Patronian: Nýtt íslenskt dauðarokk

Hljómsveitin Patronian rekur ættir sínar til Patreksfjarðar á vestfjöðrum, en samanstendur af þeim Smára Tarf sem bæði syngur og spilar á gítar, Pierre Dolinique sem spilar á bassa og Molduxa sem er að finna á trommum. Sveitin hefur sent frá sér sitt fyrsta lag: Stabbed with steel og má hlusta á lagið hér að neðan:

Changer með nýtt lag: Three to One

Íslenska þungarokksveitin Changer er risin úr rekkju og kynnir með stolti nýtt lag: Three to One.
veitin byrjaði fyrr í vikunni með litla kítlu til að kynna lagið, en lagið er nú aðgengilegt á spotify og öðrum efnisveitum um allan heim.

Í dag samanstendur sveitin af:
Kristján B. Heiðarsson – Trommur
Hörður Halldórsson – Gítar
Magnús Halldór Pálsson – Bassi
Hlynur Örn Zophaniasson – Söngur

Í viðbót við þetta hefur sveitin líka endurútgéfið eldra efnið sitt við plötuna January 109 – upprunalega gefin út á harðkjana útgáfunni fyrir meira en 20 árum síðan og plötuna Scenes sem gefin var út árið 2004, en báðar þessar plötur eru nú aðgengilegar á helstu efnisveitum:

Eldri plötunar er einnig hægt að hlusta á hér:

Kublai Khan og Scott Vogel úr Terror með lag saman

Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Kublai Khan (frá Texas fylki) senda frá sér nýja þröngskífu að nafni Lowest Form of Animal 1. apríl næstkomandi hjá Rise Records útgáfunni. Sveitin sendi frá sér í fyrra lagið Resentment, en lagið verður að finna á þessarri nýju skífu í viðbót við fjögur önnur lög. Meðal laga á plötunni er lagið swan song, sem er einnig ný smáskífa sveitarinnar, en í laginu hafa þeir fengið Scott Vogel með í ferð, en hann hefur meðal annars þekktur meðlimur sveita á borð við Buried Alive og Terror. Hægt er að smá myndband við lagið Swan song hér að neðan:

Lagalisti plötunnar:

 1. Swan Song (ásamt Scott Vogel)
 2. Loyal to None
 3. Taipan
 4. Resentment
 5. Dynasty

Arch Enemy heilsar í helvíti

Von er á nýrri breiðskífu að nafni Deceivers frá þungarokkssveitinni Arch Enemy í lok júlí mánaðar. Sveitin hefur verið nokkuð dugleg upp á síðkastliðið, en sveitin sendi frá sér í vikunni þriðju smáskífuna af þessarri tilvonandi plötu, en hún er við lagið Handshake with Hell. Lagið hljómar eins og afturkall til fortíðar og gæti hafa verið samið á níunda 20. aldar, smá má tónlistarmyndband við lagi hér að neðan:

Lagalisti plötunnar Deceivers:

 1. Handshake With Hell
 2. Deceiver, Deceiver
 3. In The Eye Of The Storm
 4. The Watcher
 5. Poisoned Arrow
 6. Sunset Over The Empire
 7. House Of Mirrors
 8. Spreading Black Wings
 9. Mourning Star
 10. One Last Time
 11. Exiled From Earth

Aeterna með myndband við lagið Sveitin Milli Sanda

Íslenska þungarokksveitin Aeterna sendi frá sér á í vikunni myndband við Sveitin Milli Sanda, klassískt lag Magnúsar Blöndal sem Elly Vilhjálms gerði frægt um árið. Þessi nýja útgáfa Aeterna var tekið upp af Leifur Örn Kaldal og sveitinni sjálfri. Hér að neðan má sjá myndbandið við þetta magnaða lag.

Upprunaleg útgáfa lagsins:

BillyBio með nýja plötuna Leaders And Liars í mars

Bandarísku gítarleikarinn William Graziade, öðru nafni BillyBio sendir frá sér plötunna Leaders And Liars í mars á næsta ári, en þetta er önnur sólóplata gítarleikarans. Billy er þekktastur fyrir að vera söngvari og gítarleikari hljómsveitarinnar Biohazard sem gaf út plötur á árunum 1989 til 2011. Síðustu ár hefur hann einnig spilað með hljómsveitinni Powerflo sem inniheldur meðlimi Cypress Hill, Downset og Fear Factory.

Lagalistinn:

 1. Black Out
 2. Fallen Empires
 3. Leaders and Liars
 4. Lost Horizon
 5. Turn the Wounds
 6. Sheepdog
 7. Deception
 8. Generation Kill
 9. Looking Up
 10. One Life To Live
 11. Our Scene
 12. Just The Sun
 13. Enough
 14. Remission
 15. Cyanide

Fyrsta smáskífa plötunnar er við lagið One life to live, en í laginu má einnig heyra í söngvara hljómsveitarinnar H2O að nafni Toby Morse:

Börn gefa út Drottningar Dauðans

Íslenska pönksveitin Börn sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni Drottningar Dauðans 28. janúar á næsta ári (2022), en þetta fyrsta nýja efnis sem sveitin sendir frá sér all nokkur ár. Það er Iron Lung Records frá Seattle í Washington fylki sem gefur út plötu sveitarinnar.

Hægt er að forpanta vinil útgáfu af plötunni núþegar á bandcamp heimasíðu Iron Lung Records, en legalisti plötunnar er eftirfarandi:

Drottningar Dauðans (LUNGS-186):

 1. Alveg Sama
 2. Þeir Koma
 3. Norn 03:25
 4. Þú Hvíslar
 5. Vonin Er Drepin
 6. Drottning Dauðans
 7. Flakandi Sár
 8. Þú Skuldar Mér Að Vera Sexý
 9. Böðull

Hægt er að hlusta á lagið NORN hér að neðan:

Crowbar gefa út plötuna Zero And Below í mars 2021

Tólfta breiðskífa hljómsveitarinnar CROWBAR verður gefin út 4. mars næstkmoandi, en útgáfan er á vegum MNRK Heavy útgáfunnar. Platan hefur fengið nafnið “Zero And Below” og er hljóðblönduð og pródúseruð af Duane Simoneaux, enn hann hefur áður unnið bæði með Kirk Windstein söngvara sveitarinnar, Crowbar, Down og Exhorder og fleirri sveitum. Nýja platan mun innihalda eftirfarandi lög:
01 – “The Fear That Binds You”
02 – “Her Evil Is Sacred”
03 – “Confess To Nothing”
04 – “Chemical Godz”
05 – “Denial Of The Truth”
06 – “Bleeding From Every Hole”
07 – “It’s Always Worth The Gain”
08 – “Crush Negativity”
09 – “Reanimating A Lie”
10 – “Zero And Below”

Núþegar er hægt að hlusta á fystu smáskífuna við lagið “Chemical Godz” af þessarri plötu í formi myndbands hér að neðan:

Napalm Death með framhaldsplötu… Resentment Is Always Seismic – A Final Throw Of Throes

Í september árið 2020 sendu Íslandsvinirnir í hljómsveitinni Napalm Death frá sér plötuna “Throes Of Joy In The Jaws Of Defeatism” og halda nú áfram í beinu framhaldið með smáplötu að nafni “Resentment Is Always Seismic – A Final Throw Of Throes”, en á plötunni má finna hliðarútgáfur, ábreiður og önnur lög sem tekin voru upp á sama tíma og Throes platan.

Lagalisti plötunnar:
01 – “Narcissus”
02 – “Resentment Always Simmers”
03 – “By Proxy”
04 – “People Pie” (Slab! lag)
05 – “Man Bites Dogged”
06 – “Slaver Through A Repeat Performance”
07 – “Don’t Need It” (Bad Brains lag)
08 – “Resentment Is Always Seismic” (Dark Sky Burial dirge)

Hægt er að hlusta á fyrstu smáskífu plötunnar við lagið Narcissus hér að neðan:

Matt Pike með sólóplötu

Bandaríski gítarleikarinn Matt Pike (þekktur fyrir hljómsveitirnar Sleep og High on Fire) sendir frá sér sína fyrstu sólóplötu 18. febrúar á MNRK Heavy útgáfunni. Núþegar er hægt að forpanta plötuna á www.pikevstheautomaton.com og hefur hún fengið nafnið Pike Vs. The Automaton og var unnin með Jon Reid (ex-Lord Dying) og tekin upp af Billy Anderson.

Billy Anderson hefur meðal annars unnið með: Brutal Truth, Cattle Decapitation, Eyehategod, Fantomas, High On Fire, Kiss It Goodbye, Melvins, Mr. Bungle, Neurosis, Om, Orange Goblin, Pallbearer, Ratos De Porao, Sick Of It All, Sleep, Swans, og mörgum oðrum sveitum.

Á plötunni verður að finna heilan helling af gestum, þar á meðal: Jeff Matz (High On Fire),Alyssa Maucere-Pike (Lord Dying/Grigax og kona Matt Pike), Brent Hinds (Mastodon), Steve McPeeks (West End Motel), Josh Greene (El Cerdo), Todd Burdette (Tragedy) og fleirri.

Lagalisti plötunnar:

 1. Abusive
 2. Throat Cobra
 3. Trapped In A Midcave
 4. Epoxia
 5. Land
 6. Alien Slut Mum (sjá hér að neðan)
 7. Apollyon
 8. Acid Test Zone
 9. Latin American Geological Formation
 10. Leaving the Wars of Woe

Hægt er að hlusta á lagið “Alien Slut Mum” af plötunni hér að neðan: