Zornheym senda frá sér Where Hatred Dwells And Darkness Reigns

Sænska sinfóníuþungamálmsbandið Zornheim sendir frá sér nýja breiðskífu að nafni “Where Hatred Dwells And Darkness Reigns”, en sveitin er samansett af Zorn sem áður spilaði í hljómsveitinni Dark Funeral. Með áhrifavalda á borð við Dissection, Dimmu Borgir og King Diamond blandað saman við stengjahljóðfæri og kór má búast við heljarinnar blöndu.

Í hljómsveitinni er einnig að finna Bendler (úr Facebreakers) Scucca og Angst (úr Diabolical).

Nýja platan verður gefin út 15. september næstkomandi af Non Serviam Records útgáfunni, en mun í kjölfarið spila á tónleikum á Motocultor Metal hátíðinni í Frakklandi.

Lagalisti plötunnar:
1. The Opposed
2. Subjugation of the Cellist
3. A Silent God
4. Prologue to a Hypnosis
5. Trifecta of Horrors
6. …and the Darkness Came Swiftly
7. Whom the Night Brings…
8. Decessit Vita Patris
9. Hestia

Nánari upplýsingar
Facebook: https://www.facebook.com/zornheym
Twitter: https://twitter.com/zornheym
Instagram: https://www.instagram.com/zornheym_official

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *