Month: nóvember 2001

Martröð á the Virge

12. nóvember, The Verge, London

American Nightmare, Ignoramus, Five Knuckle, Incoherence

The Verge, staðurinn sem tónleikar kvöldsins fara fram á minnir mann að vissu leiti á kakóbarinn, og þá sérstaklega súlan sem er á miðju sviðinu. (munurinn er að þetta er pub sem selur ekki kakó). Fyrsta band kvöldins er breska hardcore bandið Incoherence. Þetta virðast vera ungir og óreyndir guttar þegar þeir stíga á sviðið, en annað kemur í ljós. Sviðsframkoma sveitarinnar er mjög skemmtileg og eru allir meðlimir sveitarinnar alveg á fullu á sviðinu. Hljómsveitin spilar hardcore með metal áhrifum og tekst að mínu mati mjög vel upp. Síðustu lög sveitarinnar eru alveg helvíti góð. Ég held að bandið verði á safndisk sem blackfish útgáfan mun gefa út á næstunni. Hljómsveitin var að selja 3 laga demo (2 pund) og keypti ég mér eitt eintak.

Five Knuckle eru næstir á sviðið. Tónlistin ennþá í hardcoregeiranum, en núna mun pönkaðara. Hljómsveitin átti margar mjög skemmtilegar sveiflur og var mjög sérstakt að fylgjast með söngvara sveitarinnar (á köflum minnti dans söngvarans á sviðinu á Birki í I adapt). Söngstíllinn var samt allt annar og var líkari gubb söngstíl eins og finna má í mörgum new york böndum.

Ignoramus var bætt á tónleikana á síðustu stundu. Enn erum við í hardcorinu, en núna enn pönkaðara en í bandinu á undan. Strax í upphafi átti bassaleikari sveitarinnar í vandærðum með bassann sinn, en hljómsveitin ákvað samt að spila áfram og ákvað því bassaleikarinn bara að syngja í staðinn. … Hversu pönkað er það að fatta að hljóðfæri sé bilað og byrja bara að öskra með söngvaranum! Hljómsveitin lét þetta ekkert á sig fá og kláruðu settið sitt bassalausir. Engin af hinum hljómsveitunum voru það góð að lána sveitinni hljóðfærið sitt sem mér fannst frekar fáránlegt.

Aðalband kvöldins er Boston bandið American Nightmare. Hljómsveitin spilar ferkar old school hardcore með metal áhrifum. Hljómsveitin inniheldur meðal annars fyrrum gítarleikara Ten Yard Fight, þó svo að sveitirnar teljist nú engan vegin svipaðar. Hljómsveitin er frekar öðruvísi en ég bjóst við, en aðdáendur sveitarinnar eru margir og mikið “singalong” í gangi út alla tónleikana. Söngvarinn var frekar spastískur á sviðinu og átti það til að gleyma því að syngja í hljóðnemann, þegar æsingurinn var sem mestur. Hljómsveitin var samt alveg ágæt, og tók sig á þegar líða fór á tónleikana. Hljómsveitin var kraft mikil og var greinilega að skemmta sér á tónleikunum.

Á leiðinni heim, á meðan við vorum að bíða eftir lestinni, tók einhver gaur sig til og byrjaði að spila á gítarinn sinn (á meðan hann var að bíða eftir lestinni). Lagið sem hann spilaði var The Needle & The Damage Done (eftir Neil Young) og var það alveg ágætur endir á fínu kvöldi.

Valli

Can`t Take Me Apart Tour 2001

9. nóvember 2001, London Astoria

Fear Factory, Godflesh, Janus Stark

Föstudagskvöldið 9. nóvember ákvaðum við Lísabet að fara á tónleika með Fear Factory. Eins og nær alltaf í London, þá hefjast tónleikar hér í bæ klukkan 19:00 og vorum við því mætt á slaginu. Þegar við komum að tónleikastaðnum (London Astoria), er okkur tilkynnt að það sé uppselt á tónleikana. Við erum frekar svekkt, en á leiðinni burt erum við spurð hvort við viljum kaupa miða á uppsrengdu verði. Við neitum og höldum af stað, en þá er okkur boðið að kaupa miða á réttu verði, sem við gerum. Við höldum af stað aftast í röðina, sem virðist vera endalaus. Eftir að hafa beðið í röðinni í smá tíma (þar sem götusölumenn með ódýrar Fear Factory vörur voru út um allt) var komið inn í tónleikasalinn. Fyrsta hljómsveitin var byrjuð…

Janus Stark, er að ég held bresk sveit sem gefur efnið sitt út á Earache útgáfunni. Ég ráðlegg nú engum að hafa fyrir því að fara á tónleika með bandinu, þar sem þetta hvorki sérstakt né eftirminnilegt band. Hljómsveitin spilar þetta týpíska útvarps “metal” rokk sem tröll ríður öllu þessa dagana. Síðasta lag sveitarinnar var alveg ágætt, enda var það að ég held þyngsta lag sveitarinnar.

Næst á dagskrá er endurkoma hljómsveitarinnar Godflesh. Ég persónulega hef ekki hlustað á bandið í fjölda ára, en þetta 3. manna band kom mér skemmtilega á óvart. Það er nú ekki skrítið að þeir séu að spila með Fear Factory, þar sem Godflesh hafa haft augljós áhrif á sveitina (og einnig bönd á borð við Ministry, Clutch, Danzig ofl). Á heimasíðu sveitarinnar er því haldið fram að þeir séu upphaf industrial tónlista stefnunnar (sem er ekki fjarri lagi). Sveitin sem kom aftur saman nýlega, spilaði bland af bæði gömlu og nýju efni. Ég verð að viðurkenna að ég fékk á köflum gæsahúð við að hlusta á bandið taka sína helstu slagara. Eitt sem mér fannst áberandi fyndið við framkomu sveitarinnar á sviðinu voru buxur gítarleikara/söngvara sveitarinna. Mér finnst að hann eigi að ganga með belti, þar sem að horfa á rassskoruna á manni, í miðjum gítarsóló, æsir mig ekkert svakalega mikið, og einhvern veginn þori ég að veðja að það sama eigi við um aðra tónleikagesti.

Þá er komið að bandi kvöldsins, Fear Factory! Ég vissi í rauninni ekki við hverju ég átti að búast við í þetta skiptið. Ég sá bandið fyrir nokkrum árum á Dynamo hátíðinni og fannst þeir alveg ágætir, en miðað við nýju plötu sveitarinnar bjóst ég ekki við miklu. Fyrsta lagið kannaðist ég ekki við en það var mikill kraftur og aðdáendur sveitarinnar (sem voru nokkur þúsund) hoppuðu allir í takt og var því strax frá fyrsta lagi mögnuð stemming. Næsta lag kannast ég við, þá ákvað ég að prufa pittinn og dreif mig að sviðinu. Það var alveg helvíti gaman og hljómsveitin greinilega í mikilli og góðri æfingu. Eftir nokkur lög í pittinum ákvað ég að einbeita mér að hljómsveitinni betur og færði mig á stað þar sem betur er hægt að fylgjast með öllu. Það kom mér á óvart að hljómsveitin tók sig til og spilaði eitt rólegt lag (að minnstakosti miðað við það efni sem sveitin hefur áður gert), en undir lok tónleikanna skemmti ég mér sem best þar sem þeir tók sín bestu lög að mínu mat, af bæði SOUL OF A NEW MACHINE og DEMANUFACTURE. Síðasta lag sveitarinnar Replica var frábær endir á stórskemmtilegum tónleikum.

Valli

Integrity í London

26. Október, 2001 – Underworld, Camden, London

Integrity, Waterdown, AKO

Fyrir tónleikana vorum við (ég og Lísabet) búin að stoppa í tónlistarbúð til að hlusta á brot af því efni sem bæði Waterdown og Integrity hafa upp á að bjóða. Persónulega finnst mér alltaf gott að þekkja eitthvað af þeim böndum sem ég fer á tónleika með, þó svo að það sé alltaf gaman að sjá eitthvað nýtt.

Fyrsta band kvöldins var breska hardcore sveitin AKO. Hljómsveitin spilar melódískt hardcore eða eins og þeir segja sjálfir “Brutal melotic hardcore”. Persónulega fannst mér þeir ekki brútal, en þeir voru góðir og vonast ég til að sjá meira með þessu bandi í framtíðinni, sem ég efast ekki að gerist.(þess má geta að þeir voru að gefa út geisladiskinn, Find Yourself (gefið út af Trash City Records), lesið meira um bandið á heimasíðu þeirra: http:// www.a-ko.co.uk )

Næst á dagskrá var þýska hljómsveitin Waterdown. Hljómsveitin gaf nýlega út diskinn “Never kill the boy on a first date” á Victory Records. Í hljómsveitinni eru 2 söngvarar, eða réttara sagt 1 söngvari og einn öskrari. Hljómsveitin er í einu orði FRÁBÆR! Þvílík orka og skemmtun frá einu bandi! Það er greinilegt að hljómsveitin á fullt af aðdáendum hér í bretlandi, þarsem fullt af liði söng með nánast öllum lögum sveitarinnar. Söngvari sveitarinnar er ótrúlega fær og er vægast sagt alveg frábær söngvari. Sviðsframkoma sveitarinnar var skemmtileg, og stóð sögnvari svaitarinnar alveg fremst á sviðinu á meðan gaurinn sem sá um öskrin ráfaði og hoppaði um sviðið. Þetta voru fyrstu tónleikar sveitarinnar í Bretlandi, en ég er alveg viss um að þeir verði fleiri, miðað við móttökurnar sem hljómsveitin fékk frá áhorfendum.

Aðalnúmer kvöldins er bandaríska bandið Integrity. Á sviðið gengur kona, ekki beint fögur, né vel vaxin. Hún er klædd í eitthvað plast dress og það virðist leka blóð úr öxlunum á henni. Það sést nú varla meira í hana það sem eftir er kvöldins en hún sér um hljóðgervil og bakraddasöng. Restin af bandinu kemur á svið og hefst handa. Satt best að segja bjóst ég við mun betra bandi. Það er ekki hljómsveit, heima á íslandi, sem gæti ekki rústað þessari sveit (tóleikalega séð). Hljómsveitin er enganvegin sannfærandi. Af og til spilar hljómsveitin ágætis lög, en einhvernveginn vantar mikið uppá. Integrity eru á síðustu tónleikaferð sinni um heiminn og skilst mér að sveitin hafi ákveðið að hætta störfum. Persónulega skil ég það alveg, en band kvöldins er án efa Waterdown.

Valli

Sparta ofl á Gauknum

Gaukur á stöng, 20. Október

Chicks on Speed, Sparta, Ensími, Stjörnukisi, Dr.Spock og 200000 Naglbítar

Alveg síðan ég frétti fyrst af því að hljómsveitin Sparta (sem eru með 3 fyrrv. meðlimum at the drive-in) væri að koma til landsins og spila þá er ég búinn að vera með fiðring í maganum og bros á vörum. Ég fór bara á þessa tónleika til að sjá þá og hafði voða lítinn áhuga á neinu öðru nema kannski stjörnukisa en þeir voru ekki nærri því eins spes og þeir hafa verið vegna fjarveru Birkis. But anyhoo…

Ég kom á staðinn þegar að 200000 naglbítar voru hálfnaðir með settið. Mér hefur aldrei fundist þeir voðalega skemmtilegir nema myndbandið þeirra með skeitinu… það var flott. Þeir spiluðu í hálftíma og hápunkturinn var þegar söngvarinn sleit streng og var honum fært nýjan gítar á meðan hann hélt áfram að syngja og kláraði lagið með nýjum gítari. Svoleiðis á maður að gera það.

Dr. Spock er eitthvað project manna úr nokkrum hljomsveitum, þeir voru nokkuð þéttir og ég get ekki sagt að þeir voru leiðinlegir.. bara höfðaði ekki til mín. Trommarinn var ótrúlega góður og bassaleikarinn hress.

Stjörnukisi stóð á stokk klukkan 22:30 og það fyrsta sem ég tók eftir var að hann Úlfur söngvari er að líkjast Lenny Kravitz meir og meir… scary. En svo mundiég að Birkir væri hættur þegar ég sá hann við hliðina á mér og þótti mér dálítið skrítið að sjá þá án hans. Nýji trommarinn er ágætur og gerpi flesta taktana hans Birkis í gömlu lögunum voða svipað en stundum tók meður eftir að það vantaði eitthvað smá uppá… eitthvað smá boost. Þeir voru samt hressir og ágætir.

Þegar Ensími byrjuðu var ég byrjaður að telja niður mínúturnar þangað til að Sparta byrjuðu og fylgdist voða lítið með þeim, enda var þá orðið alveg stappað á Gauknum og ég sá ekki neitt þar sem ég var sitjandi. Ég tók þó eftir að söngvarinn/gítarleikari var með flotta gítaról, sem var ekki meira en sentimeter í þvermáli.

Loksins! Þegar ég sá El Paso High bolinn á söngvaranum í Sparta stóð ég upp og tróð mér fremst enda vildi ég ekki missa af neinu hjá þeim. Sparta er skipuð trommuleikara, bassaleikara, 2 gítarleikurum og einum gítaleikara/ hljómborðsleikara. Þeir spila indie/emo rokk sem er alls ekki ólíkt At the drive-in að mér finnst og er það skiljanlegt vegna þess að hálf hljómsveitin var einmitt í þeirri hljómsveit. Þeir spiluðu miklu lengur en ég bjóst við og líklega miklu lengur en þeir máttu en það var bara hið besta mál því þeir voru frábærir. Þetta voru með þeirra fyrstu tónleikum (11. tónleikarnir þeirra) og mátti sjá að þeir gáfu allt sem þeir áttu og voru ótrúlega honest. Þeir spiluðu öll lögin sem við ofur-dweebs vorum búnir að downloada á heimasíðunni þeirra og læra utanaf og tók ég eftir að í einu laginu þegar ég var að syngja með einum texta að trommaranum þótti ótrúlegt að einhverjir kynnu textana þeirra á Íslandi og brosti út að eyrum. Sparta er alvöru band sem á án efa eftir að ná langt á heiðarleika sínum við aðdáendur og taumleysi sinni í tilfinningalegri tjáningu. Aðeins eitt orð getur lýst þeim best: BOMB.

Eftir Sparta fór ég út og nennti ekki að Hlusta á Chicks on Speed. Þetta kvöld var ótrúlega skemmtilegt og allt Sparta að þakka. Ég þakka fyrir mig.

Pasani