Vision of disorder 18. september

Ný breiðskífa hljómsveitarinnar Vision of Disorder er væntanleg 18. september næstkomandi, en skífa þessi hefur fengið nafnið The Cursed Remain Cursed. Seinasta breiðskífa sveitarinnar “From Bliss to Devastation” var gefin út árið 2001 og er því mikil tilhlökkun hjá aðdáendum sveitarinnar að fá nýtt efni í hendurnar. Sveitin var stofnuð árið 1992 en hætti starfsemi árið 2002. Sveitin var nokkuð vinsæl á sínum tíma og fór í tónleikaferðalög með sveitum á borð við Pantera, Black Sabbath, Type O Negative, Anthrax og Bad Brains. Sveitin kom saman á ný árið 2008 til tónleikahalds, en samvera sveitarmeðlima lengdist og er nú komið að nýju efni. Platan verður gefin út af Candlelight Records útgáfunni og mun innihalda eftirfarandi lög:

01. Loveless
02. Set To Fail
03. Blood Red Sun
04. Hard Times
05. Annihilator
06. Skullz Out (Rot In Pieces)
07. The Enemy
08. The Seventh Circle
09. New Order Of Ages
10. Be Up On It
11. Heart And Soul

Skildu eftir svar