Efnisorð: Zhrine

Zhrine & Auðn með tónleika á fimmtudaginn

Hljómsveitirnar Zhrine og Auðn hefja Evróputúr sinn á Hard Rock Café fimmtudagskvöldið 27. Apríl og mun þar nýtt efni óma í bland við eldra, en hljómsveitin Auðn mun meðal annars spila tvö ný lög á þessum tónleikum, en tónleikarnir hefjast 21:00

Þeim til halds og trausts verða unglömbinn í Óværu en hafa meðlimir marga fjöruna sopið í sveitum allt frá Klink og Betrefa til Q4U og Dr. Mister and Mister Handsome.

Zhrine og Auðn eru báðar á mála hjá franska þungarokksrisanum Season of Mist en þær hafa nýverið lokið við tónleikaferðalag sem dró þær meðal annars til Svíþjóðar, Noregs, Hollands og England, báðar sveitir eru bókaðar á ýmsar tónlistarhátíðir erlendis td Hróaskeldu, Brutal Assult svo eitthvað sé nefnt.

Facebook viðburður tónleikanna: facebook.com/events/194237901056632/

Allar nánari upplýsingar er að finna hér: tix.is/is/event/3665/zhrine-au-n/

Zhrine á Gauknum Laugardag 1. Okt

Zhrine
Dynfari
Future Figment
Grave Superior

Black Ice Press kynnir með stolti: Zhrine heldur í mánaðarlangan norðurameríkutúr með Ulcerate og Phobocosm í Nóvember.
Gott er að eiga smá vasapening í útlöndum og hendir sveitin því einum fjáröflunartónleikum í baukinn fyrir brottför.
Sveitini til halds og trausts verða Dynfari, Future Figment og Grave Superior.
Herlegheitin kosta skitnar 2000kr í hurð og opnar hún kl. 9

Til sölu verða bolir, geisladiskar og plaköt auk Unortheta á bæði svörtum og glærum vínyl.

Severed tónleikaupptökur

Hljómsveitin Severed kom fram á Gamla Gauknum föstudaginn 3. júní, en Severed var það að hita upp fyrir hljómsveitina Zhrine sem hélt útgáfutónleika sína vegna útgáfu plötunnar Unortheta. Ægir Sindri Bjarnason var á svæðinu vopnaður myndavél, en upptökur af tónleikahaldi Severed má sjá hér að neðan:

Severed @ Gamli Gaukurinn 03.06.2016 from Óðinn Dagur Bjarnason on Vimeo.

Útgáfutónleikar Zhrine

Zhrine: 12:45
Severed: 11:40
Auðn: 10:50
Future Figment: 10:00

Dimmasta dauðarokksgrúppa Íslands, Zhrine, fagnar útgáfu frumburðar síns á Season of Mist, meistaraverkinu Unortheta, með útgáfutónleikum á Gauknum föstudaginn 3. Júní næstkomand þar sem þeir leika gripinn í heild sinni. Þeim til halds og trausts verða fjörkálfarnir í Severed, einfararnir í Auðn og taktmælir af gerðini Future Figment. Húsið opnar kl. 9 og kosta herlegheitin litlar 2000 krónur.

Gagnrýnendur halda vart vatni yfir gæðum plötunar en svo kveður Lacertilian hjá Toilet ov Hell:”After a sombre procession of delicate delay-tinged clean notes, the veil of night lifts to reveal a cloud-sheltered day. The once graceful timbre is transposed directly into a distorted state, revealing a searing melancholy. Before it has a chance to reach the heavens the swirling upheaval is dispersed, as it submissively gives way to the arrival of furious blasting. You are now only half-way into the first track (“Utopian Warfare”) from Zhrine’s debut album Unortheta.” og kemst að þessari niðurstöðu: “Since first starting this review I’ve left it for several days, hit replay numerous times and tried to be critical of this album, and honestly I just can’t think of a way it could be improved.”

https://www.youtube.com/watch?v=YWEk6-iA8FA&list=PLO8vNQXk4TSCzld5kqDSbUm4cgwIke91o

Zhrine – Útgáfutónleikar 3. júní

Zhrine
Severed
Auðn
Future Figment

Hvar: Gaukurinn
Hvenær: 3. Júní 2016
Klukkan: 21:00 (húsið opnar)
Kostar: 2000 kr.
Aldurstakmark: samkvæmt lögum

“Dimmasta dauðarokksgrúppa Íslands, Zhrine, fagnar útgáfu frumburðar síns á Season of Mist, meistaraverkinu Unortheta, með útgáfutónleikum á Gauknum föstudaginn 3. Júní næstkomand þar sem þeir leika gripinn í heild sinni. Þeim til halds og trausts verða fjörkálfarnir í Severed, einfararnir í Auðn og taktmælir af gerðini Future Figment. Húsið opnar kl. 9 og kosta herlegheitin litlar 2000 krónur.

Gagnrýnendur halda vart vatni yfir gæðum plötunar en svo kveður Lacertilian hjá Toilet ov Hell:”After a sombre procession of delicate delay-tinged clean notes, the veil of night lifts to reveal a cloud-sheltered day. The once graceful timbre is transposed directly into a distorted state, revealing a searing melancholy. Before it has a chance to reach the heavens the swirling upheaval is dispersed, as it submissively gives way to the arrival of furious blasting. You are now only half-way into the first track (“Utopian Warfare”) from Zhrine’s debut album Unortheta.” og kemst að þessari niðurstöðu: “Since first starting this review I’ve left it for several days, hit replay numerous times and tried to be critical of this album, and honestly I just can’t think of a way it could be improved.”

https://www.youtube.com/watch?v=YWEk6-iA8FA&list=PLO8vNQXk4TSCzld5kqDSbUm4cgwIke91o