Month: janúar 2002

Mínus í London

Underworld, London -Miðvikudagurinn 23. janúar

Mahumodo, Matter, Mínus, Charger

Eftir að hafa flutt frá íslandi hef ég fundið soldið fyrir því að ég sakni íslensku hljómsveitanna heima. Þess vegna hefur mér hlakkað mikið til að mínus spiluðu hér í London. Staðurinn sem þessir tónleikar verða haldnir á ber nafnið Underworld og er þetta vinsæll staður meðal hardcore og metal banda til að spila á. Við Lísabet vorum mætt snemma enda var mikil eftirvæntingin mikil. Þegar fólkinu var loksins hleypt inn var reynt að koma sér fyrir þannig að við myndum njóta tónleikanna sem mest.

Fyrsta band kvöldins var sveitin Mahumodo. Hljómsveitin var vægast sagt drullu góð og alveg helvíti þétt. Hljómsveitin telur sig spila Will Haven/Deftones-lega metal tónlist, og má segja að það sé fullkomin lýsing á sveitinni. Mahumodo voru mjög skemmtilegir til að bæði hluta og horfa á, og mun ég sjálfsagt reyna að sjá sveitina aftur á tónleikum við fyrsta tækifæri. Næstir á svið var eitt af aðalböndum kvöldins, Matter. Matter hafa fengið fína umfjöllun í tónlistarblöðum hérlendis, en einhvernveginn fannst mér þeir alls ekki standa undir nafni. Mér fannst þeir bara ekkert sérstakir. Þeir spila einhverskonar metal tónlist sem á köflum minnir mann á Entombed, nema hvað… mjög lélega útgáfu af Entombed. Það voru að vísu nokkur lög sem náðu athygli en fyrir utan það þá efast ég ekki að þeir voru slakasta band kvöldins.

Mínus. Það vita allir heima á Íslandi hversu góðir Mínus eru á sviði, núna vita bretar það líka. Það var auðvitað gaman að hitta strákana og sjá þá sanna sig hérna í bretlandi. Ég var svolítið svektur að sjá ekki Bibba Curver á sviðinu, en hann var fyrir aftan aðdáendurnar (hjá mixeraborðinu) að gera sína töfra. Hávaðinn var rosalegur, Mínus hafa aldrei verið jafn háværir eins og í Underworld. Noise kaflar Bibba voru sérstaklega háværir, en þeir virkuðu vel. Mínus virtust vera öryggir á sviðinu og var sérstaklega gaman að fylgjast með áhorfengum salsins missa andlitið við nokkur lög sveitarinnar. Mínus tóku 2 ný lög sem hljómuðu þung, extreme og noisy… eða einhvernvegin harðari en JCB efnið. Flottir kaflar í lögunum. Ég er enn slappur í eyrunum eftir kvöldið. Þetta er frábær byrjun á góðum túr.

Charger eru næstir á svið og maður áttar sig á því hversu ólíkar þessar sveitir eru þegar þeir byrja á sínum fyrstu tónum. Hljómsveitin spilar tónlist á við Iron Monkey, Eyehategod og slíkt. Þeir eru ekki jafn góðir og Eyehategod, en þeir eru samt helvíti skemmtilegir. Oftast er mjög auðveldlega hægt að tengja eiturlyf við þessa tegund tónlist, bæði textalega og fleira.. þess vegna fannst mér helvíti skemmtilegt að sjá að bassaleikari sveitarinnar var augljóslega straight edge. Enda merkur í bak of fyrir, hann hafði fyrr um kvöldið einmitt lýst yfir ánægju sinni fyrir Straight Edge jakkanum sem ég var í.

Allt í allt má segja að mínus hafi ráðið öllu þetta kvöldið.
Mínus voru áberandi góðir.

Valli

CAVE IN – LONDON

Underworld, London -Fimmtudagur 17. janúar

Cave IN, Sikth, Forever until October

Eftir mikið vandamál með lestir fyrr um daginn voru tónleikar einmitt það sem ég þurfti til að slaka á eftir daginn. Okkur Lísu var búið að hlakka mikið til að fara á þessa tónleika, ég meina hver myndi ekki gera það… Cave IN!

Þegar við komum að Underworld, beið okkar löng röð af fólki, enda fljótt uppselt á tónleikana. Þegar við loksins komumst inn var hljómsveitin Forever until October byrjuð að spila. Hljómsveitin náði strax að heilla mig enda blönduðu þeir sínum rólega emo hljóm mjög vel harðari hardcore takta. Mér fannst bandið það skemmtilegt að ég keypti mér 3 laga EP plötu með þeim. Platan er ekki jafn góð og ég vonaðist, þar sem mér finnst vanta allan kraftinn sem þeir sýndu á sviðinu.

Næsta band á sviðið var eitthvað ég vissi ekkert um. Í byrjun hélt ég… bíddu eru Cave in að byrja.. þar sem gítarleikararnir voru að leika sér eitthvað með gítareffectana sína. Ég bæði sá og heyrði að svo var ekki. Allt í einu byrja öskur sem minntu mig og fleiri á söng söngvara Korn í laginu “Twisted”. Síðan byrjar þessi líka svakalegi metalcore kafli, sem strax á eftir er fylgt af mun poppaðari Incubus legum kafla. Eitt er víst að hljómsveitin kann að láta taka eftir sér, og spilamennska sveitarinnar var alveg helvíti fín. Það var samt eitthvað sem situr í mér við bandið. Eitthvað sem ég er ekki að fíla. Það var örggulega að stórhluti af söngunum var rappaður (af tveimur söngvurum). Ef ég hefði séð þetta band fyrir 3 árum síðan, þá hefði ég verið hrifinn. Metal kaflarnir hjá bandinu voru flott… incubus kaflarnir, en korn/linkinpark/slipknot stælarnir voru eitthvað sem ég var ekkert að fíla. – Ég lofað ykkur því að það er heill hellingur af fólki sem á eftir að fíla þetta band þegar þeir verða “stórir”.

Cave In eru næstir á svið. Ég er búinn að vera hlusta á diskinn Jupiter í svolítið lagan tíma núna, sem er skiljanlegt þar sem diskurinn er meistaraverk. Ég hef einnig verið að fikta við hlustun á fyrri diska sem eru nú ekki mikið verri. (samt eru þeir mjög ólíkir eins og allir aðdáendur sveitarinnar vita). Ég held að þeir hafi tekið allan Jupiter diskinn á tónleikunum, í bland við nýjulögin tvö sem þeir voru að gefa út á smáskífu. Sviðsframkomasveitarinnar er eitthvað sem ég bjóst ekki við, þar sem tónlistin er nú í rólegri kanntinum. Þeir voru brjálaðir á sviðinu, og voru þar augljós merki að hérna á ferð sé hardcore band. Allir þeir effectar og aukahljóð sem maður heyrir á Jupiter eru ekki eitthvað sem fundið var upp í hljóðverinu til að bæta við diskinn. Allt spila þeir eins og á disknum og jafvel betur en það. Þeir fikta í effectunum sínum í bland við að spila með plast lazerbyssu (sem fær gítarinn til að búa til ótrúleg hljóð). Þetta kvöld á eftir að sitja eftir í mér, og tel ég mig vera nokkuð heppinn að vera á þessum tónleikum (fyrstu tónleikar sveitarinnar í London). Eftir að venjulegu setti var lokið og myndataka fyrir fólkið heima afstaðain var sveitin klöppuð upp til að spila meira. Hljómsveitin talaði þá um hversu gott væri að spila á stað þar sem stór hluti af uppáhalds sveitum sínum koma frá… þegar þessi orð voru sögðu byrjaði sveitin að spila Led Zeppilin lagið Dazed and Confused.. VÁ..!!!! Þetta lag hefur aldrei, ég endurtek aldrei verið svona flott! …. Vá..

ps. afsakið stafsetningarvillur

Valli