Last Winter - The Heart and The Broken Compass
Last Winter - The Heart and The Broken Compass

Last Winter – The Heart and The Broken Compass (2011)

Lifeforce Records –  2011

Lifeforce útgáfan hefur síðastliðin ár hætt að treysta á einfalt og kröftugt evrópskt metalcore og er komin með alla vídd rokktónlistar á sína arma.

Hljósveitin Last Winter er frá Florída fylki bandaríkja norður Ameríku hefur áður gefið út plöturnar “Under The Silver Of Machines” (2007, einnig á Lifeforce útgáfunni) og “Transmission: Skyline” (2005). Það getur verið erfitt fyrir mann eins og mig sem hefur gaman af harðri rokk tónlist að fjalla um hljómsveitir eins og Last Winter. Sveitin spilar blöndu af útvarpsvænu rokki og einhverskonar kröftugu gleðipoppi… þú veist eins og þetta leiðinlega sem maður sér á MTV. Rokkaðri lögin á plötunni eru alveg fín, en eitthvað sem ég get varla ráðlagt fólki að tékka á með hreina samvisku.

Ég satt best að segja skil ekki hver hefur gaman af þessu, ég skil alveg að það sé fólk þarna úti sem hefur mikið gaman að magnþrunginni og tilfinningarnæmri rokk tónlist, en þetta finnst mér hálf sálarlaust. Á meðan ég segi það get ég alveg hlustað á lög á borð við “The Northen Lights”, The Architects og “Yellowbelly” og notið. Ofur melódía í bland við harðan gítar, sem er síðan brotið niður með rólegri og væmnu poppi, bara ef hörðu hlutarnir væri ráðandi þá væri þetta alveg komið á stall sem ég gæti notið að hlusta á.

Ef þú hefur gaman af hljómsveitum á borð við 30 seconds to mars, Silverstein og svoleiðis klónum þá er þetta eitthvað þú mátt ekki missa af, en ef tónlistaráhugi þinn liggur annarstaðar þá þetta eitthvað sem þú átt aldrei eftir að sakna.

Valli

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *