Month: ágúst 2001

Rammstein í Þýskalandi

Hamburg Sporthalle, Þýskalandi – 16.05.2001

Rammstein, Clawfinger

Það er best ég taki það strax skýrt fram að ég er ekki nærri jafn hrifinn af nýjasta afkvæmi Rammstein eins og fyrri plötum þeirra. Besta plata þeirra er að mínu mati Herzeleid. Ekki vil ég þó kalla Mutter lélega, alls ekki. Mér finnst bara einhver illska sem var einu sinni til staðar vera horfin. En hljómsveitin hefur þróast og breyst og tónleikarnir í Hamburg sönnuðu að það hefur ekki verið til hins verra.

Við sem sáum Rammstein fara hamförum á rauðgula sviðinu á Hróarskeldu árið 1998 gleymum því væntanlega aldrei. Mér er enn í fersku minni skelfingarsvipurinn á dönsku slökkviliðsmönnunum sem fylgdust spenntir með Till Lindemann munda illilega eldvörpu meðan hann þrumaði: “Ein Mennsch brennt…” Hér er strax einn fýlupunktur frá mér varðandi tónleikana í Hamburg; þeir tóku ekki “Rammstein”!

En ekki var mikið um fúlegg. Rammstein voru frábærir. Þeir eru án efa ein þéttasta og þróttmesta hljómsveit sem mögulegt er að sjá “læf” í dag. Íslendingar geta byrjað að kætast. Tónleikarnir í Höllinni verða auk þess enn betri vegna þess að Svíarnir leiðinlegu í Clawfinger eru ekki að hita upp, nei það verður eitthvað töluvert betra sem sér um að koma fólki í stuð…

Ég nenni ekki að eyða neinu púðri í Clawfinger. Þeir eiga spretti en eru með ansi litlausan söngvara sem dregur þá mikið niður. Rammstein létu sem betur fer ekki bíða lengi eftir sér eftir að Clawfinger höfðu lokið leik sínum. Eitt hið skemmtilegasta við Rammstein er hvað þeir eru dýnamískir. Þeir spiluðu einhvern gotneskan, instrumental seyð meðan þeir voru að týnast einn og einn inn á sviðið og er Till fór að syngja “Mein Herz brennt” vöknuðu áheyrendur sannarlega til lífs. Ekki er ónýtt að sjá Rammstein á heimavelli. Áheyrendur sungu hávært með í öllum lögum og oft sleppti Till því alveg að syngja, áheyrendur voru ansi vel með á nótunum.

Í miðju “Mein Herz brennt” byrjaði rautt ljós að loga í hjartastað Lindemanns og skyndilega var eins og hann drægi eitthvað út og allt í einu hélt hann á logandi hjarta! Flott show, verður að segjast. Næst renndu Rammstein nær stanslaust í lög af “Mutter” og því er ekki að neita að þessi lög virka vel “læf”. Næst komu “Links 2,3,4” – “Feuer Frei” – “Rein Raus” á æðislegri keyrslu. Ég man þó að Till var öllu trylltari á Roskilde en hér en langt frá því að vera slappur, bara meira cool. “Adios” kom næst og svo datt stemningin auðvitað niður er hin hrútleiðinlega Metallicu ballaða “Mutter” fylgdi í kjölfarið. Ég lét þó vera að æða út, fann á mér að eitthvað gott væri í uppsiglingu. “Spieluhr” og Zwitter” hljómuðu líka djöfulli vel en þegar hér var komið var ég sannarlega farinn að langa til að heyra eitthvað gamalt og gott. Og það kom. Er Rammstein byrjuðu á “Weisses Fleisch”, trylltist salurinn algjörlega svo ekki fór á milli mála að aðrir voru sammála mér að tími væri kominn á fyrri meistaraverk. Á eftir fylgdi “Sehnsucht” og “Asche zu Asche” þar sem aska dreifðist um allan salinn styrkt af mögnuðu ljósum. Aðeins tvö lög voru af “SEHNSUCHT” en “Du hast” sveik ekki. Þeir sem höfðu hlakkað til að heyra “Engel” eða “Seemann” verða því að panta þunglyndislyf hjá lækninum. Við sem sáum Flake hljómborðsleikara fara á sjó á Roskilde verðum bara að ylja okkur við minninguna.

Nú var komið að endinum og ekki var hann slæmur. Undirritaður réð vart við sig er Rammstein renndu í tryllingslega kraftmikla útgáfu af “Vollt Ihr das Bett in Flammen sehen”.

Áheyrendur vildu þó fá meira og Rammstein birtust fljótt og renndu í eitt besta lagið af “Mutter”, nefnilega “Sonne” – ég var orðinn hræddur um að það væri alls ekki með! Á eftir komu “Ich will” og hið hugljúfa “Nebel” – fallegt þokulag.

En nú var úr vöndu að ráða! Áheyrendur voru trylltir og höfðu alls ekki fengið nóg. Nú hefði mér fundist tilvalið að spila “Rammstein” eða ” Du riechst so gut” en nei…Greinilegt var að Rammstein höfðu ekki æft upp fleiri af sínum lögum. Hið ótrúlega gerðist að Rammstein komu aftur neð söngvara Clawfinger og tóku gamla Ramones slagarann “Pet Sematary”!!! Á dauða mínum átti ég von en….

Lokaútkoman er sú að….Íslendingar geta virkilega hlakkað til 15. Júní!!!

Flosi Þorgeirsson – Gítarleikari/söngvari í DREP

Heimski Grundarfjörður!!

Grundarfjörður – 28.07.2001

Berrarassaðir, Close Down, Desabel, Fake Disorder, Hemra, Input, Mannamúll

Ég ætla að segja frá einni skemmtilegustu ferð sem ég hef farið í. Tilgangurinn var að spila á tónleikum á GRUNDARFIRÐI sem ég vissi nú varla að væri til!!!

Við vorum búnir að vera að skipuleggja þessa ferð nokkuð lengi og það kom út að ódýrasti ( og skemmtilegasti ) ferðamátinn væri að taka limmu!!! Já það er samt ódýrara en að taka rútu. Við fórum allir úr Fake Disorder, Mannamúl og Goldfish og allir nema einn úr desibel, hinir tóku rútuna (já við erum bara 10 í öllum þessum hljómsveitum, mest allt sama fólkið).Um 10 leitið á Laugardagsmorgninum kom hvítur, örugglega kílómeters langur limmi í hlað heima hjá mér þar sem við vorum allir og út steig gaur í Limodriver búning og einhvernvegin hatt…. það toppaði samt ekki pípuhattinn hans Egils!! Hann opnaði hurðina fyrir okkur eins og við værum einhverjir Davíðoddsonar,,, við settumst inn og settum strife í botn ennþá með hellur síðan deginum áður á stamping ground! Þvílík snilld!

Í borgarnesi stoppuðum við svo hjá sjoppunni og gaurinn kom og opnaði fyrir okkur og við stigum út eins og einhverjir geðveikir töffarar með dauðarokk í botni, allt fólkið horfandi á okkur, svo fórum við inn og keyptum okkur bland í poka!!! J híhíh.

Við héldum svo að stað og rokkuðum yfir fjöll og hæðir þangað til við komum að einhverjum heimskum stað sem kallast víst Grundarfjörður… Ég meina hvaða FÍBBLI datt í HUG að byggja bæ þarna!!!! Þetta er einhverstaðar útí RASSGATI!!! Svo heitir staðurinn ekki einusinni Grundarfjörður í þokkabót… hann heitir Eyrarsund!!!!!

Þegar við komum til grundarfjarðar byrjuðum við á því að skila af okkur dótinu og fórum svo að rúnta um bæinn.. ég get svarið það að það var bílalest og fullt af littlum krökkum á hlaupahjólunum sínum til að sjá þetta fyrirbæri sem örugglega enginn þarna hefur séð áður nema í bíómyndunum.. það er að segja ef það er búið að finna upp bíómyndir á Grundarfirði…. Svo var tekið viðtal við okkur á bylgjunni útaf því að bylgjulestin var þarna og eitthvað verið að tala um okkar óvenjulega ferðamáta og tónleikana um kvöldið. Goldfish átti víst að vera að spila um daginn, úti á bylgjulestinni en ég held að við höfum mætt of seint eða eitthvað allavega var allt að verða búið þar þegar við komum. En jæja við fórum og tjölduðum… Við vorum eitthvað 15 með þrjú tveggja manna tjöld, eitt fyrir dótið og hin fyrir okkur alla!! Svo var eitt tjaldið alltof flókið til að hægt væri að tjalda því þannig að við höfðum eitt tjald til að sofa í… en við náðum að fá eitt annað lánað þannig að það reddaðist fyrir þá sem sváfu eitthvað!!! Svo fórum við í eitthvað sánd tékk og allt fór í hakk allir voru pirraðir útaf sándinu og eitthvað… en við fengum svo betra hljóðkerfi. Svo byrjuðu tónleikarnir og salurinn var troðfullur!!

Desibil stigu fyrstir á svið með mig sem bassaleikara og ég hafði aldrei spilað með þeim áður!!! Ég hafði ekki hugmynd um að við ættum að vera fyrstir og var ennþá að borða pitsu þegar við áttum að vera byrjaðir og allir að leyta af mér!! En ég kom fyrir rest og lærði bara lögin um leið og ég spilaði þau og flippaði soldið þannig að það reddaðist líka!! Þetta áttu víst að vera lokatónleikar desibel en við hættum við að hætta….
Í lokin tókum við That’s all it is með I adapt… höfðum aldrei æft það allir saman áður en það tókst alveg vel upp!

Svo komu Berrassaðir… þeir eru orðnir miklu þéttari og betri síðan ég sá þá seinast. Trommarinn orðinn miklu betri en annars man ég voða lítið eftir þeim, og ég missti af Input sem voru næstir þannig að ég get ekkert sagt frá þeim.

Næstir á svið vorum við í Fake Disorder. Við byrjuðum á einhverju fönklagi! Og fórum svo beint í grindcorelagið “ég er kaktus, kaktus, kaktus, kaktus, kaktus, ég er kaktus” og tókum það svo aftur… Á BAK…. sem “sutkak re gé, sutkak, sutkak, sutkak, sutkak, sutkak re gé”… Við erum nú meiri vitleisingarnir… Það myndaðist hinn fínasti pyttur og fórum við í gegnum dagskrána mest alla og enduðum á öðru grínlagi: “eigi tantrar dauður maður tannburstann hanns Ægis” þar sem endalaust grín er gert að mér.. og ég heiti ekki einusinni Ægir!!! Skil ekkert í þessu..

Næstir voru melódískuharðkjarnarokkararnir í Closedown. Ég var allveg að fíla þá!!
Með fínan söngvara og ég man ekki hitt en þeir enduðu á því að covera Head Up með deftones… Það tókst mjög vel upp hjá þeim!!

Svo komum við í Mannamúl með kombakk!! Og ég sem var nýbúinn að jafna mig eftir FD issississ. Við byrjuðum á instrumental lagi og snerum allir baki í lýðinn. Eitthvað klikkaði hjá okkur bassinn og hann spilaði ekkert með í þessu lagi, ég held að hann hafi bara gleymt því, en það var svo sem alltílæ. Svo tókum við heila syrpu af nýjum lögum og aftur klikkaði bassinn því að eftir sirka tvö lög komumst við að því að bassinn var stilltur á C en við á D!!! Æjæjæj.

Seinastir voru svo dauðarokkararnir í Hemru með sjálfann Silent Bob (úr dogma) innanborðs,, eða allavega tvífara hans!!! Það var víst haldið að trommarinn þeirra væri örfhentur svo þeir voru settir seinastir en svo var hann bara ekkert örfhentur… þetta er nú meira ruglið. Þeir voru nokkuð þéttir með allveg stórgeðveikann trommara og fínan söngvara. Þeir coveruðu svo einhver sepultura lög og tókst það vel upp! Slitu streng og allt!! BARA ROKK!!!

Næst kvöddum við Egil söngvara fakedisorder þar sem hann var að fara til útlanda í eitt ár og hann fór! Þetta voru allveg frábærir tónleikar og eftir þá var eitthvað bryggjuball þar sem einhverjir eldgamlir popparar voru að spila!!! Þar gat maður samt skemmt sér nokkuð vel og eftir það var kíkt á djammið og í eitthvað partý! Ég verð nú samt að viðurkenna það að mér datt ekki í hug að það væri svona mikið líf í svona litlum bæ. Við fundum meira að segja wannabí miklubrautina!!! Það var svona vegur með grindverki í miðjunni til að maður labbaði ekki yfir og var meira að segja tvíbreiður öðru meginn og allt… eini munurinn var sá að það keyrir ekki nokkur maður þennan veg!!! Svo var búið að breikka alla veg útaf því að fólk stoppar bara í bílunum á miðjum veginum til að tala saman þannig geta hinir komist framhjá!

Svo héldum við partý á tjaldstæðinu og það kom fullt af dauðadrukknu fólki… og einn ónefndur aðili ætlaði að labba upp á fjall drapst með fæturna útí læk…. Svo um morguninn voru flestir dauðir og ég og nokkrir aðrir fórum að fá okkur að borða á esso.. Svangari en Halimal !!!

Svo fórum við heim hálfsofandi og á leiðinni heim í rútunni valt rútan!! Og Palli söngvari sem var aftast í rútunni skaust upp í loftið og lenti fremst! Sem betur fer slasaðist enginn! Þá var beðið og beðið í klukkutíma eftir annari rútu en þegar hún kom kom í ljós að hún var of lítil… og þá var beðið í annan klukkutíma eftir annari rútu sem var nógu stór og svo var keyrt heim og þar með lauk þessari skemmtilegu ferð á grundarfjörð, heimskasta stað í heimi með fjalli við hliðiná sem heitir brjóst!!!

Óli / Goldfish

Akfest II

Fjölbrautarskólinn á Akranesi – 18.05.2001

Klink, I adapt, Betrefi, Berrasaðir, Herma, Close Down

Það er ekki oft sem að eitthvað er að gerast á Akranesi, og hvað þá að það sé eitthvað á mínu áhugasviði, svo að Akfest 2 (og legg ég hér með til að fundið verði annað nafn á þetta því að Akureyrar-tónleikar hafa verið kallaðir Akfest og var það haldið á undan Akfest 1 á Akranesi) var kærkomið. Þessir tónleikar áttu upphaflega að vera fyrir mörgum mánuðum en eitthvað virtust þeir sem sáu um tónleikana vera að klikka á “smáatriðum” (svo sem hljóðkerfi, húsnæði og öðrum “smávægilegum” atriðum…en það var allt í lagi því þeir voru búnir að redda gosi í sjoppuna *hóst*) en með smá hjálp rættist úr þessu og tónleikarnir voru loksins haldnir. Tónleikahaldarar eiga þó þakkir skildar því þetta hafðist á endanum og var ágætlega gert með tilliti til þess að þeir hafa aldrei gert neitt svona áður.

Ég mætti á svæðið um daginn þar sem að þeir Hemru-liðar báðu mig að vera í sound-mixinu (að athuga hljóðið úti í sal o.fl.) en það fór nú allt saman forgörðum þegar enginn annar en Flemming Madsen stillti sér upp við mixerborðið og mixaði fyrir tónleikana 🙂
Hann stóð sig með ágætum en þeir sem voru við mixerborðið um kvöldið fá hins vegar engin stig í kladdann minn.

Einhverjum klukkutímum seinna fór fólkið smátt og smátt að týnast inn. Það var ágætlega mætt, hátt í tvö hundruð manns þegar allt er talið með.

Tónleikarnir hófust alltof seint eins og siður er, og voru það Berrassaðir sem hófu kvöldið.
Berrassaðir eru ungir piltar frá Grundarfirði og mættu á svæðið með 2 hljómborð, Flying-V gítar og ég veit ekki hvað og hvað 🙂 Gítarleikarinn með Flying-V gítarinn fær svo sannarlega nokkur vel útilátin rokk-stig, bæði fyrir töff gítar og hið rosalega Europe-sóló 🙂
Þessir strákar hljómuðu ekki vel í mínum eyrum og þurfa ekkert nema æfingu.

Næst á sviðið var eitthvað dularfullt..einhverjir guttar sem komu ókynntir á svið, spiluðu eitt lag og fóru síðan. Ég hef ekki hugmynd um hverjir þetta voru, en ég frétti að þeir hefðu komið á tónleikana með foreldrum sínum og krafist þess að fá að spila (án fyrirvara). Af einhverjum ástæðum var þetta leyft og var útkoman vægast sagt hræðileg. Ég er ekki viss um að allir hljómsveitarmeðlimir hafi verið að spila sama lagið, og ætla ekki að eyða fleiri orðum í þessa gaura.

Svo var það fyrsta hljómsveitin frá Akranesi (ég leyfi mér ekki að kalla ofangreinda menn hljómsveit): Close down sem spila “Underground commercial rokk” (þetta finnst mér fyndið..). Þeir hljómuðu pínulítið stressaðir, og klikkuðu eitthvað smá í nær öllum lögunum, en annars gengu þeir vel frá sínum málum. Þeir hafa þróast mikið frá því ég sá þá fyrst (langt síðan..) og þó aðallega söngvarinn sem er orðinn ansi frambærilegur. Þeir tóku lög þar sem heyrðust greinileg áhrif frá böndum á borð við Deftones og Marilyn Manson (og þá aðallega hjá söngvaranum). Frábær bassaleikari og gítarleikararnir hið besta mál. Hins vegar finnst mér að þeir ættu að henda þessum trommara því hann er alltof örvhentur! Smá skot en no offence Bjarki minn 🙂

Næst voru það félagar mínir í Hemra. Þeir sýndu það að þeir eru íslenskir Sepultura kallar með því að taka þrjú cover lög, öll eftir Sepultura! 🙂 Mér fannst þau afar góð. Svo tóku þeir lag eftir “Íslandsvinina” Length of time. Frumsamda efnið þykir mér gott, en helst til of tilbreytingarlaust á köflum. En þetta er bara klassískur metal og ég sé mér ekki annað fært en að gefa Márusi rokkstig fyrir sárið á hendinni og blóðið sem var út um allan gítarinn (án þess að hann fattaði það). Þessir menn eru góðir spilarar, unnu tónlistarkeppni FVA í tvígang (með annan söngvara í fyrra skiptið) og eiga eftir að fara lengra.

Næstir á sviðið voru Fake disorder. Þeir voru með tvo söngvara (Relapse style;) sem að getur gengið vel upp, en gerði það því miður ekki hjá Fake disorder, því mér fannst söngvararnir gera lítið annað en að drekkja hvor öðrum. Einnig virtist takturinn eitthvað vera að stríða þeim á köflum. Þrátt fyrir það var þetta ágætt hjá þeim (þó svo að annar gítarleikarinn hafi ekki virst vera með öll lögin alveg á hreinu..) og augljóst að þetta verður afar gott band í framtíðinni, ef þeir verða duglegir að æfa sig, því þeir hafa efniviðinn í það.

Betrefi stigu á pallinn með nýjan söngvara í fararbroddi, og var það Akurnesingur sem ég kannast við. Já, Ísland er lítið land 🙂 Hann hljómaði fremur óöruggur (þetta voru fyrstu tónleikar hans) en getur örugglega fyllt upp í skarð fyrrum söngvara þeirra. Það fór í taugarnar á mér og öðrum hvað Betrefi voru lengi að ákveða hvaða lag þeir ættu að spila næst, eða ræða eitthvað sín á milli eftir lög. En það bættu þeir upp (fyrir mér) með Dillinger escape plan coveri í restina, sem var reyndar bara spilað á gítar og trommur. Bassaleikarinn og söngvarinn hlusta víst ekki á slíka hávaðamengun 🙂 Þá var gaman að dansa! Sem fyrr stóð Siggi trommari upp úr fyrir mér, hann er rosalegur.

Svo var það sem margir í salnum höfðu beðið eftir: vitleysingarnir í I adapt . Birkir mætti á svið með grímu og Villi Tuga/Bensínsprengja/G-string með Ski-mask og létu öllum illum látum, áheyrendum til mikillar ánægju. Sjaldan hef ég séð jafn stóran mosh-pitt á Íslandi! Þrátt fyrir að vera lítið sem ekkert fyrir hardcore gefinn, hef ég haft gaman af I adapt síðan ég sá þá fyrst. Grípandi laglínur, frábært spilerí og sviðsframkoma og attitude til algjörrar fyrirmyndar. Mér fannst leiðinlegt að Villi eigi svona lélega snúru, því hann datt stundum út 🙁 Annað var ekki hægt að finna að spilamennsku þeirra, með tilliti til þess að þetta voru fyrstu tónleikarnir sem Valur spilar á trommur með þeim, og þeir voru ekki búnir að æfa eitt lagið allir saman, en tóku það samt (það er sko alvöru! 🙂 Eftir frumsamda efnið fóru I adapt að fíflast enn meira: þeir tóku lag eftir Andlát (það vill svo til að tveir í I adapt eru einnig í Andlát..). Siggi T söngvari í Andlát var fremur óhress með það, svo hann hljóp upp á svið, reif Birki niður og öskraði nokkrar línur í micraphone-inn. Afar fyndin uppákoma 🙂
Svo tóku þeir lag eftir Klink og sögðust gera það betur en þeir, en eftir það sem eftir fór verð ég að vera þeim algjörlega ósammála.

Klink stigu seinastir á svið, eftir (OF) langt hlé frá spilamennsku. Það er augljóst að þeir hafa æft mikið fyrir endurkomu sína, því þeir voru svo ótrúlega þéttir að sumir í húsinu urðu hálfhræddir! Þvílíkt og annað eins…nýju lögin þeirra voru svo ótrúlega góð, flott, grípandi og vel spiluð að ég stóð á öndinni (hver hleypti henni annars inn?!). Þrátt fyrir frábæra frammistöðu I adapt, verð ég að segja að Klink hafi átt kvöldið. Þeir voru ótrúlegir og svo sannarlega geðsjúkasta band Íslands í dag.

Magnað kvöld, þó svo að sándið hafi verið fremur þunnt.. en það er ekkert rokk að kvarta undan sándinu! 🙂 Takk til allra þeirra kunnuglegu andlita sem létu sjá sig uppí sveit

Haukur Dór Bragason (Haukur D)

HAM

Gauk á Stöng 13.06.2001

HAM

Gaukurinn var þegar orðinn troðinn þegar ég mætti hálftíma áður en reiknað var með að HAM stigju á svið. Stemningin eins og á ættarmóti því allir virtust þekkjast og líklega höfðu flestir einhverntímann áður lent í því að fá kúlu á hausinn eða ör á skrokkinn á tónleikum með HAM. Eftir því sem leið á biðina þéttist í salnum og stemningin byrjaði að myndast. Valinkunnur skríllinn byrjaði að öskra og klappa af eftirvæntingu. Gleðin skein af hverju smetti og mér datt í hug dagheimili sem bíður eftir jólasveininum. Sérstaklega þegar krakkaskarinn veit nákvæmlega að jólasveinninn ætlar að koma með akkúrat það sem þau langaði mest í og þau hafa ekki einusinni þurft að vera þæg. Eftir ljóssveiflur og reykmettanir birtust loks stjörnur kvöldsins og svo sannarlega eru þeir stjörnur því eins og allir vita þá er HAM EKKI UPPHITUNARHLJÓMSVEIT. Grafalvarlegir stilltu þeir sér upp og skelltu í TRÚBOÐASLEIKJARANN. Sándið var ferlegt í fyrstu og skríllinn öskraði “HÆRRA, HÆRRA!!” og allt var farið að hljóma betur og kraftmeira þegar komið var að ANIMALIA svo að salurinn trompaðist. Til marks um stemninguna þá stakk Bibbi Curver sér efst ofan úr stiganum aftan til í salnum og surfaði yfir allann salinn fremst að sviðinu. Svo þétt var pakkað. HAM rokkuðu í hverja snilldina eftir aðra. VOULES-VOUS, LONESOME DUKE, MARINERING, DIMITRI, HOLD, SVÍN og stuttu eftir það hélt ég ekki út lengur að standa bakatil og hlusta og syngja með heldur brá mér úr fötunum og með í leikinn. Pytturinn framan við sviðið tók yfir megnið af innri salnum alla tónleikana. Sveittir rokkhundar af báðum kynjum sveifluðust saman í svitakófi og hentu hvert annað á lofti undir MUSCULUS, AIRPORT og fleiri eilífum rokklögum úr rokksmiðju HAM. Ættarmótsstemningin tók á sig nýja mynd í þessum rokkpytti þar sem hitastigið fór fram úr Norður-Finnskri Saunu. Fólk var enn að faðmast og gamlir long-time-no-see vinir að hittast á ný í miðjum slamdansi með hálfnakið fólk á herðunum, sumir með minna hár og nokkrar meðferðir að baki frá síðustu HAM tónleikum en allir með sama tryllingslega gleðiglampann í augunum yfir því að vera að upplifa þetta aftur. Eftir hið sjálfsagða uppklapp tóku HAM þrjú eða fjögur lög í viðbót en enduðu á rokklagi sögunnar PARTÝBÆR sem í þessari útsetningu fékk endi sem stóð í 15-20 mínútur. Á þessum tónleikum var ég að upplifa mikla gleði. Ekki bara var ég að heyra nokkur bestu rokklög íslandssögunnar á einni kvöldstund heldur og var rokkstemningin þarna að fíla sig holdi klædd. Vinir, kunningjar sem og ókunnugir rokkarar hoppuðu í sameiginlegum takti. Ef einhver datt var sá hinn sami þegar rifinn upp svo enginn slasaðist, jafnvel gæslan sem stóð í ströngu við að vernda sviðið frá því að troðast undir skemmti sér vel. Það komu stundir þar sem ég varð hreinlega hrærður yfir tónlistinni og stemningunni. Það var þó sérstaklega þessi upplifun af hinum endalausa endi á laginu PARTÝBÆR sem hreinlega kom við mig. Þetta var ekki kjánaleg nostalgía, þetta var hreint og ómengað rokk. Þetta var HAM. HAM LENGI LIFI

Siggi Pönk

SKARKALI 2001

Félagsmiðstöð Tónabæjar – 26.03.2001

Millsbomb, Deinspirited, Vígspá, Snafu, I adapt

Tvær bílskúrshljómsveitir hófu leikinn upp úr klukkann sex fyrir tómlegum sal. Fyrri bílskúrshljómsveitin virtist ekki vera viss um hvort þetta ætti að vera æfing eða tónleikar og gleymdi m.a. annars að kynna sig. Þeir tóku þrjú lög, hálfgert djamm hjá þeim þar til í endann þegar þeir mögnuðu upp nettan hávaða í síðasta lagi sínu.

Immodium voru líka ferskir úr bílskúrnum og þurfa að æfa sig meira. Þeir gera sitt besta til að koma til skila léttu metalblönduðu rokki en gerðu herfileg mistök í að reyna að breiða yfir eitthvað Deftones lag. Viðstaddir Vinir og Vandamenn klöppuðu þeim þó lof í lófa.

Mictian byrjuðu á nýju lagi, a.m.k. kannaðist ég ekki við það af “the Way to Mictian” demoinu. Lög þeirra eru löng og full af skemmtilegum skiptingum. Eins og yfirleitt á tónleikum fer best í mann að heyra efni sem maður þekkir af fyrri hlustun og mér fannst skemmtilegast að heyra lög af demoinu þeirra. Mictian eru skratti þéttir og ná vel saman svo þeir eru ábyggilega duglegir að æfa. Þetta var líklega í fjórða skiptið sem þeir spila á tónleikum og kannski þess vegna sem þeir hreyfðust ekki á sviðinu. Auðvitað hjálpaði ekki til að salurinn virkaði enn hálftómur og ekki vottur af stemningu fyrir framan sviðið.

Þar sem klukkan var ekki meira en hálfátta biðu I Adapt aðeins með að trylla lýðinn. En þeir sýndu líka þegar í stað að þeir eru besta tónleikasveit sem komið hefur fram lengi. Þeir virka svo sannfærandi á sviði vegna þess að þeir eru eina bandið sem gefur mér þá tilfinningu að allir á sviðinu séu að taka virkan þátt í tónleikunum. Þetta er hljómsveit með sál, sameiginlega sál, ekki bara fimm ólík eintök. Birkir röflaði og reif kjaft af innlifun og ekki að óþörfu því að hann kom með skot út í sal varðandi hómóphóbíu o.fl. sem þarft er að rífa kjaft yfir. Samt allt á hinn góðlátlegasta máta og I Adapt fengu salinn svo fljótt með sér að því var varla trúandi að um hafi verið að ræða hljómsveit sem var að spila á sínum þriðju tónleikum. Þessir gæjar eru að lifa sig inn í sitt magnaða sing-a-long hardcore og fá tónleikagesti með í slaginn með því að kenna þeim viðlögin og láta þannig á sviði að enginn sem á horfir skammast sín lengur fyrir einhverja ímyndaða ástæðu, enins og að kunna ekki að hreyfa sig “rétt” á tónleikum. Ég er enn, tuttugu klukkutímum síðar, með lögin þeirra á heilanum, “Hardcore – we love it” tralalalalaaa, þeir kláruðu svo sitt prógramm með “Scratch the Surface” frá Sick of It all sem meginhluti tónleikagesta virtist kannast við.

Eftir uppklappslag I Adapt hinkraði Ingi Járnapi (gítarleikari) á sviðinu eftir félögum sínum í Snafu meðan restin af I Adapt kom sér fyrir í pyttinum. Snafu voru snillingar að vanda. Ekki eitt lag sem klikkar hjá þessum gæjum. Þeir spiluðu eitt nýtt lag sem ég mundi ekki eftir að hafa heyrt á Dordingultónleikunum í Hinu Húsinu í síðustu viku og svo magnaða slagara eins og “Armchair Critic” og “Chineese Water Torture.” Siggi er farinn að setja meiri söng í lögin þeirra og það kemur rosalega vel út. Frekar sjaldgæft að mér finnist það koma vel út þegar söngvarar fara að slaka á öskrinu og syngja meira með hreinni röddu en Sigga fer það vel. Hann líka setur það mikinn kraft í söng sinn að það kemur alls ekki út eins og Snafu séu eitthvað að wimpast. Það heyrist líka langar leiðir hvað þessari hljómsveit fer stöðugt fram, færni þeirra, bæði sem hljóðfæraleikara og hljómsveitar eykst með hverjum tónleikum. Sviðsframkoma þeirra ber þess líka vott hve þeir eru orðnir mikil hljómsveit. Þegar hér var komið sögu var hringdansinn (the circle pit) sem I Adapt höfðu startað orðinn það mikilvirkur að Færeyingar á Þjóðhátíðardegi hefðu skammast sín. Það breyttist ekkert þegar Vígspá, með ákveðinn áhugamann um mannréttindi, nefnilega skáldið Bóas, í broddi fylkingar, fóru að hoppa um sviðið. Þeirra einföldu, grípandi metal lagasmíðar hafa gjarnan heillað margan ungan hardcore strumpinn og mér datt í hug þegar ég leit yfir mannskapinn þarna í Tónabæ hvort að Vígspá væru eitthvað stelpuvænni en hin böndin?

A.m.k. eru Vígspá í betra formi en ég hef nokkurntímann séð þá áður. Það er í þeim aukinn kraftur og stuð miðað við þegar ég var farinn að verða leiður á þeim fyrir hálfu ári eða svo. Bóas hlýtur að vera farinn að skokka á síðkvöldum miðað við úthaldið sem hann hefur á tónleikum. Fyrir utan að hlaupa um sviðið og öskra og syngja tók hann breikdanssyrpu á gólfinu og milli laga tóku hann og nokkrir áhorfendur smá kennslu í froskadansi. Eðal stuð.

Dispirited frá landi Dauðarokksins, Sverige, eru fimm síðhærðir dúddar í evil metal bolum. Þeir skelltu yfir tónleikagesti kröftugu dauðarokki í hrynjanda á við At The Gates og liðið trompaðist og tók virkilega vel á móti. Hljómsveitin var að sögn steinhissa að Íslendingar væru svona sturlaðir að lifa sig inn í þeirra dauðarokk með slammi, sviðsdýfingum og víkingaöskrum. Þeir höfðu aldrei upplifað aðrar eins viðtökur á tónleikum. Þeirra metall er þéttur og nokkuð útreiknanlegur þannig að allir geta haft gaman af. Sumir máttu vart vatni halda þegar þeir í þriðja lagi tóku “Refused/Resist” af “Chaos A.D.” eftir Sepultura og fórst það vel úr hendi. Svíarnir headbönguðu sig í gegnum full stutt prógramm og meiningin var að klappa þá upp en hógværðin uppmáluð hleyptu þeir Millsbomb að.

Millsbomb komu mér og fleirum á óvart með stuði sínu og rappandi metal rokki því að það orðspor fór af þeim að ekki væri kraftinum fyrir að fara. Fordómar mínir gagnvart rappmetali voru að nokkru leyti brotnir niður því að þó nokkur kraftur leyndist í þessum strákum frá Austurríki. Eitthvað pirruðu mig hundslappir brandarar þeirra milli laga en þeir héldu svo sannarlega uppi stuðinu og voru afar hamingjusamir með trylltan dans íslensks rokkaralýðs.

Í heildina voru þetta alveg magnaðir tónleikar þó að ég hefði haldið að erfitt gæti verið að ná upp góðri slamstemningu í þetta breiðum sal. Tónabær á hrós skilið fyrir að halda þessa tónleika og tímasetninguna einnig því að margir af þeim krökkum sem þarna voru að upplifa stemningu sem vonandi hefur breytt lífi þeirra hefðu ekki getað verið á tónleikum á öðrum tíma kvölds. Allt í allt voru þetta fjögurra klukkutíma tónleikar og maður varð ekki var við að tíminn væri eitthvað að líða.

Mottó kvöldins: Það er kúl að vera eitthvað allt annað en kúl og láta bara eins og manni sýnist.

Siggi Pönk

Wacken-open-air 2001

N- Þýskaland, Schleswig- Holstein,03. – 04.08.2001

Nevermore, Motörhead, Opeth, In Flames, Therion,Overkill, Sonata Arctica,Paul Dianno, Haunted, Saxon, Dimmuborgir, of..

Eftir 4 tíma flug og 8 tíma hraðlestarferð og basl komumst við á fyrirheitna staðinn (við bókuðum flugið dáldið seint 🙁 & fjarri áfangastað).

Wacken er 2000 manna ,,sveitaþorp” í norður-Þýskalandi þar sem haldið er risa-metalfest ár hvert undir slagorðinu:,,Wacken is our Mekka”.

Við komum að lokum á svæðið, tjölduðum í snatri á miðju übertroðnu tjaldsvæði númer F. Klukkan var um 17:00, 3 ágúst og því hafði maður því miður misst af fyrr um daginn NAPALM DEATH(grindcorekóngarnir), NASUM(grindcoreprinsarnir?), SOILWORK(melódískt ,,Gothenburg-metal“), og LACUNA COIL(beauty&the beast metal) (ehm …KAMELOT(king-arthur-metal) & WASP(óldskúl, pungbindametal)?!!?, FINNTROLL(harmónikku-black- metall) og einhverjum andskota!? 🙁 )

Þá var gamli Maiden söngvarinn PAUL DIANNO og bandið hans Killers að ræskja sig. Tók hann sígilda Maiden slagara eins og Running free, Hallowed be thy name,Remember tomorrow og Sanctuary, með fína rödd ennþá kallinn og á heiður skilið.

Næstir voru NEVERMORE (ehm… í miklu uppáhaldi hjá mér) á svið en á undan þeim heyrðist gargið í sláturmetalinum EXHUMED tveimur sviðum frá. (Alls eru 4 svið, aðskilin með ,,hljóðeinangrunarmúrum“, og bókuð voru tæp 80 bönd, þannig að verður að velja úr böndum eftir smekk hvers og eins; svo voru á bilinu 30-40 þúsund manns voru á svæðinu)

Þaut minn í gegnum þvöguna og kom sér þægilega fyrir nálægt sviðinu. Hóf kvartettinn veisluna á bang-yer-head laginu ,,Narcosynthesis“… Veíííbbí!! Tóku þeir líka m.a. lögin ,,Inside four walls”, ,,Sound of Silence“,,Beyond within“,,the River dragon has come” ótrúleg spilamennska þar á ferð og Jeff Loomis gítarleikari sló hvergi feilnótu og skilaði óaðfinnanlegum gítarsólóum frá helvíti sem fengu hausinn til að ærslast, það sama má segja um félaga hans. Warrel Dane söngvari var íklæddur leðurkúrekahatti og leðurjakka, mælti: Do you want some serious old school headbanging thrashmetal!? og tóku þeir þá eitt gamalt Sanctuary lag. Þessi maður kann þetta; hann fór í óperusöngtíma í den tid, en háu öskrin hans voru dýrðleg! Eitt rólegt lag braut upp keyrsluna ,,the Heart collector” sem var hjartnæmt. Byrjuðu þeir á South of heaven introinu með Slayer(við mikinn fögnuð viðstaddra) en fóru beint í ,,Dead heart in a dead world” sem kitlaði hljóðhimnuna og olli unaðstilfinningu sem! flæddi um kroppinn. ,,Seven tongues of god” fékk höfuð mitt til að hreyfast í lóðréttum spíral. Svei mér þá, þeir eru eins góðir live og á plötu, jafnvel betri… en án vafa háværari!

OVERKILL voru næstir, voru barasta fínir og brjálaðir. Söngvarinn Billy eða Bobby? minnir mig… er með skrækjóttustu rödd ever; minntu á AC/DC á tíföldum hraða.

Að því búnu leit ég aðeins á SONATA ARCTICA finnskt power metal,góð spilamennska en söngvarinn hálfþreytandi og líka sú staðreynd að þetta var textalega séð nerdmetal/dungeons&dragons-metal sem er hálfhallærislegt.

THERION (sinfóníumetal) voru nákvæmlega magnaðir og byrjuðu með drungalegum kórsöng sem lét mann fá gæsahúð niðrá rassgat. Kór: kven og karlraddir til skiptis, tveir hrikalegir slammandi gítarleikarar, áhorfendur í stuði, ljósasýning & flugeldar, strengjasveit(?) og ég veit ekki hvað…þannig að agndofa stóð maður, ætla ekki að reyna að lýsa þessu ennfrekar = vel útfært. (milli laga heyrðist bælt öskur MORTICIAN). Therion tóku feyknamörg lög af plötunni ,,Theli”(heil 6) og nokkur af hinum plötunum.

þýsku glamararnir í HELLOWEEN voru alltof lengi og urðu ómarkverðir fljótt

þannig maður fór nú bara að skoða boli, diska og drasl eða fá sér bjór eða skreppa í tjaldtetrið sitt (þ.e. ef maður fann það; )

Eftir góða hressingu(fullt af skyndibita á svæðinu og feitasta danska pylsa sem ég hef séð var hámuð í sig) var tékkað á hinum sænsku HAUNTED um miðnætti. Þeir rifu gjörsamlega allt í tætlur og fengu dýrið í iðrum manns til að brjótast út. “Bury Your Dead” og fleiri massalög voru tekin. Við hliðina á okkur í áhorfendastæðinu voru nokkrir flösuþeytarametalhausar með, liggur við, 2 metra langt hár sem sveiflaðist í radíus af svipaðri stærðargráðu. Sviðsframkoma söngvarans var ótrúleg! Hann hoppaði og skoppaði fram & til baka í takt við tónana fögru. Rétt áður en þeir hættu sagði sá sköllótti í gríni að hann væri of þreyttur og feitur til að halda áfram og þakkaði fyrir sig..

Eftir þeim(og á sama tíma) var óldskúlið í SAXON í heila 2 tíma, alls ekkert lélegir , en fulllengi að mínu mati og flest lögin svipuð. Hver man ekki eftir The eagle has landed og The princess of the night….?

Er klukkan var að ganga 2 a.m. hófu DIMMU BORGIR sitt sett og voru fannst mér í góðu formi en stemmning fólks hefði mátt vera betri. Finnst mér þeirra nýjasta afurð þokkalegasta stykki og gaf að heyra mörg hljómborðsvæn lög af henni. Söngvarinn Shagrath og gítarleikari/söngvari Vortex stóðu sig í stykkinu og keybordarinn einnig, ég skil samt ekki alveg hvernig þessi ofurfeiti trommari nær þessum hraða! Eldi ekki ósvipað og á Rammstein tónleikunum var beint upp úr sviðinu nokkur skipti. Luku norskerne sér af kl. 3. og þá var þreytan orðin nokkuð mikil í fótunum.

Á heimleið í kolniðamyrkri fundum við ekki tjaldið fyrst um sinn og vorum sífellt að hrasa á ósýnilegu böndunum/ tögunum sem héldu tjöldunum trilljón uppi. Að lokum kom það í leitirnar, en erfitt var að sofna fyrir smádrykkjulátum í fyrst um sinn. Spjölluðum við í dágóða stund við Þýðverja sem kunnu svo sannarlega að flippa en töluðu ekki mjög góða ensku. Var þeim boðið upp á harðfisk en vildu þeir eigi ;( .

10 um morguninn 4.ágúst vorum við vaktir stundvíslega af hinum þýsku WARHAMMER sem predikuðu yfirvofandi heimsendi…uuurrgggghhh… nuclear slaughter! aargggh…!

flatmagandi og syfjaður glotti maður við og vildi lúra aðeins meira. En það heyrist nokkuð vel frá sviðinu yfir á tjaldsvæðið sem við vorum staddir. Þegar CRYPTOPSY og hinir áströlsku DESTROYER 666 fóru á svið vaknaði liðið á svæðinu almennilega frá værum blundi.

fyrri part dags var tékkað á:

VINTERSORG
sænskt þjóðlagametal með death/black metal söng inn á milli, skemmtileg nýbreytni það.

DARK TRANQUILITY sem byrjuðu kl 13 stóðu sig vel og voru þeir vinsælir meðal áhorfenda, Svíarnir góðu. Píanóundirspilið kom einstaklega vel út. Wacken should be everyday! sagði söngvarinn og var ánægður með undirtektirnar.

KRISIUN : brasílískur brjálæðismetall sem gerist vart þyngra

RAGE þýskt progressive-metal; sæmilegt

SUBWAY TO SALLY um 10 manna þýsk sveit með sekkjapípuleikara, marga söngvara(einn aðalsöngvara samt) og gera skrýtna & skemmtilega tónlist sem má lýsa sem miðaldarokki??. Njóta þeir þýskusyngjandi furðufuglar hylli margra Þjóðverja.

Um eftirmiðdaginn var það ANNIHILATOR
tóku þeir m.a. lögin King of the kill, Never,neverland, Phantasmagoria, og nýrra efni m.a. Shallow grave af nýju plötunni; AC/DC-legt lag. Gítarschnillingurinn Jeff Waters æddi um sviðið í kanadískum íshokkíbúningi og mundaði gítarinn í allar áttir. Nýji söngvarinn Joe Comeau sýndi góða frammistöðu. Hörku stemning var á Partí-stageinu og áhorfendur steyttu hnefunum í loftið og hrópuðu nokkur skipti EI! EI! EI! í takt við riffin.

Um kvöldmatarleytið komu ARTCH seinna en þeir áttu að vera ( það urðu smábreytingar á dagsskránni; flutningur milli sviða og ARCH ENEMY hætti við vegna hálsbólgu söngkonu sinnar 🙁 ) og NAGLFAR komu í stað þeirra og voru ágætir í þá stund sem maður sá þá en maður vildi ekki missa af In flames.

ARTCH komu virkilega á óvart!! Já, fulltrúi okkar Íslands( Eiríkur Hauksson) stóð sig með prýði, myndi ég kalla tónlist þeirra stuð-metal. Ég, frændi minn og bróðir hans crowd-sörfuðu alls um 10 skipti og verðirnir fyrir framan sviðið voru orðnir leiðir á okkur og bálillir og kom að því að þeir gerðu okkar ástkæra íslenska fánann sem hann frændi átti og við skiptust á að sveifla um loftið upptækan…hann hitti hann Eika eftir tónleikana og þakkaði honum stuttlega fyrir giggið en hann var víst að drífa sig í viðtal.

IN FLAMES byrjuðu á svipuðum tíma og Artch og voru drulluþéttir eins og búast mátti við; algjör slammveisla & tóku þeir fjölmörg lög af Claymanplötunni mögnuðu, (þeirra nýjustu afurð),,Only for the Weak” ,,Pinball map” ,,Clayman”; einnig t.d. ,,Colony” & ,,episode 666” þar sem allir sungu ,,sixsixsix” í kór. Söngvarinn Anders Friden var í jakkafötum og með hátíðlegt bindi . Þeir tóku líka South of heaven introið Slayer til heiðurs!

eftir þeim var NIGHTWISH eins konar finnskt sópranmetal, framandi og nokkuð gott og naut sú sveit mikilla vinsælda meðal þýskaranna.

OPETH kl 22:30
Opeth spiluðu í 45 mínútur og þær mínútur liðu sko allt of fljótt, því ég hefði þess vegna hlustað á þá í 2 tíma (eða meira). Þeir héldu hreinlega magnaða tónleika & tóku lögin:

Advent, White Cluster, Demon of the fall, Drapery falls sem hljómuðu guðdómlega. Mjög auðvelt var að komast fremst enda mætti maður snemma til að tryggja sér þægilegan stað. Þegar flottar skiptingar yfir í akústic kafla voru gerðar þurfti endilega að heyrast í Hammerfall! en svo sem ekkert við því að gera.

HAMMERFALL
Konunga/orrustu-metal, varla áhlustanlegt og hallærislegt, verst að þeir trufluðu Opeth. og Vel á minnst þá líta þeir líka asnalega út.

MOTÖRHEAD
Voru með Bomber sviðið sitt og þegar Lemmy sagði fyrstu orðin í hljóðnemann hljómaði hann eins og urrandi úlfur. Tileinkaði hann vini sínum Joey Ramone kvöldið og tekið var lagið ,,Ramones, og ennfremur Ace of spades, No class, Overkill, God save the queen, Damage case, Stone dead forever“…og fleira.Mann verkjaði í eyrun enda eru Motörhead líklega með einhverja sér-volume-stillingu, þeir voru langháværastir…; ef maður skrapp t.d. ca. 1/2 km í burtu á tjaldstæðið. Lemmy ætlar greinilega hvorki að láta mækrófóninn né bassann á hilluna á næstu árum (né fjarlægja huggulegu vörturnar sínar). ??Þess má til gamans geta að gleraugun af lilla frænda mínum voru sleginn af honum þegar hann lenti í mikilli þvögu fremst á tónleikunum(í annað skipti þetta sumar þar sem þau voru tröðkuð niður sælla minninga á gauknum meðan Ham hamaðist við að skapa undurfagra tóna)

SODOM
þýsku thrashmetal kóngarnir með Onkel Tom Angelripper söngur/bassi (syngur á þýsku og ensku) fremstan í flokki. Slagarar jahh.. eins og Bombenhagel, Ausgebombt, Outbreak of Evil o.fl. voru teknir. í hléi milli laga fór Onkelinn nema hvað til að fá sér bjór. fín frammistaða hjá þeim.

Morguninn eftir kom mesta helvítis-Fokkings rigning sem við höfðum nokkurn tímann upplifað! hún ætlaði aldrei að enda; hold og við urðum hundvotir , það mynduðust pollar ofan á töskunum okkar sem þurfti að tappa af reglulega. svefnpokinn varð gegnsósa, vegabréf mitt og flugmiði bleyttust og mikið af fötum 🙁 .

Annað eftirminnilegt við festivalið var…hmm…:

metalhausar að velta sé uppúr drullu og henda sér í fullan gám af dósum, einhver biker að spóla upp grasið svo að reyk lagði yfir tjaldsvæðið, rusl á víð og dreif, kúamykjufýla, fólk að míga úti í runna, einstaka dauðadrukkið, hreyfingarlaust fólk, gamlar konur á hjóli sem áttu leið framhjá, bóndinn á næsta bæ hugandi að beljunum sínum, nakin stelpa í karlasturtuaðstöðunni( 🙂 ???!!! )

alls kyns metalpartí í tjöldum og meðfylgjandi Ghettoblasterar , Metalmarkt(stórt tjald með fullt af diskum og öðru góðgæti) sem að sögn þýskaranna sá stærsti sinnar tegundar þessa heims, eina gatan í Wacken, sveitaþorpi helvítis ……..& bjór!

Að bíða í 3 korter eftir aðgangi í hraðbanka og fatta það að hann bilaði einmitt þegar maðurinn fyrir framan okkur var að nota hann sem leiddi til þess að við þurftum að labba í annan hraðbanka og bíða í klukkutíma(á meðan hinn hraðbankinn lagaðist í millitíðinni.

Það voru örugglega a.m.k .90% Þjóðverjar á svæðinu sem sögðu : ,,u come all ze way von Iceland?”. en þar fyrir utan mikið af Svíum, en rekist var á fólk frá Hollandi, Spáni( eða Spænskumælandi Ameríku?), Brasilíu, Danmörku, Kanada, Japan, Ísrael. Man ekki eftir að hafa séð marga Englendinga né Kana.

Fregnir hafa borist af því að einn maður lést á festivalinu vegna blóðtappa(sem mögulega er afleiðing langs flugs í kyrrsetu) 🙁

Fyrirhuguð er máské önnur Wacken-ferð að ári liðnu og þá ætla menn sko mæta á réttum tíma!

Vert er að tékka á Wacken heimasíðunni: http://www.wacken-open-air.com

– Bessi með hjálp Ara

Bessi

Tónabær – Músíktilraunir Landsbyggðarkvöld

Félagsmiðstöð Tónabæjar – 29.03.2001

Ýmis bönd

Landsbyggðarkvöld í kvöld og Reykvíkingar láta sig mikið til vanta. Nema þeir sem komu m.a. til að heyra í Dispirited þriðja kvöldið í röð. Þessir síðhærðu strákar verða enn betri við aukna hlustun. Sérstaklega finnst mér lagið þeirra “Suicide Angel” áberandi góð lagasmíð. Í heildina finnst mér bara frábært að heyra gömlu góðu New Wave of Swedish Death Metal elementin í ungri hljómsveit. Einnig er þeirra útfærsla af Sepultura kraftmikil.

Nú fór Óli Palli að skemmta sér við að kynna böndin og hleypti svo Neskaupstaðarbandinu Rufuz á svið. Rufuz byrjuðu leikinn á Nirvanaskotnu gruggrokki, fyrri tvö lögin voru sæmilega kraftmikil en í þriðja laginu fóru þeir út í einhverja væmna sveitaballarokkstemningu í stíl við Nýdönsk. Bassaleikarinn sýndi snilldartakta í því lagi þó það væri að öðru leyti lítið áheyrilegt.

Prozac skelltu í rokkað metal, slatti þungt og þétt, ekki laust við að þeir minntu á eitthvað í stíl við seinni tíma Machine Head. Trommuleikarinn var áberandi bestur af tilkölluðum trommuleikurum yfirhöfuð en það sem varnaði mér frá því að gefa Prozac fullt hús stiga voru hinir hræðilegu söngvarar. Tvö eintök skiptust á að reyna að syngja og söng annar svo hátt uppi að það varð væl og hinn röflaði eitthvað með og svo fóru þeir að rappa í öðru laginu með tilheyrandi dýralífsfettum og ráku upp einhver öskur þess á milli.

Berrassaðir skelltu í Doom metal gítara sem voru að einhverju leyti studdir af hljómborði því enginn var bassinn. Það sem var skemmtilegt við þessa hljómsveit var hinn þungi gítar en samstillingin var ósköp lítil og því heildin ekki sannfærandi. Trommuleikarinn réði ekki alveg við settið (settið var líka helmingi stærra en hann) og söngvarinn urraði í gegnum lófann á sér. Þeir voru líka fyndnir með laganöfn eins og Skullraper.

Lame Excuse frá Akureyri voru bara lame excuse fyrir Pearl Jam wannabe band (eða eitthvað í þá áttina) og spiluðu poppað rokk. Ábyggilega færir spilarar en voru bara alls ekki að heilla mig.

Eftir hlé kom frumstæðasta hljómsveit kvöldsins, Input, með einn gítar, trommari, ásláttarleikara og söngvara. Þeir kreistu hardcore metal út úr græjunum eins og hægt var og gekk ágætlega en lögin þeirra eru of löng. Bimbó frá Ísafirði skörtuðu söngkonu og spiluðu popp. Nóg um það.

Hljómsveit kvöldsins var DoWhatThyWiltShallBeTheWholeOfTheLaw frá Húsavík. Mátulega hógværir laumuðust þeir á sviðið og stungu í sambandi. Þeir spiluðu indie rokk sem minnti mig á Mogwai og síðan á Immense en eiginlega höfðu DoWhat…meiri læti í frammi en gengur hjá þessum böndum. Trommuleikarinn lemur húðirnar af miklum krafti og lögin þeirra sveiflast frá mjúkum dreymnum línum út í sagartennta keyrslu þar sem trommarinn notar diskana á settinu til frekari mögnunar á keyrslunni. Í þriðja laginu fóru gítarinn og bassinn að kallast frekar á og indie rokkið að taka sinusasveiflur upp og niður. Langt lag sem varð aldrei of langt. Þórir gítarleikari söng í tveimum lögum og fór það ágætlega, líklega af því að hann var ekki að rembast við að ná eitthvað meira en hann getur.

Svo brenndi ég í vinnuna án þess að sjá Mínus. A.m.k. var von á þeim þegar ég þurfti að fara.

Siggi Pönk

Bravókvöld á Thomsen

Thomsen – 21.01.2001

I adapt, Saktmóðigur, Klink

Sukkbúllan Thomsen ákvað loksins að verða að einhverju gagni og láta húsnæðið undir almennilega tónleika. Ég fór þarna einhverntímann á Mínus í kjallaranum en minnið er eitthvað óljóst vegna hroðalegrar ölvunar þess tíma. Einhverra hluta var þessum tónleikum plantað í efri sal. Frekar kjánalegt finnst mér. Undirheimarokk á alltaf best heima í kjöllurum og kjallarinn er enn til staðar. Nóg um það.

I Adapt mættu með því hugarfari að jafna staðinn við jörðu og stóðu sig helvíti vel í þeim tilraunum. Birkir, reiðasti frontmaður á Íslandi, hundlasinn af kvefi en gallharður á frontinum lagði undir sig salinn bæði hvað varðar rýmið og áhorfendur sem voru reyndar ekki sérlega margir (enda Thomsen vínveitingabúlla). Ásamt Villa Molotov, Axel Awesome, Inga Járnapa og hinum grunsamlega trommuleikara Val Mumu hreyttu þeir útúr sér reiðum slögurum eins og “six feet under but it’s worth it,” “Celebrate” og fleira frábæru stöffi. Sándið var loðið og skilaði bara þunga en ekki skýrum línum í lagasmíðum.

Bófaflokkurinn Saktmóðigur, elsta pönkhljómsveit á Íslandi (ef ekki bara elsta skemmtilega starfandi hljómsveit á landinu), raðaði sér snyrtilega í kringum trommusettið á eftir I Adapt. Þeir eru búnir að læra nokkuð vel á hljóðfærin sín og orðnir ágætlega þéttir eftir mikið spilerí síðustu rúmlega tíu árin. Þeir tóku þó nokkuð af nýju efni. Lög sem komu vel út í þeirra teygjanlegu útgáfu af tveggja gripa pönk rokki (teygjanleg þýðir að þeir spila sama riffið soldið lengi svo lögin verða nokkrar mínútur). Ég man að eitt hét “Húsavík” og annað fjallaði um hinn fársjúka klámhund Rocco Siffredi. Auk hins frábærra lags “Trúboði” frá S/H Draumi sem þeir útfærðu á sinn hátt, tóku þeir nokkra eilífa slagara eins og “Nonni Ninja.” Alltaf gaman að þessum gæjum þó að sumt harðasta hardcore liðið væri ekki alveg að fíla þá.

Klink rusluðu sér í gang og loksins var almennilega hækkað í græjunum. Ekki að sándið hefði eitthvað lagast frá því að I Adapt hófu leikinn en blastið (sem verður að vera á Klink) var til staðar. Í nýbyrjuðu fyrsta lagi sló Frosti Jr. gegnum snerilinn. Þetta leit ekki vel út en þá birtist einhver Mackintoshdolla utan úr sal sem Frosti gat misþyrmt til að klára giggið. Frábært.

Ég á erfitt með að koma í orð hrifningu minni yfir nýjasta efni Klink. Þessir hávaðastrumpar eru að taka allt það besta úr framsæknu hardcore og útfæra það í sinn stíl blandað í nær óþekkjanlegar indy rokk slettur og goddammit ef ég fékk það ekki á tilfinninguna í einum kaflanum að ég hefði heyrt eitthvað þessu líkt á gömlum og góðum stundum með Pink Floyd eða Emerson, Lake and Palmer. Einum kaflanum skrifa ég því að þeir eru að skipta frá grindcore brjálæði yfir í stærðfræðicore í stíl við Botch og þaðan í þunga sálsýki sem ég veit ekki hvaðan kemur. Ég veit ekki heldur hvernig þeir eru að fara að þessu en þvílík snilld! Öskrin í Guðna fylgja bandinu ótrúlega á góðum degi en vegna gallaðs hljóms þetta kvöld náði ég ekki að njóta óhljóða hans fullkomlega. Þessi ágalli á hljómnum kom ekki í veg fyrir að ég nyti tónlistar Klink því hún suðar enn í hausnum á mér.

Siggi Pönk

Akfest I

Grunnskólinn á Akranesi – 19.04.2000

Close Down, Snafu, Vígspá, Elexír, Forgarður Helvítis

Það var sko kátt á hjalla þann 19.apríl. Hið langþráða páskafrí mitt byrjaði þann dag og um kvöldið átti að síðan að bruna upp á Skagann í Grundaskóla, en þar áttu einmitt að vera haldnir alveg svakalegir tónleikar um kvöldið. Lineuppið var líka rosalegt; Close Down (hljómsveit af Skaganum), Snafu, Vígspá, Elexír og að lokum Forgarðar Helvítis, þú’st gerist það e-ð betra! Well maður þarf og þurfti sko ekki að hugsa sig tvisvar um áður en mar ákveður/ ákvað að mæta á svona tónleika og var mín var sko löngu búin að ákveða að skella sér. Ég var því orðin voða spennt að bíða eftir fólkinu að koma að sækja mig þegar klukkan var að verða hálf átta en Vígspáarmeðlimir höfðu ekki náð soundtjékkinu fyrr um daginn svo að þeir tóku smá æfingu áður en brunað var á Skagann og því varð mín bara að bíða róleg þangað til kallarnir myndi koma. Svo þegar fólkið loksins kom var allt gefið í botn og brunað upp á Akranesið. Eftir óvenjustutta keyrslu upp á Skagann (bara Árna að kenna/þakka) mættum við á svæðið öll jafnóþolinmóð að sjá hvort við hefðum misst af miklu.

Fyrstir á svið höfðu verið Akurnesingar í Close down en því miður þá náði ég ekki að heyra neitt almennilega í þeim því við misstum af öllum lögunum þeirra og gengum bara inní seinasta laginu þeirra. En það var augljóst að það voru mikil læti og hamagangur í gangi hjá þeim og er það ekkert nema gott mál.

Snafu stigu næstir á stokk. Þeir voru fljótir að koma sér fyrir og byrja. Keyrslan varð líka strax alveg rosaleg í fyrsta lagi og komust þeir strax á gott flug. Pitturinn var samt hálftómlegur þarna í byrjun enda vantaði e-ð í hann. Það var síðan þegar Haukur (rosalegi gaurinn), Siggi T og Jónas mættu á svæðið og hlupu strax í pittinn að maður tók eftir því að þeir voru það sem vantaði! Fólkið í salnum tók strax undir og stækkaði pitturinn óðum og í endann var hann búin að setja á sig þessa nettu og fínu mynd. Það mátti meir að segja sjá glitta í eina stelpu þarna einhvers staðar (go girl). Þetta voru mjög góðir tónleikar hjá Snafumeðlimum sem og jahh! aðrir tónleikar hjá þeim. Enda er það líka alveg bókað að þetta er (eitt) besta hardcorebandið á Íslandi og Siggi sá ALbesti hardcoresöngvarinn okkar og er ég viss um að margir eru sammála mér í þessu!

Jæja næst var það hljómsveit fólksins en allir vita að það er auðvitað Vígspá. Meðan strákarnir komu sér fyrir og plögguðu sín hljóðfæri kynnti Bóas strax fyrir okkur áhorfendunum gólfið. Hann bað sem flesta að koma og hreyfa sig enda (eins og hann sagði sjálfur) litum við öll út fyrir að þurfa á smá hreyfingu! Upphafs heimsendirs tók síðan að hljóma í hátölurunum og strax við fyrstu tónana hafði myndast þessi líka myndarpyttur á gólfinu. Strákarnir tóku síðan hvert lagið á fætur öðru og þrátt fyrir brotna tönn síðan á FG tónleikunum hægði Bóas ekkert á sér og keyrði strax allt í botn og voru hoppin og lætin alveg ROSAleg í krakkanum! Vígspá keyrði fólkið áfram og er það líka alltaf jafngaman að vera í pittinum þegar þeir eru að spila og verð ég að segja að ekkert gleður mig meira en þegar þeir taka mitt uppáhaldslag Lík 1228(takk fyrir það strákar!..já og Bóas takk líka fyrir að leyfa mér að “syngja” með). Vígspá tóku alla “gömlu slagarana” sína og þegar Heimsmyndin tók að óma tóku allir þeir sem þegar þekktu Stuðdansinn að dansa. Já pitturinn var sko æðislegur og var greinilegt að liðsmenn Vígspáar skemmtu sér líka vel og voru þeir í góðum ham alveg þangað til í seinasta lagi!

Núna var komið af snillingunum okkar úr Garðabænum eða þeim í Elexír. Það fór svolítill firðingur um salinn þegar þeir gaurar stigu upp á sviðið og komu sér fyrir. Sögurnar af þessari þrumuhljómsveit hafði augljóslega náð allaleið upp á Skagann enda var spennan alveg í hámarki þegar Halli kynnti hljómsveitina og þeir byrjuðu að spila. Það urðu engvir líka fyrir vonbrigðum með þessa gaura enda eru þeir allir svakalegir tónlistamenn og hafa mikið gaman af því sem þeir eru að gera. Halli þandi raddböndin eins og honum einum er lagið og það fór hálfgerður hrollur um mann enda er þessi drengur alveg ROSAlegur söngvari. Í lokinn kallaði síðan hann Halli á Hauk D til að aðstoða þá í einu “lagi” en var þetta víst bara samið á sekúndunni (skyldist mér) eða svona spuni sem reyndar rokkaði alveg feitt eins og öll hin lögin þeirra. Mín var sko heldur ánægð þegar Myrkur sem er eitt af mínum uppáhalds tók að hljóma og var greinilegt að fleiri en ég fíluðu það enda varð moshpitturinn strax heldur vígalegur að sjá (var það reyndar alveg við fyrsta lag) og hélst hann þannig alveg þangað til þeir hættu. Er ég viss líka um að það gladdi litlu hjörtun í Elexírdrengum að hafa þennan myndarlega pitt (sem er ábyggilega einn sá besti í sögu Elexír) til að keep them company í keyrslunni sem var jú alveg ALLsvakaleg!

Kvöldið endaði síðan á Forgörðum Helvítis sem eins og vanalega alveg brilluðu með þrusukeyrslu út í gegn. Það er alveg augljóst að þessir “kallar” vita hvað þeir eru að gera og kunna sitt fag enda búnir að vera í bransanum að ég held 11 ár. Maggi trommarinn þeirra er bara og verður alltaf alveg HELLA góður og horfði ég ásamt fleirum á hann í lotningu á tímabili þarna. En hann er ekki sá eini sem maður horfir á í lotningu, þetta eru allir saman miklir snillingar á tónlistarskalanum! Textarnir þeirra (eða Sigga) eru alveg svakalegir eins og flestir vita og Siggi öskraði úr sér lungun við að flytja þá. Ég verð bara að segja að það er hálfóhugnalegt hvað þessi drengur umbreytist þegar hann byrjar að syngja, fólk eins og mér hálfbregður bara þegar það talar við hann og kemst af því að þessi piltur er alveg jafn næs gæi og hann er SVAKAlegur söngvari. En það var ekki bara Siggi sem öskraði heldur sást til ónefnds aðila í týnda hlekk bol (nefni engin nöfn en byrjar á B og endar á irkir) sem að stökk annað slagið upp á svið og léð Sigga og Forgörðunum rödd sína í þó aðeins augnablik í einu. Já það var sko glatt á hjalla hjá öllum þetta kvöld og þó að pitturinn hafi aldrei komst reyndar á almennilegt skrið fyrr en að nettur circle pittur tók á sig mynd í endanum þá var augljóst að fólk kunni að meta þessa geðveiki þeirra Forgarðirsmanna!

Í allt voru þetta alveg Brilliant tónleikar og vil ég að lokum bara þakka fyrir mig, ég skemmti mér alveg HELLA vel og voru þetta án efa einu bestu tónleikarnir sem ég hef farið á! Hljómsveitirnar eiga sko sannarlega skilið gott klapp á rassinn fyrir að mæta upp á Akranes til að spila og fólkið líka! Að lokum vil ég segja eitt STÓRT TAKK til þeirra tveggja gaura (sem ég man ekki hvað heita) sem héldu þetta og gerðu þetta kvöld að veruleika, þið verðir að halda svona aftur! já og líka FEITT takk til gaursins sem var svo góður að finna gaddagaurinn minn (armbandið mitt) aftur, þú bjargaðir kvöldinu!

Takk svo mikið fyrir mig..þetta var snilld!

Hanna Guðmundsdóttir (Flowrgirl)

Tónleikar í Madhouse (Akureyri)

Madhouse, Akureyri – 01-02.12.2000

Snafu, Spildog, Andlát, Korridor Zion´s

Helgina 1-3 des var stefnan tekin á metal tónleika á akureyri. Við ásamt Snafu, Spildog, Andlát og nokkur hópur af fólki í viðbót komum með rútu til akureyrar.Við stoppuðum í borgarnesi og fylltum á áfengisbirgðir okkar fyrir föstudaginn en svo þegar á akureyri var komið var langt gengið á þær birgðir. Biggi,Halli og Darri gistu í íbúð einhversstaðar á akureyri en Kristján kom sér inná e-ð gistiheimili þar sem spilað var lúdó fram undir morgun. Tónleikarnir á föstudeginum gengu ágætlega fyrir sig, tæknilegir örðuleikar settu reyndar aðeins strik í reikiningin. Við vorum þriðju röðinni að okkur minnir. Á undan okkur spilaði Korridor Zion´s, akureysk sveit sem kom mjög á óvart. Þetta var í fyrsta skipti sem við heyrðum í þeim og þeir rokkuðu feitar en andskotinn. Það var líka gaman að heyra í Spildog í fyrsta skipti sem voru allt öðruvísi en maður átti vona og voru að gera góða hluti. Eftir tónleikana upphófst svo smá dans við nokkra akureyringa fyrir utan sem kvöddust vera betri dansarar en við. Stefnan tekin á íbúðina þar sem tók við gleði og taumlaus hamingja. Kvöldið endað á því að taka smá sundsprett og berja nokkra höfrunga.

Laugardaginn var tekinn í það að skella og okkur í nudd, pottinn og gufu og svo út að borða.

Tónleikarnir á laugardeginum voru afar hressandi og ágætis stemmning og tókst Bigga að sanna það rétt fyrir tónleikana að það er hægt að klára 2 bjóra á 8 sek. Við spiluðum 8 lög og enduðum tónleikana að taka “Var” með Teiti Spildog.Talsverð ölvun einkenndi þó þessa tónleika en mikið gaman. Eftir tónleikana skildu leiðir, einhverjir fóru heim í íbúð og hinir til Ásgeirs, sem var einna aðstandenda tónleikannna og þar var mikið gaman fram undir morgun.

Það tók sinn tíma að komast af stað á sunnudeginum. Græjurnar gleymdust inná Madhouse eftir tónleikana og svo á sunnudeginum fannst enginn lykill að staðnum og við urðum að skilja græjurnar okkar eftir á akureyri.

Þessi ferð var ekkert nema skemmtileg í alla staði og við viljum þakka Ásgeiri, Barbie og kærustunni hans og Togga, Snafu, Andlát, Spildog, Korridor og öllum sem voru að vinna að þessu fyrir vel heppnaða tónleika og skemmtilega ferð.

Birgir