Tónleikar í dag og á morgun

það er nóg að gerast í rokkinu í kvöld og á morgun. Í kjölfarið minni alla að mæta á minnstakosti eina rokktónleika, góður undirbúningur fyrir það sem koma skal í næstu viku (EISNAFLUG!)

Fyrst minnist ég að sjálfsögðu á tónleika hljómsveitarinnar Fortíð sem verða haldnir á tónleikastaðnum Venue, en með fortíð í kvöld spila hljómsveitirnar Carpe Noctem, Forgarður helvítis og Vistaria.. þetta kvöld verður svart og blóðugt!

Á morgun spilar Fortíð svo ásamt hljómsveitunum Atrum, Pissanthrope og Chao í tónleikarsal TÞM. Athugið tónleikasíðuna fyrir nánari upplýsingar um verð og tíma.

Í kvöld eru tribute tónleikar til hljómsveitarinnar Perl Jam á Sódóma Reykjavík. Leikin verða lög af nánast öllum plötum sveitarinnar ásamt lögum sem hafa ratað í kvikmyndir. (sjá nánar á facebook)

Hljómsveitirnar Mínus og Agent Fresco munu spila saman á Sódóma á morgun laugardaginn 3.júlí. Báðar sveitirnar eru að vinna að væntanlegum breiðskífum sínum og munu því tónlistaráhugamenn fá að heyra það allra nýjasta í bland við það eldra. (sjá nánar á facebook)

Skildu eftir svar