M – Útgáfutónleikar

MALNEIROPHRENIA
Narko Nilkovsky

Hvar? Slippsalurinn, NemaForum (við hliðina á Búllunni)
Hvenær? 2010-12-18
Klukkan? 19:00:00
Kostar? 1000 kr
Aldurstakmark? 0

 

Malneirophrenia samanstendur af píanói, sellói og bassa (enginn söngur) og leikur nokkurs konar blöndu af nýklassík, kvikmyndatónlist og rokki (“kammerpönk”, ef svo má að orði komast). Sveitin hefur spilað saman í tíu ár, án þess að gefa út plötu, en fagnar loks frumburðinum: “M” er sjálfútgefin plata í fullri lengd og verður til sölu á tónleikunum.

Malneirophrenia verður með tvöfalda efnisskrá: annars vegar mun s…veitin flytja nýútgefna plötu í heild sinni og hins vegar mun hún heiðra nokkra helstu áhrifavalda úr heimi kvikmyndatónlistar með stuttu prógrammi (leikin verða m.a. verk eftir Ennio Morricone, Nino Rota og Philip Glass).

Hljóðlistamaðurinn Narko Nilkovsky mun halda uppi dularfullri stemningu í kringum tónleikana, frá því að salurinn opnar. Malneirophrenia stígur á stokk klukkkan 20:00 stundvíslega.

Hægt er að hlusta á tóndæmi frá Malneirophreniu hér: www.myspace.com/malneirophrenia

Nánari upplýsingar um NemaForum og miðasölu hér:
http://nemaforum.web.is/products/4508-18-desember-kl-20-30-malneirophrenia

Album release concert for Malneirophrenia.

More info about the band: www.myspace.com/malneirophrenia

More into about the venue and tickets: http://nemaforum.web.is/products/4508-18-desember-kl-20-30-malneirophrenia

Event:  
Miðasala: