Zozobra - Savage Masters
Zozobra - Savage Masters

Zozobra – Savage Masters (2013)

Brutal Panda Records –  2013

Bassafantur og öskrari hljómsveitarinnar hljómsveitarinnar Cave in, Caleb Scofield, er kominn á fullt með sína eigin hljómsveit að nafni Zozobra og er hér um að ræða þriðju útgáfu sveitarinnar. Ólíkt öðrum verkefnum kappans (Cave In og OldManGloom) þá er Zozobra hans tækifæri til að semja og stjórna hvernig þetta fer allt saman fram.

Zozobra er nokkurnvegin samansafn af þyngri riffum Cave In, nema án listræna og draumkennda hlustans – en í hans stað smá pönkaður ofurkraftur! Það er margt annað sem er sameiginlegt með Zozobra og Cave In, tildæmis að fyrir utan Caleb eru bæði Adam McGrath (gítarleikari) og JR Cooners (trommari) einnig að spila á plötunni (báðir meðlimir Cave In). Þessi plata er stutt (15 mín) og hnitmiðuð, skemmtileg og áhugaverð. Ég hef alveg frá fyrstu tónum verið afar hrifinn af öskurrödd Caleb og því afar skemmtilegt að heyra hana svona hráa í bland við hráleika bassans.

Þrátt fyrir að vera ekki jafn grípandi og Bird Of Prey og Harmonic Tremors þá er hér á ferð virkilega góð plata og þá sérstaklega fyrir það lið sem fílar þyngri tóna Cave In.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *