Old Wounds kynna nýtt lag og breytingar

Hljómsveitin Old Wounds sendi frá sér nýtt lag að nafni Only Your Enemies Leave Roses í dag um leið og þeir tilkynntu að söngvari sveitarinnar, Kevin Iavaroni, er á ný genginn til liðs við sveitina, en hann hætt í sveitinni á sínum tíma til að setja fókusinn á nám og líf utan hljómsveitarinnar.

Þetta eru víst ekki einu breytingar sveitarinnar, því að gítarleikari sveitarinnar, Zak Kessler, sagði skilið við sveitina nýverið vegna þess að sveitin var á leiðinn í tónleikaferðalag með Eighteen Visions, en með í för er einnig hljómsveitin Tourniquet, og þar liggur vandinn. Meðlimur Tourniquet er samkvæmt fréttum er þekktur ofbeldi gagnvart konum og það sætti drengurinn sig ekki við. Meðlimir sveitarinnar ætla þó að halda áfram á tónleikunum en þess í stað gefa allan fjárhagslegan ávinning til kvennaatkvarfa í þeim borgum sem sveitin spilar í.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *