World Narcosis - World Narcosis
World Narcosis - World Narcosis

World Narcosis – World Narcosis (2011)

Eigin útgáfa –  2011
http://worldnarcosis.bandcamp.com/

Íslenska hljómsveitin World Narcosis sendi frá sér sýna fyrstu útgáfu í nóvember í fyrra og er afar ánægjulegt að svona ung hljómsveit sendi frá sér svona áhugaverða plötu á vínil formatti. Á plötunni er að finna 9 lög og er platan í held sinni rétt yfir 10 mínútur.

Líkt og aðrar hljómsveitir í þessum geira (powerviolence/grind og þannig háttar) spilar sveitin hröð, hörð og stutt lög. Oft á tíðum finnst manni þessi skipulagði glunduroði sem einkennir lög sveitarinnar nokkuð grípandi og þá sérstaklega í lögum á borð við Brainscam, sem er um leið upphafslag plötunnar. Það sem mér finnst áhugavert við þessa plötu er víddin í öskrum og hávaða. Það er gaman að heyra tví ef ekki þrírödduð öskur og virðist það ýta undir brjálæðina og grófleikann, ef ekki sársaukann í tónlistinni.

Það er eitthvað heillandi við þessa smáplötu sem ég efast ekki að fleiri en bara ég geti notið. Það er einnig augljóst að á meðan svona útgáfur eru mögulegar er enn von fyrir íslenska neðanjarðar tónlist.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *