Hleð Viðburðir

« Allt Viðburðir

  • This event has passed.

DIMMA á Hard Rock Café á Menningarnótt (all ages og kvöld)

19. ágú 2017 @ 23:00 - 02:00

Þungarokksveitin DIMMA kemur fram á tvennum tónleikum í tónleikasal Hard Rock Café laugardaginn 19. ágúst.

Fyrri tónleikarnir hefjast kl 17:00 (dyr 16:30) og eru opnir öllum aldurshópum. Miðaverð er kr 2000 og frítt fyrir krakka undir 6 ára. Forráðamönnum er bent á að hafa meðferðis heyrnahlífar fyrir lítil eyru.

Seinni tónleikarnir hefjast laust eftir kl 23:00 eða þegar flugeldasýningu líkur (dyr 21:00) og er miðaverð kr 3500.

DIMMA gaf út plötuna Eldraunir í maí og hefur platan verið ein mest selda plata landsins síðan þá. DIMMA er að fylgja plötunni eftir af krafti og mun koma fram á tónleikum víðsvegar um landið á næstu mánuðum, bæði eigin tónleikum sem og á helstu tónleikahátíðum landsins.

Á þessum standandi tónleikum á Hard Rock Café mun sveitin leika plötuna Eldraunir í heild sinni í bland við sína helstu slagara.

Þetta verður sveitt, hátt og dimmt og þungt.

Upplýsingar

Dagsetn:
19. ágú 2017
Tími
23:00 - 02:00
Viðburður Category:
Vefsíða:
https://tix.is/is/event/4529/dimma/

Skipuleggjandi

DIMMA
Vefsíða:
https://www.facebook.com/dimmamusic/

Staðsetning

Hard Rock Cafe Reykjavik
Laekjargata 2A
Reykjavík, 101 IS
+ Google Map