Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

Lights on the Highway – Live

29. des 2018 @ 22:30 - 00:30

Lights on The Highway gengur aftur
– á Hard Rock 29 & 30 desember

Hljómsveitin Lights on The Highway átti farsælan sprett í íslensku tónlistarlífi frá 2003 til 2012 en þá fór sveitin í langvarandi pásu þar sem meðlimir fóru að sinna öðrum verkefnum.

Á tímabilinu gaf sveitin út tvær breiðskífur, sú fyrri var skírð í höfuðið á sveitinni og kom hún út 2005 en seinni platan heitir Amanita Muscaria og kom út 2009. Sú seinni var tilnefnd sem plata ársins á íslensku tónlistarverðlaununum sama ár.

Mörg lög af þessum plötum ásamt öðrum náðu miklu flugi á öldum ljósvakanna og skal engan undra þar sem vandaðar lagasmíðir einkenndu útgáfur sveitarinnar.

Lights on The Highway hefur ávalt verið talin frábær tónleikasveit þar sem seiðandi tónlistar galdurinn er framkvæmdur af einstaklingum sem augljóslega ná að tengja sig saman á undarlegan en æðisgengin hátt. Þessi samvinna leysir úr læðingi kraft sem unaðslegt er að njóta í formi lifandi flutnings.

Lights on The Highway eru:

Söngur: Kristófer Jensson
Gítar / Söngur: Agnar Eldberg
Bassi: Karl Daði Lúðvíksson
Trommur: Þórhallur Reynir Stefánsson
Hljómborð: Stefán Örn Gunnlaugsson

Lights on The Highway kom síðast saman 2015 og hélt nokkra dúndur góða tónleika og nú þrem árum síðar er kominn tími til að telja í aðra umferð og er best að tryggja sér miða tímanlega.

Herlegheitin fara fram á Hard Rock 29 & 30 desember og má búast við húsfylli á báðum kvöldum.

Miðasala er hafin á www.tix.is

Upplýsingar

Dagsetn:
29. des 2018
Tími
22:30 - 00:30
Vefsíða:
https://tix.is/is/event/6844/

Staðsetning

Hard Rock Cafe Reykjavik
Laekjargata 2A
Reykjavík, 101 IS
+ Google Map