Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Stopp! Hugvekja/Tónleikar um geðheilbrigði á Gauknum.

05. okt 2017 @ 19:00 - 01:00

Ákveðið hefur verið að slá til hugvekju/minningartónleika á Gauknum fimmtudaginn 5. Október!
Við skulum koma saman, sýna samhug, minnast þeirra sem við söknum, hlusta á hugvekju og njóta tónleikanna saman.
Frítt verður inn á tónleikana en frjáls framlög eru vel þegin, en þau munu renna óskert til sjálfsvígsforvarnarsamtakanna Pieta.
Höldum umræðunni uppi um brotna geðheilbrigðiskerfið okkar og krefjumst úrbóta!
Húsið opnar klukkan 19:00 en dagskrá byrjar klukkan 19:30 og stendur til 01:00
Við ætlum að setja upp minningarleiði þar sem að fólk getur komið með myndir, blóm eða persónulega hluti til að minnast þeirra sem við höfum misst.
Dagskrá er opnuð af sálfræðingunum Kristjáni Helga & Tómasi sem að leiða umræðu um geðheilbrigði.

Hljómsveitir sem koma munu fram eru:
World Narcosis
Mighty bear
We made god
Skaði
Great Grief
Dynfari
Geiri & Dagur úr Churchhouse Creepers
Aeterna
Atómstation

Við sendum endalausa ást á alla þá sem hafa hjálpað okkur að gera þessa hugmynd að veruleika. Við erum hrærðar yfir móttökunum sem við höfum fengið en þær hafa farið fram úr öllum okkar vonum.
Gaukurinn, Krummi, Starri, Sólveig, Linnea, Kjartan, Illugi og þið öll takk!
Við gætum þetta ekki án ykkar.

Við Hvetjum alla þá sem að láta geðheilsu sig varða til að koma og sýna samstöðu á þessu kvöldi. Þetta er málefni sem að snertir okkur öll sem eitt.
Komum saman til að syrgja, sakna, vera reið, hættum ekki að hneykslast og nýtum þessa orku til að gera hvert öðru gott!
Okkur er ekki sama, þið eruð öll dýrmæt og við viljum ekki missa fleiri.
Farið vel með ykkur elsku vinir.

-Bylgja Guðjónsdóttir & Elín Jósepsdóttir.

Upplýsingar

Dagsetn:
05. okt 2017
Tími
19:00 - 01:00
Viðburður Category:

Staðsetning

Gaukurinn
Tryggvagata 22
Reykjavík, 101 IS
+ Google Map