að þeir hafi eignast þónokkuð af aðdáendum, þar sem ég tel að ekki nema hluti af gestunum hafi kannast við þá fyrirfram.

PoS voru þrátt fyrir allt frábærir, Daniel impressaði alla með söng sínum, og Kristoffer töfraði alla úr skónum þegar hann náði í sellóið sitt og spilaði á það við lagið Undertow af nýju plötunni.

Eitt sem gerði Dream Theater eins minnisstæða og raun bar vitni, var aðallega Mike Portnoy. Nú er það svo að Johan Langell spilar á þokkalega stórt trommusett (með t.d. 10 symbölum, tveimur bassatrommum, 5 tom. o.s.frv.) en það gjörsamlega hvarf í samanburði við skrýmslið sem MP notaði. Á meðan PoS var að spila var settið hans MP dekkað til, en það gjörsamlega gnæfði yfir allt saman þarna á sviðinu (þó var það
reyndar á palli…).

Bara svo þið vitið um hvað ég er að tala, þá er þetta settið hans MP. Það heitir “The Siameese Monster”:

3 bassatrommur… tveir snerlar… óteljandi symbalar… Maður verður hálf agndofa þegar maður sér svona og upplifir Live. Make no mistake about it. Maðurinn notaði ALLT settið!!

p.s. Sett hefur verið upp tourdiary fyrir Pain of Salvation sem meðlimir bandsins skrifa í. Slóðin er
target=_new>http://home.wanadoo.nl/almarenherma/Tourdiary/Tourdiary.htm

en þar er hægt að lesa ýmisleg komment frá bandinu um alla tónleikana á ferðalaginu.

Þorsteinn