Une Misère í 4 sæti í lokakeppni Wacken Metal Battle

Íslenska harðkjarnasveitin Une Misère lenti í dag í 4 sæti í alþjóðlegu samkeppninni Wacken Metal Battle sem haldin er ár hvert, en sveitin spilaði fyrir framan mörg þúsund manns ásamt 27 öðrum þjóðum þar sem ansi rausnarleg verðlaun voru í boði fyrir fyrstu 5 sveitirnar. Var þetta í 8. sinn sem Ísland sendir fulltrúa sinn í þessa keppni sem var fyrst haldin 2009 hér á landi, og núna annað árið í röð sem íslensk sveit lendir svona ofarlega í keppninni.

Þorsteinn Kolbeinsson, skipuleggjandi keppninar hér á landi sendi frá sér eftirfarandi tilkynningu:

Þungarokkshátíðin Wacken Open Air er núna í fullum gangi þar sem hún nær hátindi sínum í kvöld og annað kvöld þegar sveitir eins og Alice Cooper, Marilyn Manson, Megadeth, Kreator, Emperor og Amon Amarth koma fram.

Lokakeppni Wacken Metal Battle átti sér stað á þessari hátíð og fór keppnin fram í gær og í fyrradag. 35 dómnefndarmeðlimir frá jafn mörgum löndum sáu um velja sigurvegarana, en 28 þjóðir sendu keppendur í ár í keppnina.

Íslenska hljómsveitin Une Misère var fulltrúi Íslands í keppninni og gerði sér lítið fyrir og nældi sér í 4. sætið!! Hátíðin tilkynnir 5 efstu sætin hvert ár og veitir þeim öllum vegleg verðlaun. 1. sætið fær 5.000 Evrur, 2. sætið 4.000 Evrur o.s.frv. o.s.frv, þar sem 5. sætið fær 1.000 Evrur. Einnig fá sveitinar alls konar varning, græjur, magnara og slikt.

Er þetta í annað sinn í röð sem Íslenska sveitin nælir sér í topp 5 spot, en á síðastu hátíð lenti Auðn í 3. sæti. Þetta er ótrúlegur árangur hjá íslensku metalsenunni og sýnir hvurslags uppgangur er í gangi hérna.

Annars voru úrslitin sem hér segir.

1. sæti Jet Jaguar frá Mexíkó
2. sæti E-An-Na frá Rúmeníu
3. sæti Inferum frá Hollandi
4. sæti Une Misère
5. sæti Stengah frá Frakklandi.

Mynd frá verðlaunaafhendingunni:

 

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *