Þrettán með Suicidal Tendencies

Tilvonandi breiðskífa bandarísku hljómsveitarinnar Suicidal Tendencies hefur fengið nafnið 13, en um er að ræða níundu breiðskífa sveitarinnar frá upphafi. Umrædd plata verður gefin út 26. mars næstkomandi og er hægt að sjá smá sýnishorn hér að neðan. Umrætt myndband innheldur brot úr laginu Cyco Style, sem verður um leið fysta myndband sveitarinnar af plötunni, Myndband er leikstýrt af Pep Williams.

Skildu eftir svar