Month: október 2001

I adapt

Gaukur á stöng – 12.06.2001

I adapt

Mig langaði bara að skrifa stutta umfjöllun um tónleikana í gær og þá aðallega um I adapt sem mér finnst á stuttum tíma, mjög stuttum tíma orðið eitt merkilegasta band landsins.

Mig langar að byrja á að hæla þeim fyrir frábæra sviðsframkomu, þeir eru með sínkrónæseruð stökk og allt útpælt sem er því miður sjaldséður hlutur hér á landi, og aldrei virtust þeir verða neitt þreittir á öllum þessum látum og það sem kom mér eiginlega meira á óvart var hvað þeir spiluðu vel miðað við öll lætin.
I byrjun áttu þeir í einhverjum erfiðleikum með sánd td. Var bassin og guli gítarinn heldur lár en Birkir lét hljóðmannin heyraða með sínum kjaft eins og hann gerist verstur…og það batnaði fyrir vikið og í hálfleik var sándir drullugott en spileríið bætti annars upp alla sánd galla alveg frá byrjun.

Eins og Birkir sagði um eitt laganna(ég þekki ekki titlana) “þetta lag fjallar um hvað við erum ófrumlegir” að vísu eru þeir ekki frumlegasta band sem ég hef heyrt í en engu að síður eitt það skemmtilegast sem ég hef á æfi minni séð, lögin eru líka frábær, mjög vel hnitmiðuð og bara snilldarlega útpæld og samin. Og svo verð ég í lokin að hrósa Birki fyrir að vera brilliant söngvari og frontmaður hreinlega trylltur frontari, síðan er hann með alla þessa áróðra í textunum sínum sem lætur mann ekki bara pæla meiraí málunum heldur man maður líka betur eftir lögunum( eða það finnst mér allaveganna)

Takk fyrir góða tónleika, bíð spenntur eftir þeim næstu.

Yusuf Islam, Hardcore Bastard

SLAYER í Köben

Vega – Musikkens Hus Köben 1.10.’01

SLAYER

SLAYER Vega – Musikkens Hus, Kaupmannahöfn, 1.10.´01

Fyrir helbera tilviljun var ég í þriggja daga millilendingu í Köben á sama tíma og SLAYER voru þar með tónleika. Uppselt var á tónleikana stuttu fyrir þá en ég hafði sem betur fer náð mér í miða í forsölu en alls voru seldir 1500 miðar.
Rólegheitastemning var húsinu framanaf meðan rokkaralýðurinn týndist inn og sötraði ölið sitt. Static-X höfðu átt að hita upp en höfðu dottið út vegna flugaðstæðna í bandaríkjunum eftir bomberíið sem bandaríkjamenn standa í heimafyrir. SLAYER höfðu nú ekki látið það trufla sig.

Eftir að húsfyllir var orðinn og lýðurinn var farinn að öskra á kóngana og klappa fyrir hverjum rótara sem birtist á sviðinu til að fínstilla og gera lokatékk, fór hávaðasamt ískurintro í gang og skar myrkrið sem huldi sviðið. Síðan skelltu SLAYER í fyrsta lagið. Þá var ég búinn að tylla mér upp í svölum til að fá yfirsýn yfir sviðið en sá þegar í stað að við þetta var ekki búið og hljóp niður stigann niður í sal til að blanda mér í stemninguna sem þegar var búin að myndast fyrir framan sviðið.

Eftir fyrsta lagið, sem var nýtt lag sem ég þekkti ekki skelltu þeir í “War Ensemble” og síðan í gamla pakkann “Post Mortem,” “Raining Blood,” “Necrophobic” í einum rykk og svo fleira gamalt sem setti slam pyttinn í gang, setti hamingjuelementið í gang í sálinni á mér og fékk svitann til að renna. Ég man ekki svo gjörla nákvæma röðun á lögunum sem kallarnir spiluðu fyrir mannskapinn en “Hell Awaits”, “Die by the Sword” og “Captor of Sin” slógu þvílíkt í gegn auk “Dead Skin Mask” og hins nýja lagsins sem þeir höfðu í settinu;”Bloodline,” sem er hægari melodía en ótrúlega þungt lag sem setti annan gír í slammið. Tom Araya spjallaði við liðið milli laga og hvíldi þannig bæði hljómsveitina og tónleikagesti, mjög gáfulegt og praktískt því að hljómsveit sem keyrir sig út í miðju setti gerir engum gott og útkeyrðir slammarar detta frekar og troðast undir. Slasað fólk nýtur tónlistarinnar ekki jafn vel.
Araya minnti okkur á í einni af ræðum sínum að það eru slæmir hlutir í gangi í heiminum og það eru hlutir sem unga fólkið þarf að takast á við í framtíðinni. “It’s up to you, yourselves to take care of things, no one will do it for you” og seinna “It’s a bad world out there so be prepared for anything.” Þessi speki kallsins súmmerar upp þá heimspeki SLAYER að þeirra er ekki að koma með lausnir á málunum heldur eru þeir einfaldlega að fjalla um slæmu hlutina í textum sínum. Áheyrendur verða sjálfir að gera upp við sig hvort að þeir gera eitthvað í málunum. Araya tók líka tvisvar tíma til að þakka áhorfendum fyrir komuna og deila því með tónleikagestum hve mikla þýðingu það hefði fyrir þá að við, sem vorum á tónleikunum, skyldum koma og fagna þeim af jafn mikilli innlifun og raun bar vitni. Reyndar vakti tileinkun Araya á flutningi lagsins “Captor of Sin” “to all the women in here, all the pussies, the harlots” og eitthvað meira blaður um píkur, lítinn fögnuð. Hvenær voru rokkarar svo sem eitthvað sérstaklega rökrétt fyrirbæri?
Meðan að hið sjálfsagða uppklapp var í gangi myrkvaðist sviðið aftur, síðan ærðust tónleikagestir þegar fyrstu tónar “South of Heaven” buldu á hljóðhimnum og allir sungu með “on and on south of heaveeeeeen!!!” Þó var sturlunin bara á lægri nótunum miðað við hvað tók við þegar þeir svo keyrðu inn í það lag sem hvað neikvæða athygli hefur dregið að hljómsveitinni; “Angel of Death.”
Hljómurinn á tónleikunum var óaðfinnanlegur, held ég, því að ég var alls ekkert að pæla í honum, ég var í miðju slamminu megnið af tónleikunum. Fyrir tónleikana sagði ég við ferðafélaga minn – Aðalbjörn Langbrók af Sólstöfum- að ég færi nú ekkert í slammið, maður vissi nú ekki hvernig það væri hérna í Danmörku og ég nennti ekki að koma brákaður heim. En þvílík hamingja; Danskir metalhausar eru hið vingjarnlegasta fólk og slammpytturinn var bara svæði þar sem fólk sameinaðist í ánægju yfir að vera að heyra öll uppáhaldslögin sín í einu, flutt af einni bestu þungarokkshljómsveit í heimi.

Siggi Pönk

Siggi Pönk