Úrslit Wacken Metal Battle 2017: Une Misère Sigurvegari

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle var haldin hátíðleg laugardaginn 6. maí þar sem hljómsveitirnar Cult of Lilith, CXVIII, Future Figment, Lucy In Blue, Nexion og Une Misère kepptu um þáttökurétt fyrir íslands hönd á Wacken Metal Battle hátíðinni sem haldin verður á Wacken hátíðinni núna í sumar.

Kvöldið var afar fjöldbreytt og skemmtilegt (ekki var verra að fá gesta hljómsveitirnar Narthraal og Auðn) en fljótlega eftir miðnætti var tilkynnt að hljómsveitin Une Misère hafi unnið keppnina hér á landi þetta árið, á meðan Lucy in Blue lenti í öðru sæti og Nexion í því þriðja.

Óskum við því Une Misère til hamingju með sigurinn, en hér að neðan má sjá brot af sigursveitinni á úrslitakvöldinu.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *