Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

JUDAS PRIEST í Laugardalshöll

24. jan 2019 @ 20:00 - 23:59

14990

Ein helsta goðsögn þungarokksins:

JUDAS PRIEST

Sérstakir gestir
Dimma 

Verð:
Stúka: 14.990kr 
Stæði: 10.990kr

Það eru fáar þungarokkssveitir sem hafa náð sömu hæðum og Judas Priest á ferli sem spannar næstum fimmtíu ár. Judas Priest voru strax eftir stofnun árið 1970 í fremstu röð þeirra sem mótuðu þungarokkið og nægir að nefna frábærar plötur eins og „British Steel“, „Screaming for Vengeance“ og „Painkiller“. Átján plötum síðar eru þeir ennþá í fantaformi og nýjasta plata þeirra „Firepower“ hefur hlotið einróma lof gagnrýnenda og náðu þeir 5. sæti á Billboad 200 listanum, sem er besti árangur Judas Priest í Bandaríkjunum. Þá má nefna að Judas Priest voru tilnefndir í Rock and Roll Hall of Fame í fyrra.
 En það er fyrst og fremst á sviði sem hljómsveitin er í essinu sínu og margir segja að þeir hafi sjaldan eða aldrei verið betri á hljómleikum. Þeir fengu Grammyverðlaun árið 2010 fyrir frammistöðu sína á sviði þungarokks (Best Metal Performance).

Því er það okkur mikið ánægjuefni að kynna væntanlega tónleika Judas Priest í Laugardalshöllinni fimmtudaginn 24. janúar næstkomandi. Og ekki spillir fyrir að Dimma mun hita mannskapinn upp. Aðdáendur þungarokks eiga sannkallaða veislu í vændum!

Upplýsingar

Dagsetn:
24. jan 2019
Tími
20:00 - 23:59
Verð:
14990
Tök Viðburður:
, , ,
Vefsíða:
https://tix.is/is/event/6626/judas-priest/

Staðsetning

Laugardalshöll
Iceland + Google Map